Æskan - 01.03.1967, Qupperneq 13
CHARLES DICKENS
DAVÍÐ COPPERFIELD
ÞRÍTUGASTI OG ÞRIÐJI KAFLI
Marta finnur Millu.
Margir mánuðir voru liðnir, án þess að Marta léti til
Sln heyra. Ég var farinn að halda, að Milla liefði stytt
Scr aldur, og ég sárkenndi í brjósti um Peggotty, sem enn
h'íði í þeirri tr.ú, að hann mundi finna frænku sína.
Én kvöld eitt, er ég var á gangi í garði mínum, kom
^larta að sækja mig.
..Getið þér komið með mér tafarlaust?“ spurði hún
„Ég fór heim til Peggottys, en hann var þá ekki
Éeima. .. . Ég skildi eftir miða á borðinu hjá honurn og
shrifaði á hann heimilisfangið, svo hann kemur sjálfsagt
lnnan skamms. Komið þér nú, ef þér getið.“
Ég fór tafarlaust með henni, og er við höfðum gengið
spólkorn, leigðum við okkur léttivagn og ókurn inn í
b°rgina.
..liruð þér búin að finna Millu?" spurði ég, þegar við
v°rum setzt upp í vagninn. Marta játti því, en þar sem
hún vildi ekki segja meira, innti ég hana ekki frekar
eftir þessu.
Þegar við komum inn í Golden Square, gaf Marta öku-
r,lanninum merki um að nema staðar, og síðan gekk
f,ún á undan mér eftir nokkrum götum að stóru húsi, þar
Senr aðeins voru eins og tveggja herbergja íbúðir. Við
Sengum upp þrönga stiga alla leið upp á 4. hæð, en áður
e,t við vorum komin þangað, sáum við, hvar stúlka opn-
,lðl dyr þarna og hvarf inn í herbergi.
»Hvað er nú á seyði?“ sagði Marta hrædd. „Stúlkan
fór fnn í herbergið rnitt, og ég þekkti hana ekki!"
^g hafði undir eins séð, að þetta var ungfrú Dartle og
hvíslaði að Mörtu, að þetta væri stúlka, sem ætti heima
hjá Steerforth.
hlarta benti mér að koma með sér og fylgdi mér um
;ikdyr inn í lítið kvistherbergi, sem á voru dyr inn í ann-
að herbergi. Dyrnar voru í hálfa gátt, svo að við heyrð-
um allt, sem fram fór inni í innra herberginu, án þess
að vfð sæjum, hverjir voru þar.
„Mér er rétt sama, livort hún er heima eða ekki,“ heyrð-
um við ungfrú Dartle segja. „Ég er hingað komin til þess
e*ns að hitta yður.“
»Að hitta mig,“ var anzað viðkvæmri röddu; það var
rödd Millu.
„Já, ég vil sjá þessa freku flennu, sem hefur narrað
Steerforth að heiman, frá móður sinni og öllum öðrum.
Ég vil gjarna sjá, hvernig sú stelpudrusla lítur út!“
„í guðanna bænurn verið þér miskunnsöml" svaraði
Milla. „Ég heyri, að þér vitið allt, sem á daga mína hef-
ur drifið, og þér hljótið að vita, hve bágt ég hef átt.“
„Bágt! . . . Haldið þér kannski ekki, að aðrir en þér
hali átt bágt, óhræsið yðar! . . . Ég hata og fyrirlít yður!
. . . Snautið þér burt héðan og felið yður í einhverju
skúmaskoti! ... El' þér verðið hér kyrr, skal ég ofsækja
yður hvíldarlaust og segja öllum frá skömm yðar og sví-
virðingu!“
Ég heyrði, að Milla hné niður á gólfið, heyrði að hún
grátbað um vægð og miskunn, og ég var í þann veginn
að þjóta inn í herbergið, þegar dyrnar opnuðust skyndi-
lega upp á gátt og ég sá, hvar ungfrú Dartle laumaðist
út, en Peggotty hljóp til Millu og tók hana í faðrn sér.
„Frændi minn! Frændi minn!“ kallaði Milla og hjúfr-
aði sig að brjósti Peggottys.
Við Marta gengum nú inn í herbergið, og góða stund
stóðum við grafkyrr og horíðum á hina hamingjusömu
ástvini.
„Davíð," tók Peggotty til máls, „ég er Drottni þakklát-
ur fyrir, að hann hefur fært mér barnið mitt aftur, og
ég þakka ykkur Mörtu al' heilurn hug fyrir, að þið hafið
hjálpað mér að leita að litlu stúlkunni."
Að svo mæltu bar hann Millu niður stigann, náði í
vagn og ók henni þangað, sem hann bjó.
Tveim dögum seinna kom Peggotty til mín og skýrði
mér frá, að hann hefði keypt farmiða til Ástralíu handa
sér, Millu, Mörtu og trú Gummidge, sem endilega vildi
fara með þeim. Hann sagði, að skipið færi eftir 6 vikur,
og þangað til kvað hann þau Millu rnundu halda kyrru
fyrir heima hjá sér.
ÞRÍTUGASTl OG FJÓRÐI KAFLI
Flett ofan af Uriah Heep.
Kvöldið áður en við höfðum lol'að að hitta Micawber,
komum við Traddles, frænka mín og Dick til Canter-
bury og gistum í veitingahúsinu þar.
Morguninn eftir vorum við full eftirvæntingar, er við
113