Æskan - 01.03.1967, Síða 36
SPURNINCAR OC SVÖR
Þátturinn með Rannveigu og krumma er mjög vinsælt efni í
barnatíma sjónvarpsins.
Kæra Æska. Viltu koma þakk-
læti til hans Hinriks Bjarna-
sonar fyrir hans skemmtilega
þátt i sjónvarpinu á sunnudög-
um, er nefnist „Stundin okk-
ar“. Siðan við krakkarnir viss-
um með vissu, að þessi þáttur
kæmi á hverjum sunnudegi, er-
um við hérna á heimilinu al-
veg hætt að hugsa til barna-
sýninga kvikmyndahúsanna á
sunnudögum, en þess í stað
sitjum við öll í kringum sjón-
varpið, þegar hann Hinrik
byrjar. Gætir þú nú ekki frætt
mig um stjórnandann, hann
Hinrik? — Helga.
Svar: Stjórnandi þáttarins
„Stundin okkar“ er Hinrik
Bjarnason kennari. Fyrsti ]>átt-
ur hans hófst um síðustu jól og
Hinrik Bjarnason.
hefur síðan verið á hverjum
sunnudegi. Nýlega átti eitt dag-
l)laðið viðtal við Hinrik, og
sagði hann þar meðal annars
þetta: „Við tökum alltaf upp
nokkra þætti fyrirfram og höf-
um t. d. þrisvar fengið efni frá
Oldutúnsskóla í Hafnarfirði.
Börnin hafa leikið fyrir okkur
leikrit, teiknað eftir tónlist og
leyft oltkur að vera inni í
kennslustund. — Efni þáttanna
reynum við annars að hafa scm
fjölbreytilegast, ekki langdreg-
ið, og tíð skipti milli atriða.
Vanalega kemur kona i heim-
sókn og segir sögu, fjórar
stúlkur syngja fyrir okkur og
piltar úr Vesturbænuin leika
á liljóðfæri. — Flutt hafa ver-
ið leikrit, fyrsta leikritið, sem
hét Tobías tréálfur, samdi cg
sjálfur, og leikendurnir voru
nemendur úr barnaskóla. Þá er
búið að taka upp enskar tcikni-
myndaseriur, tékkneskar
brúðumyndir og pólskar, en
sem kunnugt er standa þessar
þjóðir mjög framarlega í kvik-
myndagerð og þá ekki sízt fyr-
ir börn. — Einnig má nefna,
að Rannveig Jóhannsdóttir
kemur fram með krumma.Hon-
um skrifa krakkarnir bréf,
senda honum visur og lög. En
kveðskapurinn, sem þau senda,
er ýmist þekktur eða eftir þau
sjálf og sama er að segja um
lögin.“
Hinrik Bjarnason er fæddur
8. júlí 1934 i Ranakoti á Stokks-
eyri. Foreldrar: Bjarni Sigurðs-
son bóndi og Þuríður Guðjóns-
dóttir. Kennarapróf 1954.Skóla-
stjóri Vistheimilisins í Breiðu-
vík 1956—1958. Framhaldsnám
í Bandaríkjunum 1958—1960.
VINNA á
Kennari við Réttarholtsskólann
i Reykjavik. Eiginkona: Ifol-
finna Bjarnadóttir. Börn:
Bjarni og Anna.
sumarhótelum.
Kæra Æska. Við unglingarnir,
sem erum í skóla, þurfum nauð-
synlega að starfa eittlivað á
sumrin. Það er bæði hollt og
þroskandi. Auk þess eru það
flestir, sem þurfa að vinna sér
inn peninga fyrir veturinn. En
]iví miður eru margir, sem alls
enga vinnu fá. Mig langar lielzt
eitthvað út á land. Getur ])ú
nú ekki hjálpað mér? Hvert ú
ég að snúa mér til að fá vinnu
á sumarhóteli eða sumardval-
arheimili fyrir börn? Með fyr-
irfram þökk og beztu óskir.
Gerða.
Svar: I7erðaskrifstofa ríkisins
hefur undanfarin ár rekið
flesta stærstu skóla landsins
sem sumargistihús, og eftir
þeim upplýsingum, sem J)laðið
hefur fengið lijá Ferðaskrif-
stofu ríkisins, er hægt að snúa
sér þangað í lcit að vinnu við
sumargistihús þau, sem skrif-
stofan annast. Aftur á móti er
það ekki nein séstök stofnun,
sem hefur með höndum rekst-
ur sumardvalarheimila fyrir
börn, því að þau cru flest rek-
in af félagasamtökum, og verð-
ur því að snúa sér til viðkom-
andi aðila, sem eru víðsvegar
um landið.
Kvikmyndablaðið „Bravo“.
Kæra Æska. Er ekki hægt að
fá keypt þýzka kvikmynda-
blaðið Bravo, og ef svo er, hvar
er það hægt? Hvað koma mörg
blöð á ári, og hvað kostar ár-
gangurinn? — Kaupandi.
Svar: Blaðið fæst í öllum
stærstu bókaverzlununum i
Reykjavík, þar á meðal í Bóka-
húð Æskunnar, Kirltjutorgi 4,
simi 14235. Þú ættir að hafa
Upplýsingar
samband við aðalútsölumann
blaðsins hér á landi, en hann
cr Jón Þ. Árnason, Þinghóls-
braut 2, Kópavogi, sími 41978,
og fá hjá honum upplýsingar
um, hvað árgangurinn kostai'.
Bravo er eitt frægasta kvik-
myndablað, sem út er gefið i
Evrópu. Upplagið mun vera á
aðra milljón eintaka, og út
koma 52 tölublöð á ári.
um L. Barker.
Kæra Æska. Getur þú frættmig
um, hvort leikarinn Lex Barker
er fæddur í Þýzkalandi eða i
Bandaríkjunum, eins og ein
vinkona min heldur fram? Að
minnsta kosti held ég, að hann
sé nú giftur þýzkri Jeikkonu.
Katrín.
Svar: Lex Barker er fæddur i
New York. Á síðari árum liefur
liann leikið i þýzkum kvik-
myndum. Hann er fjórgiftur,
en engin eiginkvenna hans hef-
ur verið þýzk. Þrjár þeirra
voru frá Bandaríkjunum, Gonn-
io Thurlow, Arlene Dahl og
Lana Turner. Núverandi eigin-
kona lians er Maria Carmen fr®
Spáni.