Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.03.1967, Qupperneq 18

Æskan - 01.03.1967, Qupperneq 18
HILDUR INGA: Sumarœvintýri D ANNA „Leiðist þér hér á Hoíi, langar þig suður aftur, Danni?" „Nei, alls ekki.“ ' „Líkar þér ekki vel við Geirmund?" „Jú, sannarlega." „Geirmundur er góður maður, Danni, hann vill vera þér faðir, góður faðir, og okkur líður áreiðanlega hvergi betur en hér á Hofi. Heldur þú ekki, vinur minn, að okk- ur báðum muni finnast erfitt að fara héðan í haust, frá Elsu litlu. Hvernig heldur þú að henni líði, þegar við er- um farin og einhver önnur kona fer að hugsa um hana, e. t. v. ekki sem blíðust og bezt við hana?“ Danni þagði, hann hugsaði um, hve góð og skemmtileg Elsa litla var, og upp í huga hans skaut mynd af henni, þar sem hún sat í lautinni uppi í skriðunni og sagði hon- um frá leiksysturinni, sem hún átti í draumum sínum og flúði til, þegar einstæðingskenndin og leiðinn sóttu að henni. Endurminning um mjúka, hlýja handleggi, sem vöfðust um háls hans, og biðjandi, klökka rödd — „Þú ætlar ekki að fara frá mér, Danni, er það?“ — vann sigur á efanum í huga drengsins — hann brosti ofurlítið, horfði rólega beint í augu móður sinnar og sagði festulega: „Já, mamma, við skulum vera kyrr á Hofi, ég veit, að Geirmundur er góður og ég skal vera honum hlýðinn." Sólrún lyfti upp sænginni og lagðist út af og vafði örtn- um um drenginn sinn. „Ég vissi það, vinur minn, að þú rnyndir taka þessu vel, þú ert svo góður og skynsamur drengur." Danni hjúfraði sig að brjósti mömmu sinnar og innan stundar var hann steinsofnaður. Sólrún renndi sér hljóðlega niður úr rúminu, breiddi ofan á hann og kyssti hann á ennið. „Guði sé lof fyrir, að hann tók jiessu svona vel,“ sagði hún lágt, — hún afklæddist lagðist út af og sofnaði vært. Nóttin — kyrrlát, ilmþrungin síðsumarnótt vafin blárri gagnsærri rökkurmóðu og töfrum, sem aðeins finnast við barm íslenzkra fjalla — kom gefandi hinum þreyttu gjafir sínar, hvíld og frið. Reimleikar. Haust, fölleitt og andkalt var komið. Göngur og réttir voru um garð gengnar, en nú hafði engin gleði eða el'tir- vænting verið í hugum fólksins í Djúpadal og nágrenni, vitundin um að frjálsar, lagðprúðar kindurnar yrðu allar reknar til slátrunar lagðist eins og dimmur skuggi yfir fólkið — enginn gleðskapur eða söngur heyrðist við Hofs- rétt þennan réttardag. Bændurnir drógu fé sitt þöglir og Jtreytulegir. Þeir liöfðu allir tekið fréttinni um niður- skurðinn með stillingu og skilningi nema Grímur í Koti. Eins og búast mátti við, reis hann öndverður á móti þessu; bannsöng yfirvöldin, sérstaklega Halldór hreppstjóra á Strönd, einnig vandaði hann ekki Jóhanni á Hamri og Geirmundi á Hofi kveðjurnar. Það var svo að heyra, að hann teldi, að Joeir þrír bæru persónulega ábyrgð á Jjví, að fjárpestin barst í héraðið. En hann varð að beygja sig eins og aðrir undir úrskurð yfirvaldanna. Svipjrungur og viðskotaillur íylgdi hann fé sínu til slátrunar, og }:>egar allt var um garð gengið, var hann enn úfnari og verri viðfangs við nágranna sína en áður. Þó fannst sumurn eins og stundum brigði fyrir illkvittnislegri kátínu eins og hann lumaði á einhverju leyniráði til hefnda fyrir að hafa verið látinn hlýða. Eftirleitum var lokið og liðið að veturnóttum; tíðin var mild og enn hafði ekki fallið snjór á jörð utan á tinda hæstu fjalla. Um Jrá hafði sendiboði vetrarins strokið 118

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.