Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1968, Page 19

Æskan - 01.01.1968, Page 19
♦ ÍEvintýri og sögur, frá ýmsum löndum. ♦ svo þær sáu sér þann kost vænstan að flýja með ópum og óhljóðum. Eftir að þær voru farnar, stóð hann um stund og hugs- aði. Hann var reiður við þær og reiður við alla tilveruna. Hann var að skipuleggja stóra ákvörðun. Hann leit í kringum sig. Hann var í herberginu sem stelpurnar lærðu í. Þarna voru bækurnar þeirra, reikningsspjaldið og stílabækurnar, bókaskápurinn og stundataflan. Allt minnti á lærdóm, eilífan lærdóm. Og úti skein sólin og fuglarnir sungu, blómin ilmuðu og býflugurnar suðuðu. Já, úti var gott að vera. Dýrin höfðu það gott og þau voru frjáls. Ekki þurftu þau að læra. Þau þurftu ekki að liggja undir skömmum fyrir það, að þau væru fáfróð; bara fyrir það, að kunna ekki að lesa og skrifa. Slíkt líf var það, sem Hans óskaði sér. Og þegar hann hafði hugsað þetta unr stund, tók hann ákvörðun. Hann skyldi hlaupa burtu, og slást í félag nreð þessunr ham- ingjusömu dýrum, sem gátu lifað og leikið sér, án þess að vinna eða læra. Ákvörðunin var tekiir og Hans hljóp af stað. — Tveimur tímum seinna var Hans litli konrinn langt, langt burtu frá heimili sínu. Hans hafði lrlaupið alla leiðina, því að hann kunni að hlaupa eins vel og lrver annar. Og nú vissi hann ekki, hvar hann var. Sanrt hélt hann áfram að hlaupa, þar til hann var orðin svo þreytt- ur, að hann fleygði sér niður í mjúkan nrosa undir stóru tré. Hann lagðist endilangur á bakið og liorfði upp í græna laulkrónuna. Hann sá lítinn fugl uppi á einni greininni, senr var að kinka til lians kollinunr. Og svo heyrði hann fuglinn spyrja; „Hvað vilt þú lringað? Ég hef aldrei séð þig lrér fyrr.“ Hans litli hló. „Því trúi ég vel. Ég er líka langferðamaður. En nú vil ég vera hjá þér. Heim fer ég ekki aftur Irvað sem í boði er.“ „Hvað hafa mennirnir gert þér? Hafa þeir reitt af þér fjaðrirnar?” spurði Rauðbrystingurinn, því þetta var rauðbrystingur, og hann gat ekki hugsað sér neitt verra en það, að reittar væru af honum fjaðrir. Hans varð mjög alvarlegur og sagði; „Nei, ekki beinlínis það. En þeir heimta, að ég læri eitthvað, en það vil ég ekki. Þeir kalla mig heimska drenginn, bara af ]tví að ég kann ekki að skrifa og reikna. Ég vil hafa það eins gott og hver annar. Enginn stríðir ykkur, fuglunum, og ekki þurfið þið að læra.“ Rauðbrystingurinn varð steinhissa. „Hver hefur sagt þér það? Það er mikill misskilningur ef þú heldur, að við þurfum ekki að læra og að við lifum áhyggjulausu lífi. Við verðum jafnvel að byrja að læra miklu fyrr en Jrið, hamingjusömu manneskjurnar. Við verðum miklu yngri en jjið að byrja að vinna og sjá fyrir okkur sjálfir. Eða heldurðu það ekki.“ „Neil þú ert bara að stríða mér,“ sagði Hans. Þá flaug fuglinn og sagði um leið: „Komdu með. Ég skal sýna þér það.“ Hans hljóp á eítir honum inn í þéttan runna. En þar átti fuglinn hreiður. Ekki var fuglinn fyrr kominn að hreiðrinu en þar byrj- aði mikill ófriður. Fimm yndisleg höfuð risu upp, fimm nef göptu upp í loítið og fimm hálsar kölluðu hver í kapp við annan: „Hefurðu ekkert handa mér, mamma? Lítinn orm eða lítið fræ?“ Litla fuglamóðirin sagði og bældi niður í sér reiðina: „Haldið þið virkilega að ég geti lialdið áfram að færa ykkur mat, litlu, lötu ungar? Það er sannarlega kominn tími til að þið farið að bjarga ykkur sjálfir. Alltaf sitjið þið hér í hreiðrinu og nennið ekki að bjarga ykkur sjálfir og heimtið að ég fæði ykkur. Reynið þið nú að hafa ykk- ur upp. Skammist þið ykkar ekki fyrir að láta þennan dreng sjá, að þið séuð sömu letingjarnir og hann er sjálfur." Ungarnir bröltu upp á hreiðurbarminn og horfðu dauðhræddir niður á jörðina til að sjá, hvað langt væri jtangað. Svo litu þeir upp í himininn, en það var ennþá lengra. Svo veifuðu þeir litlu vængjunum, en hættu því fljótt, því að þeir voru hræddir. „Sjáið þig fluguna þarna?" sagði móðirinn. „Hver ykkar, sem grípur hana, má éta hana.“ Allir ungarnir liorfðu á fluguna. En þeir hikuðu. „Skammast þú þín ekk, Rauðbrjóst, sem ert elztur? Og þú Gullnefur? Ég trúi því ekki, að ég hafi fóstrað ykkur svo illa, að þið getið nú ekki gripið eina ílugu. Og þú, Sperrifótur? Ég hélt að þú værir nógu kjark- mikill. Og þú Skrækur, sem alltaf hljóðar hæst? Og þú, sem ert allra yngstur? Ætlið þið nú ekki að reyna að veiða þessa fallegu flugu?“ Litla flugan, sem átti sér einskis ills von, flaug nú enn meðfram hreiðrinu. Og þá stukku allir ungarnir út. Og sjá! — Allir kunnu þeir að fljúga, þegar til kom. Aðeins sá yngsti stökk svo hátt, að hann féll niður í mjúkan mosann. Þar veifaði hann vængjunum og leit upp til móður sinnar. Hinir hlógu að honum. Og Hans liló líka, svo að hann varð að grípa höndunum um magann. „Svona gekk þá fyrsta ferðin þeirra,“ sagði Rauðbryst- ingurinn. „Þú heldur víst, að það sé ekki rnikill vandi að fljúga. Reyndu það sjálfur, heimski drengur." 15

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.