Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1967, Síða 14

Æskan - 01.03.1967, Síða 14
settumst að morgunverði, því að við bjuggumst við Micaw- ber á hverri stundu. Meðan við vorum að borða, kom hann og heilsaði okkur með mestu virktum. „Eruð þér búinn að borða nrorgunverð?“ spurði Dick og dró hann að borðinu. „Fáið yður nú bita með okkur.“ „Nei, þakka yður fyrir, herra Dickson,“ anzaði Micaw- ber. „Ég vil einskis neyta, fyrr en þessi mikilsverða af- hjúpun er um garð gengin. . . . Nú er allt í bezta lagi. . . . Ég hef ráðgazt við herra Traddles um þetta allt saman." Við iitum liissa á Traddles, og hann mælti rólega: „Jú, þetta er öldungis rétt. . . . Við herra Micawber höíum setið á rökstólum undaníarna daga, og ég sé ekki betur en að allt sé í bezta lagi.“ „Gott og vel, þá íer ég,“ mælti Micawber, „og eftir tíu mínútur fæ ég vonandi að sjá ykkur.“ Tíu mínútum seinna stóðum við öll inni í litlu skrif- stofunni hans Micawbers. „Góðan daginn, lierra Micawber," tók ég til máls, „eru Wickíield-feðginin heima?“ „Herra Wickfield liggur veikur, en ungfrúin er heima,“ anzaði Micawber. „Nú skal ég vísa yður upp til hennar." Að svo mæltu gekk Micawber á undan okkur með reglustikuna sína í hendinni, og þegar hann kom að dyrunum á skrifstofu Uriah, hratt hann hurðinni upp og mælti: „Hér eru þau komin, ungfrú Trotwood, herra Copper- field, herra Traddles og herra Dickson!" Uriah hafði setið á stól, en stökk nú á fætur sem þrumu- lostinn, er hann heyrði, live margir gestir voru komnir. Sem snöggvast hnyklaði hann brýnnar, en andartaki síð- ar var hann farinn að fetta sig og skæla eins smjaðurslega og honum var lagið. „Ó, það gleður mig að sjá ykkur! . . . Slíkt er óverð- skuldaður heiður! . . . Því miður er herra Wickfield veik- ur, en ungfrú Agnes kemur undir eins! . . . Gerið svo vel og sækið liana, Micawber." Andartaki síðar komu þau Micawbei' og Agnes. Hún var dálítið undrandi á svipinn og jafnframt fjarska þreytu- leg, virtist mér, en hún heilsaði okkur mjög glaðlega og innilega. „Jæja, þá megið þér fara, Micawber," mælti Uriah. Micawber stóð graíkyrr frammi við dyrnar á skrifstof- unni og hélt á reglustikunni í hendinni. „Heyrðuð þér ekki, hvað ég sagði, Micawber?" sagði Uriah alvörugeíinn. „Jú,“ anzaði Micawber hátíðlega. „Nú, og hver vegna farið þér þá ekki?“ hélt Uriah áfram. „Af því mig langar að vera hér dálítið lengur,“ anzaði Micawber ertnislega. Uriah fölnaði af bræði, en gerði sér eigi að síður upp bros. „Þér farið að verða mér nokkuð örðugur, Micawber. . . . Ég neyðist víst til að láta yður fara! . . . Svona farið þér tafarlaust út! ... Ég tala seinna við yður.“ „Nei, nú er jrað ég, sem ætla að tala við yður!“ hrópaði Micawber, „jrví ef nokkurt þrælmenni er til í heiminum, . . . þá er jrað Uriah Heep!“ Uriah hörfaði altur á bak, eins og höggormur hefði bitið hann. „Nú, einmitt jrað, svo þetta er Jrá heilt samsæri, og Jrér eruð höfuðpaurinn í öllu sarnan, Copperfield! .. . Þér halið alltaf verið sjálfbyrgingslegt flón. En farið nú var- lega. . .. Þér skuluð verða að svara sektum fyrir atliæfi yðar!“ „Þarna sjáið ])ið, að pilturinn hefur skyndilega breytzt allmikið í viðmóti," mælti ég. „Svona, flettið þér nú ofan af honum, Micawber minn.“ „Þetta er anzi laglegt eða hitt }dó heldur! ... Þér eruð í leynimakki við þjón minn og ráðizt svo að mér á mínu eigin heimili. . . . En varið Jrið ykkur öll samanl . . . Ykk- ur mun iðra jæssa svívirðilega athæfis! ... Hvar er hún mamma?“ „Hún er hérna," svaraði Traddles. „Ég sótti hana upp á loft og fékk um leið urnboð hjá Wickfield til að ann- ast Jretta mál af lians hálfu." „Wickfield, bannsett drykkjusvínið að tarna. . . . Þér liafið tælt hann með eintómum svikurn og undirferli til að láta yður Jrað i té.“ „Já, Jrað er búið að hafa talsvert af Wickfield með sviksamlegu athæfi,“ anzaði Traddles rólega, „en Jrví ætl- ar hann Micawber að skýra okkur frá.“ Framhald- Vasahnífurinn í óstandi? Ef þú hefur notað sjálfskeið- unginn þinn lengi og iagt hann oft á hverfisteininn, er ekki ósennilegt að hann sd farinn að „gapa“ og lokist illa. Odd- urinn á biaðinu stendur upp úr slíðrunum og getur nieitt þig og skorið göt á vasana (sjá A). Iin það er vandalítið að gera við þessu. Þú sverfur bara hak- ið á blaðinu, sem sýnt er með örinni, svo að blaðið verði eins og sýnt er á C. Eftir það lokast hnifurinn alveg og þér cr óliætt að hafa hann í vasanum. 114

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.