Æskan

Årgang

Æskan - 01.09.1967, Side 17

Æskan - 01.09.1967, Side 17
hótaði að láta taka allt þjónustufólk- ið af lífi, ef liún segði henni ekki leyndarmál sitt. Þess vegna væri hún svo hrygg. Þegar þjónustufólkið heyrði þetta, fylltist það réttlátri reiði og svaraði einum rómi: „Segðu henni aldrei leyndarmálið. Ef hún vill lífláta okk- ur, þá láttu hana fara sínu fram.“ „Það get ég ekki látið viðgangast, vegna þessa hégóma,“ sagði Minja. „Heldur skulum við öll deyja, en að þú segir drottningunni leyndarmál þitt,“ var svar þjónustufólksins. Eftir að hafa þráttað um þetta nokkurn tíma, fór Minja til herberg- is síns að hugsa málið. Lagði hún nú heilann í bleyti og loks þóttist hún hafa fundið ráð til þess að koma drottningunni af höndum sér og bjarga jafnframt lífi þjónustufólksins. Hún hraðaði sér á fund drottning- arinnar og hvíslaði í eyra hennar: „Kæra drottning, ég er nú reiðubúin að segja yður, hvað gerir mig svona fallega. En hér er ekki staður til að ræða svo mikilsvert leyndarmál, við verðum því að finna annan stað til þess. Væri ekki bezt, að við færum til herbergja yðar hátignar, þar sem eng- inn getur hlustað á okkur?" Þetta féllst drottningin á, leiddi Minju til herbergis síns og sagði harla ánægð: „Það hef ég alltaf sagt um þig, Minja mín, að þú værir bæði fögur og góð. Segðu mér nú strax leyndarmálið og skal ég launa þér með hverju, sem þú óskar." Þá færðist bros yfir hið fagra and- lit Minju, og þegar hennar hátign sá, hversu yndisleg hún varð, brann hún í skinninu að verða strax eins falleg og litla stúlkan. Hún herti því enn meir á Minju að segja sér leyndar- málið. Minja sagði þá varfærnislega: „Kæra drottning, verið dálítið þolin- móðar, ég hef nú lofað að segja yður leyndarmálið og það mun ég efna. Ég krefst engra launa af yður fyrir það, en ég hef eina bón fram að íæra.“ „Auðvitað, auðvitað, láttu mig bara heyra, og ég skal sjá um, að ósk þín verði tafarlaust uppfyllt, en segðu mér nú allt af létta." „Þér svíkið þá ekki loforðið?" „Nei, nei, en láttu það nú koma." „Fyrst verðið þér að uppfylla ósk mína. Gjörið svo vel að segja hans hátign konunginum, að segja nú þeg- ar upp öllu þjónustufólki við hirð- ina og gefa því fullt frelsi og lofa mér því að taka það aldrei aftur til starfa við hirðina." Drottningin neyddist því til að fara á fund konungsins og eftir nokkurt þjark við hann gat hún fengið hann til að samþykkja bón Minju. Hann gaf því út fyrirskipun um það, að allt þjónustufólkið við hirðina yrði þegar í stað leyst frá störfum. Þegar Minja sá, að allt þjónustufólkið hafði yfirgefið höllina heilu og höldnu, sneri hún sér að drottningunni og sagði brosandi: „Ntx skal ég segja yð- ur leyndarmálið, kæra drottning. Eins og þér hljótið að muna, bönnuðuð þér mér að borða nokkurn mat. Ég var mjög svöng fyrstu dagana og fannst mjög erfitt að draga fram lífið. En ég var samt ákveðin í að þiauka þetta af, og þá fór ég að verða fal- legri og fallegri með hverjum degin- um sem leið. Ég vann aftur fullan lík- amsþunga og fór að líða mjög vel. Kæra drottning, ef þér verðið þraut- seig eins og ég, mun fara eins fyrir yður, nema hvað þér munuð verða ennþá fallegri en ég er nú.“ Drottningarillfyglið, sem var svo áfjáð í að verða fögur, hlaut að líða æ meiri og nxeiri hungurkvalir. Eftir tíu daga föstu varð hún hungur- morða, lognaðist út af og dó. Kon- ungurinn, sem nú hafði ekki lengur neina þjóna að stjana við sig, gafst líka upp og sálaðist. En þjóðin hélt áfram að rækta hin ilmandi hvítu hrísgrjón. Og enn þann Skrítin tilraun. Myndin sýnir, livernig fimm strákar fara að því að lyfta þeim sjötta með þvi að lyfta með sínum vísifingrinum hver. Teikningin sýnir, hvernig þið getið farið að þessu, en þess verður að gæta, að allir strák- •arnir lyfti nákvæmlega á sama tíma, ef tilraunin á að takast. Þetta er líkast galdri til að sjá, en skýringin er mjög einföld. Hún er ekki önnur en sú, að strákarnir lyfta allir um leið, og þá er það ekki nema einn fimmti hluti af stráknum, sem liver þeirra hefur á vísifingr- inum. Hent í fugl. Jón litli sat úti og var að leika sér. Allt í einu kom hann auga á fugl, sem tindi sér fræ úr moldinni. Jón stökk á fæt- ur. Hann tók linefastóran stein og henti í fuglinn. Steinninn lenti á höfði fuglsins og rotaði hann. Faðir Jóns hafði vinnu- mann. Vinnumaðurinn kom að i þessu. Sá liann, livað Jón liafðist að, tók hann og henti honum þangað, sem fuglinn lá. Jón varð allur moldugur og fór að orga. Hljóp hann nú reiður inn til foreldra sinna. Hann kvartaði við þá undan illræði vinnumannsins. En faðir hans leiddi honum fyrir sjónir, að illmennska hans sjálfs hafði verið enn meiri. Jón fann, að þetta var satt. Hann ásetti sér að láta smáfuglana i friði eft- irleiðis. Og smátt og smátt varð hann vinur dýranna. dag í dag rií'jar hún upp þessa sögu frá löngu liðnum árum, meðan hin ljúffengu og nærandi hrísgrjón eru að soðna. 325

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.