Æskan - 01.02.1967, Blaðsíða 29
Ekkert heyrnarlaust barn, sem reynt hefur í fullri al-
vöru að tala orð, sem það hefur aldrei heyrt, og með
þvx leitast við að brjótast út úr fangelsi þagnarinnar, því
fangelsi, sem engu hljóði, fuglasöng eða hljómlist hefur
nokkru sinni tekizt að rjúfa, getur gleymt þeim fögnuði
°g þeirri gleði, sem fyllti huga þess, er því tókst að mæla
fyrsta orðið.
Enginn fær skilið þá ánægju, er ég hafði af að tala við
leikföng mín, steina, tré, fugla og mállausar skepnur. Eða
hvað ég var hamingjusöm, þegar Mildriður systir mín
gegndi kalli mínu, og hundarnir mínir framkvæmdu skip-
anir mínar. Mér er það óumræðileg blessun að geta talað
orð, sem engra skýringa þurfa.
Það má enginn skilja þetta svo, að ég hafi lært að tala
a stuttum tíma. Ég lærði aðeins undirstöðuatriði tung-
unnar. Ungfrú Sullivan og ungfrú Fuller skildu mig, en
flestir mundu ekki hafa skilið eitt orð af hverju hundraði.
Ef ég hefði ekki notið dugnaðar, þolinmæði og ást-
uðar ungfrú Sullivan, hefði mér aldrei tekizt að læra mál-
eins vel og raun er á orðin.
hegar ég liafði lært að lesa, skrifa og tala af nokkurri
leikni, hóf ég nám mitt í hinum ýmsu fræðigreinum. Ég
^fði þýzku, frönsku og einnig latínu. Ég las stærðfræði,
s°gu og bókmenntir ýmissa þjóða. Ég lauk svo hinum al-
utenna menntaskóla og var þannig búin undir háskóla,
eins og ég hafði þráð frá því að ég var barn.
Nám mitt í háskólanum snerist um tungumál og bók-
uienntir. Á því voru margar torfærur, sumar næstum óyfir-
stlganlegar, en það opnaði mér samt sem áður leiðina
lun í veröld svo fulla af dásemdum, svo óendanlega ríka
ai mannlegum vilsmunum og göfgi.
Þekking er vald, stendur einhvers staðar. En réttara
yæri að segja: þekking er hamingja, því að staðgóð þekk-
lng kennir okkur að greina sannleika frá lýgi og hið
háfleyga frá hinu hégómlega. Sá, sem hefur kynnzt þeirn
hugsunum og störfum, sem markað hafa lífsferil martn-
auna, hefur fundið hjartslátt mannkynsins um aldaraðir,
°g geti hann ekki í þessum lijartslætti greint leitina að því,
Seru er öllu ofar, þá hefur hann ekki skynjað samspil lífs-
ins.
fJna bækur vil ég í fáum orðum segja þetta: Þær eru
yrst og fremst draumaland og þó einnig land veruleik-
aUs. Þar nýt ág fullra þegnréttinda. Engar hömlur skvn-
ra minna geta svipt mig þeirri ánægju að ræða við bæk-
llr mínar. Þær tala við mig auðveldlega og feimnislaust.
Allt það, sem ég hef lært og mér hefur verið kennt, er
Sem hlægilegur hégómi í samanburði við hinn himneska
k:erleika þeirra.
En ég hef haft unun af mörgu fleiru í lífinu. Ég ann
|lu, sent ég skynja í náttúrunni. Ég hef haft mikla unun
'Stutdi, róðri og siglingu. Ég hef einnig yndi af spilum,
Helen Keller hefur haft unun af mörgu í lífinu.
Hún ann öllu, sem hún skynjar í náttúrunni.
tafli og alls konar handavinnu, og ég hef enn sérstaka
ánægju af að leika við börn. Þótt undarlegt kunni að virð-
ast, nýt ég þess að skoða listasöfn — þreifa listaverkin.
Ég fer oft í leikhús og læt lýsa fyrir mér leikritinu, og
þannig fylgist ég með efninu af lífi og sál. En ef til vill
er mér ekkert jafn djúpur brunnur vizku og þekkingar,
en jafnframt heimur gleði og sorgar, sem mannlífið sjálft.
Þeir, sem lialda að allar skynjanir berist okkur fyrir til-
verknað augna og eyrna, liafa látið í ljós undrun yfir
því, að ég skuli finna nokkurn mun á því, sem fyrir mig
ber — nema þá helzt það, hvort ég geng á steinstétt eða
ekki, hvort ég geng á borgarstrætum eða sveitavegum. Þeir
gleyma því, að allt umhverfið hefur áhrif á líkama minn.
Ys og hávaði orkar á andlitstaugar mínar, og ég firin
endalaust traðk ósýnilegs mannfjölda, og hinn ósamhljóða
Jxys ertir skap mitt.
Oft hef ég komið í þröngar og óhreinar göfur, [tar sem
fátæklingar búa. Mér hefur þá gramizt, að gott fólk skuli
sætta sig við að búa í skrauthýsum við hvers konar munað
og þroskaskilyrði, þegar aðrir eru dæmdir til að hafast
við í sólarlausum hreysum, ofurseldir örbiigð og úrkynj-
un. Börnin, sem hópast saman í þessum fátækrahverfum,
hálfnakin og hungruð, lirökkva frá, ef þú réttir Jjeim
höndina, eins og þau séu hrædd við að verða hsrin. Um-
hugsunin um þessa vesalinga vekur mér sársauka og ásæk-
ir mig í sífellu. Sama máli gegnir um fjölda kvenna og
karla, sem beðið hafa ósigur í lífsbaráttunni. Ég hef
Jxreifað á hörðum og vinnulúnum höndum Jxeirra og
sannfærzt um, hve endalaust strit tilvera þeirra hefur verið,
77