Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1967, Blaðsíða 50

Æskan - 01.02.1967, Blaðsíða 50
SPURNINGAR OG SVÖR Kæra Æska. Mér finnst svo skemmtilegur myndaflokkur- inn „Steinaldarmennirnir", sem íslenzka sjónvarpið er með á miðvikudagskvöldum, og þess vegna langar inig til að fá ein- hverjar upplýsingar um þá listamennina William Hanna og Joe Barbera, sem hafa teikn- að þetta skemmtilega fólk. Ingi. Svar: Myndaflokkurinn um Steinaldarmennina nýtur mik- illa vinsælda víða um heim. bað eru tveir listamenn, þeir William Hanna og Joe Barbera, sem eru framleiðendurnir, og er teiknistofa þeirra orðin stór- fyrirtæki, sem hefur á að skipa um 1000 manna starfsliði. William Hanna er Jióndason- ur frá Nýju Mexíkó, og ungur að árum vann hann sem verka- maður að byggingarvinnu. Hann þreyttist þó fljótt á því starfi og hélt til livikmynda- horgarinnar Hollywood, þar sem tækifærin biðu þeirra, sem kunnu að notfæra sér þau. Hann fékk vinnu lijá hinu fræga kvikmyndafélagi Metro Goldwyn Mayer, og þar rakst hann á Joe Barbera. Joe Barbera er uppalinn í New York. Að loknum unglinga- skóla tók hann til að starfa i banka, en á næturnar Vann bann við að teikna fyrir blöð. Síðan vann hann um tíma við auglýsingateikningar, en hætti ])ví brátt og hélt þá til Holly- wood. Á síðasta ári voru liðin 30 ái', síðan þeir William og Joe hittust fyrst í Hollywood. Kynni þeirra höfðu ekki stað- ið lengi, er þeir ákváðu nð hefja samvinnu um teikni- myndir og sú samvinna bar fljótt góðan árangur. Fyrstu teiknimyndir þeirra voru um köttinn Tom og rottuna Jerry, og urðu þessar myndir strax mjög vinsælar sem aukamynd- ir í kvikmyndaliúsum. Svo kom sjónvarpið til sög- unnar. Grundvöllurinn að teiknimyndaframleiðslu Holly- woodkvikmyndafélaganna rýrn- aði mjög, og þau urðu að ein- beita sér að gerð stórmynda í litum, og þá var ekki lengur Kæra Æska. Iíg er 10 ára að aldri og fæ ekki að vera á fót- um lieima hjá mér nema til klukkan ellefu á kvöldin. Pabbi og mamma segja, að ég þurfi um 9 klukkutíma svefn á sólar- hring, og þess vegna verð ég að fara í rúmið svona snemma, því ég á að koma í skólann klukkan 8 á morgnana. Er þetta rétt hjá þeim? Ég held því fram, að 10 ára stúlka þurfi ekki nema 8klukkustunda svefn á sólarliring. — Rúna. þörf fyrir framleiðslu þeirra félaganna þar í borg. Þeir stofnuðu sitt eigið fyr- irtæki árið 1956, og stefndu að teiknimyndum fyrir sjónvarp- Fyrstu myndir þeirra mistók- ust alveg, en i júli 1961 kom fyrsta myndin frá þeim um Steinaldarmennina, og náði þessi myndaflokkur slrax mikl- um vinsældum. Svar: Þú segist vera 10 ára. Þá þarft ])ú að sofa allt að 9 stundum á sólarhring, eins og foreldrar þinir segja. Það er auðreiknað dæmi, að barn, sem er vakið klukkan 7.30 að morgni til að fara i skólann, þarf að sofna ekki síðar cn klukkan 10.30 að livöldi, eigi það að fá 9 stunda svefn. Margir spyrja livað svefn sé, en þeirri spurningu hefur elíki verið svarað, svo að fullnægj" andi sé. Hitt vita allir, að svefn- inn er lífsnauðsyn mönnum og skcpnum. Það er einnig vitað, að svefnþörfin er mismunandi eftir aldri og einnig eftir ein- staklingum. Nýfætt barn sefui’ mestan hluta sólarhringsins, eii l>egar á öðru ári er svefnþörf- in orðin miklu minni og fd' minnkandi með vaxandi aldn og þroska. Á fullorðinsárunun) er ]>örfin til að sofa mjög mis" jöfn. Að líkindum er svefn- þörfin liáð ýmsum ytri að- stæðum, svo sem heilsufari, líkamlegu og andlegu, vinnu, útiveru og innivist, áhugamál- um o. fl. Annars virðist það mjög misjafnt, live mikið menn þurfa að sofa, ]>ótt allar yt1'* ástæður séu likar, og Jiendii’ ]>að til þess, að svefnþörfin sí einstaklingsbundin — það se eitthvað í eðli inanna, sem þ.áf lætur á sér bæra. Hvað þarf éé að sofa mar^a fíma? 88

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.