Æskan - 01.03.1967, Blaðsíða 16
Kodiak skógarbirnir eru stærstu landbirnir í heimi. I>eir fela sig í skógunum mestan
hluta dagsins, en á sumrin sjást þeir síðari hluta dags og snemma á morgnana með-
fram iækjum, þar sem þeir veiða Iax af mikilli list.
ur í djúpið með því að spenna út fæt-
urna um leið og hann rann og snúa
sér við í fallinu. Hann kom niður
með fæturna sinn hvorum megin við
tréð og þar sat hann — eins og stoltur
riddari á hestbaki.
Indíánarnir voru nú komnir að
brúnni og öskrin, sem þeir ráku upp
við að sjá andstæðing sinn í svo grát-
broslegri stöðu, komu bangsa til að
stoppa og hugsa sig um. Það voru of
margir andstæðingar hinum megin,
til að villidýrinu gæti geðjast að því.
Það ákvað því að biða og settist við
rætur trjástofnsins, þar sem það áleit
víst að það gæti tekið á móti Bill,
ef hann skyldi voga sér að stíga aftur
fæti sínum í bæli þess.
„Ég verð líklega að kveðja fyrir
fullt og allt í þetta sinn,“ sagði Bill
við sjálfan sig. „Eiginlega get ég al-
veg eins gert út um þetta strax og
drekkt mér í flúðunum hér fyrir neð-
ans, eins og að bíða eftir því að þeir
rauðu taki líf mitt. Hana nú! Þeir
ætla þó ekki að höggva mig niður?"
Einn Indíáninn var að höggva með
mesta ákafa í hinn endann á trjá-
stofninum. Beitt öxin hjó stærðar
stykki úr trénu við hvert högg.
Eftir nokkrar mínútur yrði stofn-
inn orðinn svo veikur, að hann hlyti
að falla undan þunga Bills.
En skyndilega gekk einn Indíáninn
út úr hópnum, klæði hans bentu til,
að hann væri foringi þeirra. Hann
gaf manninum með stríðsöxina
skyndilega einhver fyrirmæli, sem
stöðvuðu hönd þessa stríðsmanns og
komu í veg fyrir að aðrir hleyptu af
bogum, sem þeir höfðu spennt og
beint að Bill.
„Bræður mínir hafa gleymt,“ sagði
foringinn á indíánamáli. „Það á ekki
að svifta Pa-ehas-ka (nafn Indíán-
anna á Buffalo Bill, sem þýðir sítt
hár) lífinu, þegar við höfum hann í
hendi okkar.
Píningarhællinn stendur lieima og
bíður eftir honum, ungu mennirnir
okkar skulu fá að gleðjast yfir auð-
mýkt hans. Verið nú kyrrir meðan ég,
svarti úlfur, tala við Pa-ehas-ka.“
Framhald.
Hérna sjáið þið teikningu at svifflugu,
sem mjög auðvelt er að búa til. Limið
teikninguna af búknum, vængjunum og
ferhyrnda stykkinu á þunnalí en stífan
pappa.
Pressið það svo undir þungu fargi meðan
það er að þorna og klippið út öll 4 stykk-
in, þegar limingin er orðin þurr. Skerið
svo rifurnar AA, BB og CC á mynd 4 gæti-
lega, takkarnir A, B og C falla vel i rifurn-
ar siðar meir. Itlippið rifurnar D-DD og
E-EE og svarta depilinn F klippið þið alveg
burt.
Þá er næst að setja sviffluguna saman.
Gerið brot í búkinn eftir punktalínunni i
miðjunni. Síðan gerið þið brot eftirpunkta-
línunni til hliðanna þannig að Ii viti inn
(K er notað til að halda vængjunum í rétt-
um stellingum).
Setjið A í rifuna AA, B í BB og C i CC.
Stingið hæðarstýrinu (5) gegnum rifurnar
E-EE og vængjunum (2) gegnum D-DD.
Vefjið ferliyrnda stykkinu (3) saman í
rúllu og stingið henni inn í nefið á flug-
unni, svo að hún þyngist að framan.
F,g4
A A
88
CC
-1
f'9 2
a
Fig.l
Ef þið viljið vanda vel til, þá má klippa
vængina úr loki úr alúmíni.
Loks er að fá sér teygjuband og festa
annan endann á þvi í hakið neðan á flug-
unni (F) og hleypa af, alveg eins og þegar
maður skýtur baun af teygjubandi.
Sviffluga.