Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1967, Blaðsíða 7

Æskan - 01.02.1967, Blaðsíða 7
‘íhrifum svæfingalyfsins. Þeir sjá uppskurðinn, en verða ekki varir við neinn sársauka. Þetta ástand, sem mér fannst svo einkennilegt,. var að engu leyti frá mér runn- 'ð. Það var hristingurinn, sem gerði allan sársauka og hræðslu að engu. Þannig er þetta sennilega hjá öllum dýrum, sem drepin eru af kjötætum, og sé þessu þannig farið, er það vissulega kærleiksverk hins miskunnsama skapara, til þess að lina þjáningar á dauðastundinni. Þegar ég sneri mér lítið eitt, til þess að losa mig við annan framfót ljónsins, sem hvíldi þungt á höfði mér, Sa ég að augu ljónsins beindust nú að jDjóninum Mebalwe, sem bjóst til Jress að skjóta Jrað úr tíu eða fimmtán skrefa I jíirlægð. En gamla tinnubyssan brást. Skotið hljóp ekki Ur henni. Ljónið réðst þegar á Mebalwe og beit hann í laerið. Þá hljóp nærstaddur svertingi til og stakk ljónið nieð spjóti sínu þar sem Jxið lá ofan á Mebalwe. Þá sneri það enn einu sinni við og ætlaði að ráðast á svertingjann, en datt Jrá dautt til jarðar. Allt þetta gerðist í rnjög skjótri svipan í einhvers konar dauðatryllingi hjá lj óninu. Daginn eftir efndu svertingjarnir til hátíðar og kveiktu á ljónsskrokknum, sem Jjeir kváðu Jjann stærsta, sem þeir hefðu séð. Eftir viðureign mína við ljónið, var herðablaðið möl- hiotið og á vinstri upphandlegg voru ellefu djúp för eftir tennur þess.“ Þannig skrifaði Livingstone í dagbók sína. En þetta var Inónið varpaði Livingstone til jarðar og læsti klóm sínum í öxl hans. Livingstone læknaði marga af íbúum frumskóganna. ekki erfiðasta raun hans. Á næstunni mættu honum enn meiri vandamál, vandamál, sem mjög erfitt var að ráða fram úr. En dag eftir dag og viku eftir viku fékk Living- stone að reyna, að Guð var með þeim.— Eftir að hafa boðað svertingjunum í Mabotsa-dalnum fagnaðarerindið um Jesúm Krist um nokkra hríð, langaði hann að fara með konu sína, Maríu, og börnin sín þrjú, Róbert, Agnesi og Tómas litla yfir stóra og mikla eyðimörk og freista Jjess að komast að hinu stóra stöðuvatni Ngami. Þau lögðu af stað í stórum vögnum, sem dregnir voru af uxum. Mebal- we varð eftir og reyndi eftir megni að vera trúr þjónn og lærisveinn Jesú. En ferðin yfir eyðimörkina reyndist erfiðari en Living- stone hafði gert sér grein fyrir. Hann hafði áður farið yfir Kalaharieyðimörkina að vatninu með enskum vini sínum. En nú hafði farið illa. Nú voru Jreir orðnir villtir, vatns- birgðirnar á Jirotum og svo langt sem augað eygði var ekkert nema eyðimörk og aftur eyðimörk. Hvað yrði nú um þá? Og hvað yrði um blessuð börnin? Næsti kafli heitir: Vatnslaus í eyðimörkinni. ^

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.