Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1967, Blaðsíða 28

Æskan - 01.02.1967, Blaðsíða 28
Hún Iauk menntaskólanámi og hóf nám við háskóla, en það hafði hún þráð frá því að hún var barn. áttu í staðinn fyrir mál, heyrn og sjón. Þetta hjálpaði mér til þess að gera fólki skiljanlegan vilja minn og hugsanir, en að mestu leyti var þó veröldin lokuð fyrir mér, þrátt fyrir þetta. Beztu vinir mínir og leikfélagar á þessum árum voru Marta, lítil svertingjatelpa, dóttir mat- ráðskonunnar okkar, og gamall fuglahundur, sem hét Bella og hafði verið mesta veiðikló, meðan hann var og hét. Og svo var brúðan mín, sem ég kallaði Nancy. Á henni hafði ég mikið dálæti. Þó bitnaði geðvonzka min oft á henni, og þess vegna var hún orðin mjög af sér gengin. Hún átti vöggu, og ég ruggaði henni oft tím- unum saman. Það mátti enginn snerta á þessum dýrgripum mínum. Einu sinni fann ég systur mína sofandi í vögg- unni. Þessi frekja gekk svo fram af mér, að ég stórreidd- ist. Ég réðst á vögguna, velti henni, og hefði líklega grand- að barninu, ef móðir mín hefði ekki gripið hana í fallinu. Af þessu sést, hversu einangrun mín hindraði, að ég gæti tileinkað mér ástúð þá og kærleika, sem sprettur upp af ástríkum orðum og athöfnum. Þrátt fyrir endurteknar tilraunir gat enginn ráðið bót á sjónleysi mínu. Hið eina hugsanlega því til úrbóta, var að finna kennara, sem fær væri um að gefa mér að einhverju leyti samband við mannlegt mannfélag meira en orðið var. Og fyrir atbeina föður míns og ráðlegging- ar góðra manna, tókst þetta. Örlagaþrungnasti dagur ævi minnar var dagurinn, sem kennari minn, Anna Mansfield Sullivan, kom til mín. Það var 3. marz 1887, skömmu áður en ég varð sjö ára. Síðari hluta þessa dags stóð ég í anddyrinu, blint og 76 heyrnarlaust barnið, og beið. Ég fann á mér, að ys og þys var í húsinu, og það hlaut eitthvað mikið að vera á seyði. Ég beið á tröppunum. Sólin stafaði geislum sínum í andlit mér, ég þreifaði á blómunum í kringum mig, sem mér voru svo kunn og nú fögnuðu nýútsprungin hinu hlýja, suðræna vori. Lítið óraði mig fyrir því, hvílík undur og furðuverk áttu eftir að falla mér í skaut. „Ljós, gefðu mér ljós,“ hrópaði sál mín í orðlausum vanmætti sínum, og einmitt á þessari stundu birtist mér Ijós kærleikans. Ég fann fótatak nálgast. Ég rétti út hönd- ina, því að ég hugði, að móðir mín væri að koma. Einhver tók í hönd mína og faðmaði mig að sér. Það var hún, sem komin var til að opinbera mér alla hluti, og.til þess, sem enn meira var um vert, að umvefja mig kærleika sín- um. Morguninn eftir leiddi hún mig inn í herbergi sitt og gaf mér brúðu, sem blindu börnin í Perkins-stofnuninni höfðu sent mér. Eftir að ég hafði leikið mér að henni stundarkorn, stafaði ungfrú Sullivan orðið „brúða“ í lófa minn. Ég hafði strax gaman af þessum fingraleik. Þetta var fyrsta orðið, sem ég lærði að lesa og skilja. Ég hafði þó enga hugmynd um, að þetta væru orð — vissi ekki að orð væru til. Eftir margvíslegar tilraunir ungfrú Sullivan að kenna mér nöfn á algengustu hlutum með þessum hætti, var næsti áfanginn að kenna mér að lesa. Til þess notaði hún hina dásamlegu uppfinningu, blindraletrið. Það er upp- hleypt, og gátu fingur mínir þannig greint hvern staf og myndað úr þeim orð, og þar með var hið bóklega nám mitt hafið. Og svo gerðist hið mikla undur í lífi mínu. Ég lærði að tala. Það var árið 1890, sem talkennslan hófst. Ég hafði alla ævi haft löngun til að gefa frá mér hljóð. En þegar ég gerði það, var það venja mín að leggja aðra höndina framan á hálsinn, en hina á munninn til þess að finna hreyfingu varanna. Ungfrú Sullivan kom mér í kynni við ungfrú Söru Fuller málleysingjakennara. Þessi ástúðlega og blíðlynda kona bauðst til að kenna mér sjálf, og ég hóf námið hjá henni hinn 26. marz 1890. Aðferð hennar við að kenna mér að tala var þessi: Hún lagði hönd mína léttilega á andlit sér og lét mig finna hreyfingu vara sinna og tungu, er hún gaf frá sér hljóð. Ég líkti eftir hverri hreyfingu hennar, og á einni klukku- stund hafði ég lært sex bókstafi: M-P-A-S-T-I. Þannig kenndi ungfrú Fuller mér samtals í ellefu stundir. Aldrei mun ég gleyma þeirri unun og furðu, er það vakti mér> þegar ég gat sagt fyrstu setninguna, en hún var þetta: Það er heitt. Ég stamaði að vísu á orðunum og hálfsleit þau í sundur, en þetta var þó mannamál.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.