Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1968, Blaðsíða 14

Æskan - 01.01.1968, Blaðsíða 14
HRÓI HÖTTUR Þegar riddarinn frá Vinfró var farinn af stað heim- leiðis, vikli Litli Jón ekki fara rakleiðis heim, lieldur freista ævintýra, til þess að hafa einhverju fræknu frá að segja, þegar hann kæmi aftur til félaga sinna. Af tilviljun heyrði hann getið um skotleik, sem halda átti í nánd við Nottingham, og bæjarfógetinn hafði heitið verðlaunum miklum fyrir hið bezta skot. Við jiess- ar fréttir hélt hann tafarlaust af stað, og kom næsta morg- un á staðinn, rétt þegar byrja átti leikinn. Hinir röskustu bogmenn í því héraði voru þar sam- ankomnir til að reyna sig að skjóta. Sá, sem beztur yrði, átti að fá veiðihorn silfurbúið, og lék nú mörgum hug- ur á að verða sigurvegari. Þegar jjeir sáu hinn nýja kepjjinaut, litu þeir liver til annars og sýndust ekki bera sérlega mikinn ótta fyrir skotfimi hans, stungu saman nefjum og hlógu svo að þessum ókunna manni, er ímynd- aði sér, að hann væri maður til að þreyta kappskot við þá. Nú gengu menn fram, hver á eftir öðrum, og skutu örvum sínum svo nærri miðju skotspónsins, að varla var auðið að segja, hver bezt hafði hæft. Litli Jón skaut sein- astur og hæfði svo vel, að ör hans þeytti út einni af örv- um kappsbræðra hans, næst miðju. Bæjarfógetinn undr- aðist fimleik hans, reið að skotspæninum og skoðaði hann vandlega, en kvaðst ekki geta lagt neinn úrskurð á. Eftir tillögu Litla Jóns, — Jrví nú var liinum bogmönnunum farið að finnast nokkuð til hans, — var stórum gildum staf, sem hafði verið hafður til að banda áhorfendunum frá, stungið niður tuttugu skrefum fjær. Síðan var leiktir- inn hafinn að nýju. Bogmennirnir í Nottingham sýndu mikinn fimleik, og hittu örvar þriggja markið. Skógar- maðurinn skaut seinast, og hæfði sömuleiðis stafinn. Þess- ir fjórir skutu að nýju, en örvar tveggja þutu framhjá stafnum, og nú átti að skríða til skarar með þeim tveimur, komumanni og hinum bezta bogmanni í Nottingham. Áhorfendurnir höfðu oftsinnis æjot fagnaðarójr og klappað lof í lófa, en nú sló J)ögn á alla. Yfirvaldið, sem var annt um að halda ujdjoí heiðri og sóma héraðsins, reið fram og aftur og mælti eggjunarorðum til bogmanns- ins frá Nottingham. Maðurinn dró boga sinn og miðaði vandlega, en örin flaug hálfum Jjumlung fyrir ofan staf- inn. Litli Jón glotti, gekk fram og skaut í þriðja sinn og hitti í markið. Áhorfendunum brá x brún, því liér fór öðruvísi en ætlað var, og bogmaður sá, er borið hafði lægri hlut, gat varla dulið gremju sína. „Seg mér, kunningi," mælti bæjarfógetinn við sigur- vegarann, er hann hafði riðið til hans og rétt honum sig- urlaunin: „Hvert er nafn Jxitt og livaðan ertu?“ „Ég heiti Reinaldur grænalauf," svaraði skógarbúinn, „ég er fæddur og uppalinn í bænum Skógarsal, og fer nú frá einni boig til annarrar, til að leita frægðar og frama.“ „Það veit trú mín, að Jjú ert hinn fræknasti skotmað- ur, sem nokkru sinni hefur boga dregið í Nottingham,“ mælti bæjarfógetinn. „Viltu gjörast minn maður og verja dýr konungs fyrir þessum spellvirkjum, sem þú munt hafa heyrt getið um, að liggja úti í skógunum?" „Ég vil Jxað,“ svaraði Reinaldur, „ef Jxú launar vel.“ „Áttatíu krónur skaltu fá um mánuðinn, nýjan búning Jxrisvar á áii, og villidýr konungs til matar á hverjum degi.“ Skógarmaðurinn lét sér Jretta vel líka, og tók samdægurs bólfestu hjá hinum nýja húsbónda sínum. Kom hann sér vel við öll hjúin, nema brytann, er Jxótti nóg um hylli þá, sem hann var í hjá húsbónda Jxeirra. Einn dag fór bæjarfógetinn árla morguns á veiðar, en Reinaldur grænalauf svaf vært í rekkju sinni og lá fram undir hádegi. Þegar hann var kominn á fætur, gekk hann til eldaskála, og heimtaði mat sinn af brytanum. „Þú Jrykist eiga mat skilið, letinginn þinn,“ svaraði hann. „Þú skalt nú, lagsi, hvorki fá að éta né drekka, fyrr en húsbóndinn spyr leti þína.“ Skógarmaðurinn hló og gekk að búrdyrunum, en bryt- inn varð fyrri lil. Hann sneri lyklinum í skránni, tók hann og stakk i vasa sinn. Ræninginn gekk að honum þegjandi, rak honum kinnhest, svo að hann rauk um koll. Því næst sjxarkaði Reinaldur í hurðina, og Jxað svo, að bæði lás og loka brotnaði, og gekk svo inn í búrið. Þar gerði hann sig heimakominn, og réðist þegar á hjartarlæri eitt, fagurt á að líta, og flösku fulla af gömlu öli. Meðan hann var að Jxessu, kom eldamaðurinn inn, og Jxegar hann sá brytann, yfirmann sinn, liggja á gólfinu og lxinn nýja Reinaldur grænalauf. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.