Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1968, Qupperneq 18

Æskan - 01.01.1968, Qupperneq 18
vað er þetta? Hvaða liávaði er þetta þarna við fallega húsið við Stóratorg? Það virðist vera öskrað og riíist. Ætli Hans litli hafi nú enn fengið berserksgang? Jú, einmitt það! Þarna stendur hann, hárauður í fram- an með reiðileg augu og kreppta hnefa fyrir framan syst- ur sínar þrjár. Hann hamast við að tromma á brotið reikningsspjald og sundurtætta stílabók. Pennastokk, blý- ant, griffil og penna hefur hann mölbrotið og kastað brotunum í allar áttir. Og svo öskrar hann, skjálfraddað- ur af reiði: „Nei! Ég vil ekki! Ég vil ekki! Ég vil ekki! Hvaða vit hafið þið á þessu? Þið eruð ekkert annað en vitlausar stelpur. En ég er þó maður! Já, karlmaður! Og þegar ég segist ekki vilja fara í skóla, þá þarf ég ekki að fara í skóla. Og þar við situr.“ Systur hans þrjár horíðu lilæjandi á bróður sinn, sem gerði sig svo merkilegan og teygði sig og sperrti til að sýnast stærri en hann var. En hann var þó ekki stærri en það, að hann náði yngstu systur sinni, Stínu, aðeins í öxl. Hinar voru ennþá stærri, því að Maja var 13 ára og Lovísa 12 ára. En Hans var aðeins 7 ára. Maður getur svo sem getið því nærri, hvernig svona snáða fellur það, þegar svona stelpur eru að skipa hon- um. Svo var það líka svo leiðinlegt, að stelpurnar kunnu miklu meira en hann. — Þær gátu skrifað löng bréf. Þær gátu lesið þykkar bækur. Og þær íléttuðu á hverjum morgni sitt langa, ljósa hár. Og þær gátu hjálpað móður sinni að sópa og þvo stofurnar á hverjum degi. Já, þær voru allt of duglegar, fannst honum. En Hans kann ekkert af þessu, bara hreint ekki neitt. Og það versta var, að hann hafði enga löngun til að læra. Að ganga í skóla var honum hreinasta viðurstyggð, og undir eins og minnzt var á skóla, þá hljóp í hann þessi ofsi, svo að hann varð eins og berserkur. Og svo fannst honum að hann væri svo óendanlega hátt hafinn yfir syst- ur sínar, þar sem þær voru ekkert nema stelpur, en hann var þó karlmaður. En skyldi nú ekki þessi stórmennska í drengnum hafa komið til af því, að hann var yngstur þeirra systkina og eini sonurinn. Foreldrarnir voru stoltir af honum og létu allt eítir ltonum. Allir voru stoltir af honum. Hann þurfti ekki annað en að segja eitt orð, þá var allt til reiðu, sem hann óskaði sér. Og drengur á þessum aldri tekur vel eftir. Þegar hann var þriggja ára, hafði hann neitað móður sinni að ganga í flauelsblússu með silkibróderuðum rós- um. Hann vildi fá drengjaföt, sagði hann, regluleg föt, með buxum og vösum á. Og hann fékk það. Og þá var honum hrósað af móður og systrum fyrir hvað hann væri sætur og myndarlegur drengur. Og dálætið var svo mikið, að það lá við að hann yrði étinn upp til agna. Allan þann dag gekk hann úti til þess að sólin og mennirnir skyldu sjá hann. Og enginn mannlegur mátt- ur gat íengið liann til að hátta um kvöldið fyrr en tungl- ið var komið upp, svo það, og stjörnurnar, fengju þá ánægju að sjá hann. Já! Mikill herra hafði hann alltaf verið. En þá var hann ekki nema þriggja ára. Nú var hann orðinn 7 ára og þá líka þeim mun hyggnari. En það var ltann nú í raun og veru ekki. Þess vegna höfðu systurnar ekki svo mjög rangt fyrir sér, þegar þær stríddu honum og prédikuðu fyrir honum. Þær sögðu að það yrði aldrei maður úr lionum, ef hann gengi ekki í skóla og lærði eittlivað. Þær höfðu nú keypt handa honum fyrir sína eigin vasapeninga bæði reikningsspjald, griffil, stílabók og pennastokk. Þær höfðu hlakkað svo mikið til að gefa honum þelta og njóta gleðinnar af sjálfsfórn sinni. En hvernig var svo þakklætið, sem þær lengu? Ekkert annað en reiði, hamstola bræði og uppnefnið vitlausar stelpur. Og svo að horfa á liann tæta sundur þessa dýrindis gripi, og troða þá undir fótum. Og nú réðst hann á þær með krepptum hnefunum, 14

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.