Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1968, Síða 10

Æskan - 01.01.1968, Síða 10
 TTvíti Örn nefndist ungur Indíána- strákur af Iroquois-ættflokknum. Bezti leikfélagi hans var Bjarta Sljarna, ung stúlka í sama ættflokki. Litla þorpið, sem þau áttu heima í, stóð á bakka stórs og íagurs fjalla- vatns, — en á því vatni gat stundum verið liáskalegt að ferðast vegna skyndilegra storma. Nokkrar smáeyjar voru í vatninu og þegar fullorðnu Indíánarnir þótt- ust vissir um, að börn þeirra gætu ró- ið fyrirstöðuláust um vatnið og verið sjálfbjarga við að fara með bátana, leyfðu þeir börnum sínum að kanna Jtessar eyjar upp á eigin spýtur. Slík- ar könnunarferðir urðu uppáhalds- skemmtanir Hvíta Arnar og Björtu Stjörnu, og Jtá notuðu Jtau tækifærið til að tína ber og aðra villta ávexti. Einn sólbjartan sumardag ákváðu Jiau að róa til þeirrar eyjar, sem fjar- lægust var Jjorpinu og lá alveg í hin- um enda vatnsins, eítir Jrví sem Hvíti Örn vissi bezt. Börnin gengu mjög glöð og eftirvæntingaríull niður á bakkann, stigu út í bátinn, ýttu frá landi og komu sér fyrir í bátnum með- an hann skreið hægt út á djúpblátt kyrrt vatnið. Sólin var svo mikl og hlý, eins og hún vildi ylja Jreim að innstu hjartarótum. Síðan skutu Jrau út hinum tvíblaða árum sínum og reru af kappi góða stund. Þau hlógu og mösuðu og gerðu að gamni sínu. Og tíminn leið. Skyndilega sneri Bjarta Stjarna sér að Hvíta Erni og virtist ekki glöð lengur. Hryggðar kenndi í rödd henn- ar er hún sagði: „Hvíti Örn. Ég er svo Jjreytt. Ég held við ætturn lieldur að fara til ein- hverrar eyjar, sem liggur nær heim- ilum okkar. Ég treysti mér ekki til að róa alla Jaessa fyrirhuguðu leið og heim aftur.“ Hvíti Örn svaraði glaðlega: „Gott og vel. Ég veit að hérna nær liggur önnur eyja, sem við höfum aldrei kannað. Já, við skulum fara Jtangað og leita berja.“ Án frekari umsvifa sneru þau bátn- um til eyjar, sem var steinsnar frá Jjeim og báturinn rann mjúklega upp í sandrif, sem virtist liggja frá eyj- unni út í vatnið. Elvíti Örn steig út úr bátnum og studdi hann, meðan stúlkan steig yfir borðstokkinn. Síð- an óð hún til lands, en Hvíti Örn dró bátinn á Jmrrt, svo hann bærist ekki frá þeirn og þau yrðu strandaglópar á Jtessari eyðieyju. Síðan tóku Jtau höndum saman og leiddust upp á eyjuna lil að kanna hana. Þau höfðu áður kannað nokkrar eyjanna og vissu vel, að sumar Jseirra voru nógu stórar til að auðvelt var að viilast á þeim æðistund vegna skógarins. Þess vegna stungu Jrau öðru hverju niður brotnum trjágreinum til að auðkenna slóðina um leið og þau gengu lengra inn í skóginn á eyj- unni. Þau voru svo áköf við að skoða J^að, sem fyrir augun bar, að þau gleymdu erindinu og tímanum. „Ég minnist þess ekki, að við höf- um komið nokkru sinni áður til Jness- arar eyjar,“ sagði Hvíti Örn. „Nei, við höfum aldrei komið liér áður,“ sagði Bjarta Stjarna og hafði nú tekið gleði sína aftur. „Jæja, hér er ekkert annað að gera en að skoða sig um, enda er nóg að athuga í bili. Hugsaðu Jrér bara, að við fyndum einhverja óvini hér,“ sagði Hvíti Örn. Hann hefur kannski verið farinn að hugsa sér sjálfan sig sem Indíánastríðsmann Jrarna í skóg- inum. „Ó, vertu ekki að vitleysunni, Hvíti Örn. Það leynast vissulega engir óvin- ir hér,“ sagði Bjarta Stjarna brosandi og hafði að fullu gleymt Jjreytunni við róðurinn. „Ertu nú alveg viss um Jrað. Faðir minn hefur sagt mér, að óvinir geti einhvern tíma komið og setzt að á eyjum í grennd við Jaorpið til Jjess að fylgjast með ferðum okkar manna. Síðan geta Jjeir gert árás, Jjegar karl- mennirnir eru fjarverandi," sagði Hvíti Örn og var svo alvarlegur á svipinn, að Bjarta Stjarna varð dauð- hrædd. „Ég er hrædd. Við skulum fara heim,“ sagði hún. „Enga vitleysu, góða mln. Ég var bara að gera að gamni mínu. Ég býst ekki við, að hér sé nokkur lifandi sál nema við tvö. Við eyðum tímanum í mas. Höldum áfram,“ sagði drengur- 6

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.