Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1967, Side 4

Æskan - 01.02.1967, Side 4
því, hve langt er milli reikistjarnanna í sólkerfi okkar, þá vandast málið. Þá er ekki nóg að segja: Hugsið ykk- ur, að sólin sé glóandi kúla á stærð við kálhöfuð, þá er Merkúr á stærð við sandkorn 15i/2 metra í burtu . . . og svo framvegis. Sólin er nefnilega ekki glóandi kúla á stærð við kálhöf- uð, og það þarf mikið ímyndunarafl til þess að sjá hana þannig fyrir sér. Nei, við verðum að finna einhverja aðra leið. Við skulum ímynda okkur til skýringar, að geimfar leggi af stað frá miðju sólar og stefni beint út frá henni í þráðbeina línu með rúmlega 8000 km hraða á klukkustund. Það er þó nokkuð greitt farið, næstum tíu sinnum hraðar en þrýstiloftsflugvélar í farþegaflugi fara nú. Við skulum líka ímynda okkur, að með einhverj- um töfrabrögðum sé reikistjörnunum haldið í beinni línu, beint í flugbraut okkar, þannig að við færum í gegnum þær á leið okkar, og að lokum skul- um við hugsa okkur, að barn fæðist í geimfarinu um leið og það leggur af stað. Nú, geimfarið fer rúma átta þús- und kílómetra á hverjum klukkutíma, og eftir þrjá og hálfan sólarhring kemur það út úr sólinni. Áfram held- ur skipið, og barnið er orðið níu mán- aða gamalt, þegar komið er að fyrstu reikistjörnunni, Merkúr. Skipið okk- ar fer í gegnum Merkúr á rúmum þrjátíu mínútum. Áfram er haldið, og barnið er orðið nítján mánaða, þegar komið er til Venusar, og ferð- in í gegnum reikistjörnuna tekur ekki nema klukkutíma og tuttugu og og fimm mínútur. Þegar barnið er orðið tveggja ára og tveggja mánaða, kemur skip okk- ar til jarðarinnar og fer í gegnum hana á svipuðum tíma og tók að fara í gegnum Venus, um það bil klukku- tíma og tuttugu og sjö mínútum. Þá förum við loks að grilla í Mars. En barnið verður samt orðið þriggja ára og tveggja mánaða gamalt, er við komum að fjórðu reikistjörnunni, og ferðin í gegnum hana tekur ekki nema fjörutíu og fimm mínútur. Nú tekur við langur og tilbreyting- arlaus kafli ferðarinnar. Aðeins stöku sinnum rekumst við á loftsteina af ýmsum stærðum, og þegar við kom- um að næstu reikistjörnu, risanum Júpíter, er farþeginn okkar orðinn ellefu ára hnokki. Ferðin gegnum Júpíter tekur lengri tíma en í gegn- um innri reikistjörnurnar, eða níu og hálfa klukkustund, og þá liggur leið- in áfram út til Satúrnusar. Þegar þangað er komið, er drengurinn orð- inn tvítugur maður, en á sex klukku- stundum skjótumst við í gegnum Satúrnus og þjótum áfram út í auðn sólkerfisins. Þegar við fórum frá Satúrnusi, var „barnið“ okkar ungur piltur með allt lífið framundan. En er við nálgumst Úranus, er hann bú- inn að ná fullum þroska, orðinn fjörutíu og eins árs. Hann hefur ef til vill fagnað þeirri tilbreytingu að sjá Úranus, en það er skammgóður vermir, því að við erum aðeins þrjár stundir í gegnum hann. Og ef farþeginn okkar verður lang- lífur, lifir hann það að ná Plútó og fara í gegnum hann sennilega á einni klukkustund, en þá er hann orðinn áttatíu og fjögurra ára. Þó að þessi mælikvarði á stærð sól- kerfisins sé ófullkominn, má þó eitt verða ljóst: Af ferðalagi, sem tók heila mannsævi, var aðeins þremur og hálf- um sólarhring eytt í sólinni, og sam- tals tók aðeins tuttugu og fimm klukkustundir að fara í gegnum all- ar reikstjörnurnar. Að öðru leyti var svifið í tómu geimrúminu í áttatíu og fjögur ár. Ef við gæturn því staðið utan við sólkerfið og virt það fyrir okkar, sæjum við sólina sem hvítgló- andi eldhnött umluktan endalausu tómi. Ef við leituðum nógu lengi og rækilega, sæjum við loksins fáeinar agnir, sem sveimuðu umhverfis sól- ina án sýnilegrar reglu, og þar eru komnar reikistjörnurnar. Sólin er ekkert annað en óhemju- mikil samþjöppun á feikilega heitum lofttegundum. í henni er ekkert fast efni í þeim skilningi, sem við leggjum í það orð, svo að erfitt er að segja nákvæmlega, hversu stór hún er. Við getum þó sagt, að þvermál hennar sé um 1.392.000 kílómetrar, og þá erum við nærri sannleikanum. Við vitum líka, að hiti og Ijós geislar frá yfir- borði sólar, en þar er hitinn um það bil 6.000 gráður Celsius, sem er nógu heitt til þess að breyta í lofttegundir hverju föstu efni, sem er svo óheppið að koma of nærri. En yfirborðshitinn kemst samt ekki í neinn samjöfnuð við hitann inni í miðju sólarinnar. Þar er talið, að hann verði í kringum 15 milljón gráður Celsius. Svo mik- ill hiti virðist nánast óhugsandi, en þó hefur maðurinn framleitt enn meiri hita hér á jörðinni. Á því and- artaki sem úraníumsprengja springur, nálgast hitinn í henni miðri 85 mill- jón gráður C. Til allrar hamingju er það yfirborðshiti sólar, sem ræður hitastiginu hér á jörðu, annars mund- um við öll stikna, en það er „ofninn“ í iðrum sólarinnar, sem sér yfirborði hennar fyrir nægum hita. Segja má, að hreyfingar sólarinnar séu tvenns konar: í fyrsta lagi snýst hún um sjálfa sig og fer einn hring á hverjum 26 dögum. Stjörnufræðing- um virðist þykja þetta hægur snún- ingur af stjörnu að vera, en þó þýðir hann það, að hver staður á yfirborði sólar fer með meira en 6.800 km hraða á klukkustund. En til viðbótar þess- um snúningi fer sólin stóran hring 52

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.