Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1967, Blaðsíða 43

Æskan - 01.09.1967, Blaðsíða 43
KÆRA ÆSKA. Ég hef keypt þig í tvö ár og ætla hér að nota tækifærið og þakka þér fyrir alla skemmtunina og fróðleikinn, sem bu hcfur veitt okkur hér á heimilinu. Ég sé að þú ert tilbúin til aS fræða okkur um allt á milli himins og jarðar, og nú langar mig svo ósköp mikið til að þú segir mér eitthvað um Bítlana. Ég veit sæmilega mikið um líf og starf þeirra ntí síðustu árin, eða síðan «g fór að kaupa Æskuna, en það sem mig langar mest til að heyra ®r um fyrstu ár þcirra, þegar þeir stofnuðu hljómsveitina og þegar beir slógu fyrst í gegn. Ef þú getur orðið við þessum óskum mínum, væri gaman að fá myndir af þeim félögum frá þeim árum. Með beztu kveðju. — Sjöfn. Svar: Það eru fleiri kaupendur en liún Sjöfn, sem að undanförnu bafa óskað eftir upplýsingum um fyrstu ár Bítlanna. Alls munu yfir 50 slík bréf liafa borizt til hlaðsins síðustu mánuðina, og sjáum við okkur ekki annað fært, en að verða við óskum svona stórs hóps. Ævintýrið um Bitlana liófst í iðnaðarborginni Liverpool á stríðs- árunum siðari. Þeir John Lennon og Ringo Starr eru fæddir árið 1040, Paul McCartney 1042 og George Harrison 1943. Allir fjórir álust ])eir upp við þröng kjör og sáu fram á erfiða lífsbaráttu. Árum saman barst raust Johns Lennons út úr litlu húsi, en áheyr- cndur hans — reiðir nágrannar — launuðu lionum aðeins með hróp- hm og skömmum. John liitti Paul McCartney eitt sinn á samkomu, °g þeir komust fljótt að raun um, að þeir liöfðu sameiginlegan áhuga á gitarleik. Brátt voru þeir farnir að hittast á hverju kvöldi °g spila saman. Þeir gerðust ])átttakendur i hljómsveit og komu opinberlega fyrst fram árið 1055. Sá þriðji liinna væntanlegu Bítla 'ar George Harrison. Hann liafði verið i sama bekk og Paul Mc- Cartney i þrjú ár, þegar bann loks játaði 1058, að hann hefði alltaf innst inni iangað til að leika með ])eim. George vakti ekki einungis athygli fyrir gítarleik sinn heldur einnig klæðaburð. John Lennon yar með snotran cnnislokk, en George var þegar tekinn að ganga 1 spjátrungslegum fötum, sem minntu á tizku liðins tima. Bitlarnir hrðu að visu mjög skyndilega frægir, en að haki frægðarinnar lá hiargra ára erfið og markviss vinna. Ringo Starr kom siðaslur til hljómsveitarinnar. Ringo, sem heitir raunar Richard Starkey, ólst upp í Dingk, sem er eitt af fátækrahverfum Liverpoolborgar. Ævin- týri lífs hans hófst, þegar hann 18 ára að aldri fékk trommusett í jólagjöf. Þar með liófst langur ferill Ringos í livcrri Liverpool- hljómsveitinni á fætur annarri. Um þetta leyti var Pete Best tronnnu- lcikari Bitlahljómsveitarinnar. Hann var sannkallað kvennagull. Hann varð til ]>ess, að stúlkurnar hópuðust að liljómsveitinni. Vorið 1960 fengu Bítlarnir óvænt lilhoð um að leika i Hamborg. Þar urðu þeir að keppa um hylli gestanna við áfengi, sem flóði um öll borð, og ómerkilegan nektardans. Þeir vissu, að allt valt á þvi, að þeir lékju vel, og ]>að gerðu þeir — allt upp i tólf tima á dag og fengu lítil laun fyrir. Þeir reyndu einnig að vekja athygli á annan liátt. Þeir gengu í gömlum og rytjulegum fötum — þótt John Lennon tæki reyndar einu sinni upp á því að fara upp á hljómsveitarpallinn í sundskýlu einni fata, og Hamborgarbúar fóru að veita Bítlunum eftirtekt. Meðan þeir voru ráðnir i Hamborg, voru Bitlarnir fimm talsins. En einn daginn kom lögreglan í lieimsókn og tilkynnti þeim, að þeir væru einum of margir. Þeir komust sjálfir að sömu niður- stöðu seinna, en ]>að er önnur saga. George Harrison var visað úr landi, þvi að hann hafði unnið með atvinnuleyfi, sem hann var of ungur til að fá. George, sem var aðalgitarleikari hljómsveitarinnar, notaði kvöldið fyrir brottförina til að kenna Jolin raddir sínar og hljóma. Meðan þeir voru í Hamhorg hittu John og Paul öðru hverju Ringo Starr. Hann lék þá með annarri hljómsveit og sat venjulega á pallinum „úrillur og spennandi“ á svipinn. Ringo hafði breiða, gráa rák i dökku hárinu, og ef hann liegðaði sér undarlega, þá var það gert í ákveðnum tilgangi. Það var mikilvægt að skera sig úr hópnum i hinni hörðu samkeppni í heimi danslaganna. Þótt þeim gengi vcl í Hamborg, hafði það ekkert að segja heima í Liverpool. Það var enginn áberandi munur á Bitlunum og hinum mörgu rytmahljómsveitum borgarinnar. Það var þá helzt, að þeir væru rytjulegastir allra. Þeim gekk illa að fá vinnu, þeir liöfðu engan umboðsmann, og megninu af frístundum sínum vörðu þeir til að minnast betri daga i Hamborg. Það var þeim nokkur hjálp, að þeir fengu öðru liverju að leika i kjallaranum The Cavern (Hellirinn), 351

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.