Æskan

Volume

Æskan - 01.03.1967, Page 22

Æskan - 01.03.1967, Page 22
INGIBJORG ÞORBERGS: „Gítarinn minn“. I>að er eklti ætlunin, að þetta verði kennsluþáttur, heldur ör- lítil hjálp, en þó fyrst og fremst eins konar áminning: Maður getur svo ótal margt, aðeins ef maður reynir. Margir liafa sagt við mig: „Ég á ágætan gítar, sem ég hef nú alltaf ætiað mér að læra eitlhvað að spiia á, en einhvern veginn aldrei komið þvi i fram- kvæmd, og alltaf stendur git- arinn minn úti i horni.“ Þetta er ljótt að heyra. Sá, sem á gítar, á góðan vin. Þessi vinur okkar getur fengið tím- ann til að fljúga áfram og gef- ið okkur margar ánægjustund- ir. Ætli maður sér að verða atvinnugítarleikari, er rétt að snúa sér lii kennara eða skóla og fá góðar nótnabækur. Þeir, sem eiga ekki hægt með það, geta huggað sig við, að það þarf ekki að verða snillingur til að hafa gaman af að grípa í gitarinn sinn og raula með. —- Séum við döpur er hann dapur, og séum við glöð cr hann glaður. Með því að fikra okkur á- fram og æfa okkur vel, getum við verið viss um góðan ár- angur •— og gott skap! Nokkur auðveld grip gera okkur fært að spila vel þolan- iega iiijóina við ótal mörg lög. Svo getum við sungið þau við eigin undirieik, ein eða með vinum oklear, heima í rökkrinu á vetrarkvöldum eða í skemmti- ferðum á sumrin. -— Alltaf er gítarinn sami góði félaginn. Nú skulum við strax byrja að sýna honum sóma. Þegar við erum ekki að spila, þurfum við helzt að hengja hann upp á vegg. Það fer betur um hann þannig. — Hann fellur síður (þ. e. verður síður falskur). Þá er komið að ]>ví atriði, sem við snúum okkur að i þetta sinn, en það er líka frum- atriðið: Hvernig á að stilla gítarinn? Auðveldast er að fá litla flautu, sem fæst i flestum hljóðfæraverzlunum. Hún er sérstaklega gerð til að stilla eftir. Við skrúfum mjög varlega, þangað til við heyrum sömu tóna og flautan gefur. Gætum þess vel að strckkja ekki of mikið á strengjunum, ])á er hætta á, að þeir slitni. Ef við höfum pianó, getum við stillt eftir þvi, en af því að gítarinn hljómar áttund neðar en skrifað er, verðum við að færa allt niður og hyrja á dýpsta strengnum (E, nr. 6), sem hljómar: E 1 E 2 Nú skulum við athuga still- inguna og reyna að átta olckur á þessum teikningum. Reynum að fá djúpa E-strenginn rétt- an, eða ]>ví sem næst. Passa að strengja hann ekki of mik- ið. Stillum svo ])annig: Styðjum fast á 5. hand á djúpa E-streng (6. streng). Stillum svo (skrúfum varlega) A-strenginn (5. streng), þang- að til hann hljómar eins og nótan, sein við styðjum á. Færum okkur svo á 5. hand I ngibjörg Þorbergs. í næstu blöðum mun Ingi- björg Þorbergs sjá um þennan þátt, og býður blaðið hana vel- komna til starfa. Ingibjörg Þorbergs er landsþekkt fyrir hljómplötur sínar, þar á meðal frumsamin lög, til dæmis „Hin fyrstu jól,“ sem allir þekkja. Meðal laga, sem Ingibjörg hef- ur samið fyrir börn, má nefna Stjánavísur, Vornótt, Ólavísur, Aravísur, og á síðasta ári samdi hún öll Iögin, sem flutt voru í barnaleikriti Þjóðleikhússins, „Ferðin til Limbó“. Ingibjörg Þorbergs er fædd í Reykjavík. Hún stundaði nám í Tónlistar- skóla Rcykjavíkur. Tók söng- kennarapróf frá Kennaraskóla íslands, var við nám í Róma- borg, og hefur starfað við Tón- listardeild Ríkisútvarpsins fra árinu 1949. Hún hefur oft haft sérstaka þætti í útvarpinu, sem hafa orðið mjög vinsælir, með- al annars stjórnar hún í vetur ásamt Guðrúnu Guðmundsdótt- ur þættinum „Fyrir yngstu hlustendurna“. á A-strengnum (5. streng) og skrúfum D-streng (4. streng) ]>angað til hann hljómar eins og nótan, sem við styðjum n- Sama aðfei'ð er við D-streng- inn (4. streng), þangað til við fáum 3. streng réttan. Nú erum við komin að ]>vl að stilla H-strenginn (2- streng). Þá færum við fingur- inn niður á 4. band á G-streng 122

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.