Æskan

Volume

Æskan - 01.09.1967, Page 12

Æskan - 01.09.1967, Page 12
 SJEVflR var undarlegur drengur. itt sinn bjó ekkja í litlu húsi, sem stóð inni á milli fjallanna fyrir sunnan Dublin. Eiginmaður hennar dó, þegar börn þeirra tvö voru enn á æskuskeiði. Þau nefndust Birgitta og Sævar. Sævar var undarlegur drengur. Hann olli móður sinni og systur miklum vandræðum með hrekkjum sínum og stríðni. Jafnvel húsdýrin sluppu ekki við ertingar hans og kvalræði, sem hann virtist þó álíta gaman eitt. „Sævar. Hættu að toga í veiðihárin á kettinum,“ sagði móðir hans. En um leið og hann hætti að stríða kettinum, fór hann að kippa í rófuna á hundinum. Uppáhaldshæna Birgittu hét Kjúkka og skemmtilegasta verkið daglega var að fara út í hænsnakofa til að leita að eggi. En þegar Birgitta kom þangað einn daginn, lá Kjúkka á gólfinu með samanbundna fætur og brotið egg við hlið hennar. í því bili kom Sævar í dyrnar og kallaði: Kjúkka, Kjúkka, Kjúkka." Birgitta brá snöggt við, greip eggið og þeytti því beint á nef hans, svo að innihald þess klíndist út um allt andlitið. Nú var það Birgitta, sem hló, meðan Sævar hreinsaði eggjaklístrið framan úr sér. Kvöld eitt fór Una út að sækja mó til eldiviðar. Birgitta var mjög þreytt og sagði við bróður sinn: „Gerðu engan hávaða, Sævar, því ég er þreytt og vil fara að sofa.“ Varla var Birgitta lögst til hvíldar, þegar Sævar fór að berja saman skörungnum og eldtöngunum í eldhúsinu og kallaði síðan eins hátt og hann gat: „Systir góð. Sofðu nú rótt, í alla nótt.“ í því bili kom móðir þeirra inn, en skömmu síðar var drepið á dyr. „Kom inn,“ kallaði Una. „Stattu úti,“ kallaði Sævar, sem stóð og hallaðist upp að hurðinni. Una kippti honum frá dyrunum og inn kom skringilegur gamall karl með sítt, hvítt skegg og svo var hann í skósíðri yfirhöfn. „Vertu velkominn," sagði Una, setti stól í grennd við eldstóna og bauð gamla manninum sæti þar. Sævar ætlaði að kippa stólnum burtu, en gamli maðurinn var þá aðeins handfljótari, greip stólinn föstu taki og leit aðvörunar- augum á hinn unga mann. „Það er svalt úti,“ sagði gamli maðurinn. „Ég gleðst yfir því að mega verma mig við þennan notalega eld.“ Una rétti honum nú bolla með heitri mjólk og sagði: „Gerðu svo vel og drekktu þetta.“ Sævar ýtti nú á handlegg gamla mannsins í þeim til- gangi að láta mjólkina hellast niður, en margt fer öðru- vísi en ætlað er. Hann hélt bollanum stöðugum, leit klók- indalega til Sævars og hellti svo skyndilega dálitlu af mjólkinni niður á beran fót hans. „Æ, þú brennir mig,“ hrópaði Sævar upp yfir sig. „Sá, sem hrekkir aðra, verður að þola eitthvað sjálfur," sagði gamli maðurinn, tók litla flösku fram undan yfir- höfn sinni, lét nokkra dropa leka úr henni niður á fót Sævars og jafnskjótt hvarf sviðinn. Gamli maðurinn var raunar huldumaður og réð yfir miklum töframætti. Nú kallaði Birgitta innan úr svefnherberginu: „Mamma, brenndist Sævar mikið?“ Henni þótti mjög vænt um bróð- ur sinn, þrátt fyrir ertni hans. HVAÐ HEITIR LANDIÐ? Hér hleypum við af stokkun- um nýrri verðiaunaþraut, sem við vonum að eigi eftir að verða vinsæl, ekki síður en þrautin „Hver þekkir borgina?" sem við höfum nú lagt á hill- una fyrst um sinn. Þessi nýja verðlaunaþraut er svipuð hinni að því leyti, að nú eigið þið að þekkja lönd, sem við birt- um myndir frá, og með hverri mynd verða nokkrar skýringar um viðkomandi land ykkur til hjálpar. Svarið skal senda til ÆSKUNNAR fyrlr 25. október. í hvert sinn eru veitt sex bóka- verðlaun fyrir rétt svör, og ef mörg rétt svör berast, verður dregið um verðlaunin. Hvað heitir landið? Land þetta er 450.000 fer- kílómetrar. íbúar eru um 7*4 milljón. I landinu er konungur og þingbundin stjórn. Norður- hluti iandsins er hálendur, en láglendi með ströndum fram. Mikil vatnsorka og mörg raf- orkuver eru í landinu. Úthafs- loftslag er á vesturströndinni, en annars staðar meginlands- loftslag. Helmingur landsins er vaxinn skógi. Mikill trjáiðnað- ur, timbur, pappír og eldspýt- ur. Rafmagn í stað kola, raf- knúnar járnbrautir og stórar skipasmíðastöðvar eru víða. Nærri helmingur allrar þjóð- arinnar starfar að iðnaði. Höf- uðborg landsins stendur að nokkru leyti á hólmum i vatni einu fögru. 320

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.