Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1968, Blaðsíða 22

Æskan - 01.01.1968, Blaðsíða 22
ÞÓRIR S. GUÐBERGSSON: SEGÐU MÉR SÖGUNA AFTUR iarni og Berglind léku sér úti allan ■**"* daginn. Ekkert skyggí5i á gleSi þeirra. Þau liömuðust, þangað til þau urðu þreytt, þá þótti þeim gott að fá að koma inn og hvíla sig. Þannig leið dagurinn og brátt var komið kvöld. Stundvíslega klukkan 8 voru þau komin inn. Lengur mátti þau ekki vera úti, ])ó að sólin iiækkaði sifellt á lofti. Þegar klukkan var hálf tíu kom mamma þeirra inn til þeirra. Hún hafði næstum gleymt sögunni, sem hún hafði lofað að segja þeim. En um leið og hún gekk að rúmum þeirra, settist Berglind upp og sagði: — Mamma, veiztu það, að presturinn í út- varpinu sagði það á jólunum um daginn, að Jesús liefði fæðzt. Fæddist hann ]>á í útvarpinu? Mamma hennar gat ekki varizt brosi. Berglind litla hafði greinilega ekki skilið jólafrásöguna. Kannski gerði hún of litið af því að segja þeim sögurnar um Jesúm. — Nei, Berglind mín, sagði hún. — Jes- ús fæddist ekki í útvarpinu. Hann fæddist i Betleliem. Og nú skal ég halda áfram sög- unni um Mariu og Jesúm. Þá flýtti Bjarni sér að setjast upp og horfði spenntur á móður sína. Hann lang- aði til þess að vita, hvort engillinn hefði sagt alveg rétt frá. Siðan lióf móðir þeirra söguna. Nokkrum mánuðum síðar fengu þau María og Jósef boð frá keisaranum, að þau skyldu ltoma upp til borgarinnar Betlehem. Keisarinn ætlaði að láta fara fram mann- tal. Attu þá allir að koma hver til sinnar horgar og láta skrásetja sig þar. Og nú eru nærri tvö þúsund ár siðan þetta gerðist. Þá ferðuðust menn oft fót- gangandi og höfðu múldýr með sér, en stundum fóru þeir einnig á skipum. Loks komu ]>au til Betlehem. En þegar þau ætluðu að fara að sofa, var hvergi rúin fyrir þau í gistihúsinu. Þar var allt fullt af fólki. Þá sneru ]>au frá gistiliúsinu og fóru út í fjárhús. Það stóð þarna skammt frá. Þar var lilýtt og gott að vera. Þeim leið ágætlega. En þessa nótt fæddist Jesús. AUt í einu varð eitthvað svo bjart og fagurt í litla fjárhúsinu. Friður og ham- ingja livildi yfir öllu. Jafnvel dýrin virt- ust fyllast ólýsanlegum friði. En María tók barnið, vafði það reifum og lagði það í jötu, af því að þar var hlýjast. Snemma næsta morgun komu fjárhirð- ar til Maríu. Þeir sögðu henni undarlega sögu. — I nótt vorum við úti i haga að gæta fjárins, sögðu þeir fullir lotningu. — Allt í einu birtist okkur engill, og við urðum hræddir. Þá sagði engillinn: Verið ólirædd- ir. Því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, því að yður er í dag frelsari fæddur. Siðan sögðu hirðarnir, að þeir væru komnir til |iess að sjá frelsara mannanna. En María varð bæði undrandi og glöð, er hún heyrði þetta allt. Þetta er stærsta jólagjöfin, sem okkur hefur verið gefin, börnin mín, sagði móðir þeirra að lokum. ■— Guð gaf okkur Jesúm. Og það bezta, sem við getum gert fyrir hann, er að lifa fyrir liann. — — En nú langar mig til þess að sjá, hvort þið tókuð eins vel eftir og áður. 1. í hvaða borg fæddist Jesús? 2. Hverjir komu til hans um morgun- inn? 3. Af liverju áttu þeir að gleðjast? Börnin reyndu að svara spurningunum, en báðu síðan bænirnar sínar. Skömmu sið- ar voru þau bæði sofnuð. Stórkostlegur D A G U R HVAÐ HEITIR LANDIÐ? Fjórði áfangi birtist nú hér. Sendið svör ykkar fyrir 15. febrúar næstkomandi. í hvert sinn eru veitt sex búkaverðlaun fyrir rétt svör, og ef mörg rétt svör bcrast, verður dregið um verðlaunin. Hvað heitir landið? Stærð Iandsins er um 300.000 km2. Ibúar eru um 50 milljónir. Stjórnarfar er lýðveldi. Flestir landsbúar stunda landbúnað. Hveiti er helzta korntegundin. Mikið er ræktað þar af suðræn- um ávöxtum og vínviði. Mikiil iðnaður er í norðurhluta lands- ins. I landinu eru mestu vatns- virkjanir Evrópu. Höfuðborgin er mikil iðnaðarborg og menn- ingarmiðstöð, og þar eru sum frægustu lista- og fornminja- söfn heims. Borgin er talin ein elzta borg veraldar. Landsmenn hafa orð á sér fyrir að vera ör- lyndir, glaðlyndir og alúðlegir í viðmóti. Þeir eru lisihneigðir, og margir heimsfrægir lista- menn fyrr og síðar hafa komið frá þessu landi. HVAÐA LAND ER ÞETTA?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.