Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1967, Blaðsíða 9

Æskan - 01.02.1967, Blaðsíða 9
DYRIN I hæstu fjöllum Evrópu er dýralíf í allt að 4000 metra hæð. Meðfylgjandi mynd sýnir í hvaða hæð tegundirn- ar lifa. Neðst í 500 metra hæð lifa til dæmis akurhænur, hérar og hamstrar. í 1000 metrahæð koma svo hreindýr, hjartardýr, refir og greifingjar. Þar fyrir ofan í 2000 metra hæð halda sig fjallageiturnar, kanínutegund ein, og ýmsir fuglar, og allt upp í 3000 metra hæð má finna fjalla- músina og ýmsar tegundir fugla, þar á meðal rjúpuna, og þar fyrir ofan eru aðeins fuglarnir. í öðrum heimshlutum til dæmis í Himalajafjöllum í Asíu hefur verið uppgötvuð dýrategund, sem lifir ágætlega í allt að 8000 metra liæð. Þetta dýr ef dýr skal kallast er sveppategund ein og virð- ist kunna vel við sig þarna á þaki heimsins. tinn af þessum fögru vordögum, þegar blómin glóa í Slitskrúða sínum og skógurinn er íklæddur ljósgrænum ^úningi, þyrptist hópur ungra manna að áliðnum degi liér og hvar út úr runnunum fram á eina grundina og hóf glímuleiki og ýmsar aflraunir. Sumir þeirra stungu ttiður greinum og lögðu stöng á um þvert, stukku síðan yhr, mannhæð upp í loftið. Þannig skemmtu þeir sér 'tteð ýmsu móti um hríð, en allt í einu var gefið merki, þá runnu fjórir eða fimm ungir menn yfir grundina, fráir sem hirtir. Þreyttu þeir kapphlaup að álmtré einu, er stóð eitt sér mitt á grundinni. Glaður var sigurvegarinn, l)egar hann hlaupmóður meðtók sigurlaunin, sem ýmist v°ru skarlatsrauð húfa eða fagurt belti, og hreykinn var juinn að hugsa til þess, að höfðingi sá, er hann hafði svar- trú og hollustu, horfði á, og brosti til merkis um, að *1aun samgleddist honum með hamingju hans og hetju- skap. £n nú kom leikur einn, er meira kvað að. Einn af skóg- 'Uinönnum reisti upp skotspón, sem allavega litir liringir v°ru dregnir á, einn innan í öðrum. Hvítur depill var sett- 111 i miðju, og átti hann að vera merkið til að miða á. er um bil tuttugu bogmenn skipuðu sér í fimm hundr- ll® feta fjarlægð frá skotspæninum, bentu bogana hver á ^tur öðrum, sem þeir höfðu afl til, og skutu. Margar |Jrvar þutu fram hjá skotspæninum og aðeins fáar fast við dUn, þá gekk fram einn skrúðbúinn skotmaður til að *cyua list sína. Hann gekk hægt að skotmannastöðunni, ‘ göt vandlega ör á streng, hóf síðan bogann upp að vanga Svr °g skaut. Örin flaug hvínandi inn í skotspóninn að- eills hálfan þumlung frá miðju. »Vel skotið, Villijálmur skarlat!“ kallaði einn af skóg- armönnunum, sem stóð spottakorn frá hinum, og athug- aði, hvernig hverjum tækist, „þú verður brátt hinn bezti bogmaður, sem fæti hefur stigið í þennan græna skóg“. „Ég gjöri sem ég get,“ svaraði Vilhjálmur Hróa hetti, sem valið hafði þetta fagra kvöld til að vera að leikum með mönnum sínum, „en þarna kemur annar, sem ég er hræddur um að skáki mér“. Þá gekk fram skógarmaður einn hvatlegur í bragði, en nefndist Múki malarson með- al lagsbræðra sinna, og dró boga sinn. Örin fló sem leift- ur gegnum loftið, og hitti skotspóninn beint í miðju. Þá kvað við glymjandi fagnaðaróp og Hrói höttur sjálfur æpti hærra en allir hinir. Þá sló öllu í þögn, því að nú var komið að hinum sein- asta bogmanni, og það var Litli-Jón. Allir félagar hans biðu þess með öndina í hálsinum, hvernig skotinu reiddi af, því allir þekktu þeir skotfimi hans. Hann valdi sér ör, nam staðar, keikur sem eik, og dró bogastrenginn með heljarafli sínu, og allt í einu slakaði hann á. Nokkur augnablik gat enginn séð, hvað varð af örinni, það var varla auðið að eygja hana, er hún hvein í gegnum loftið, en á skotspæninum var hana hvergi að sjá. Litli Jón glotti, er hann sá, hve lagsbræður hans furðaði á þessu, skundaði að spæninum og dró ör sína út úr ör Múka, því hana hafði hún komið í og klofið að endilöngu. Næsti kafli: Frá leikum skógarmanna

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.