Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1968, Side 25

Æskan - 01.01.1968, Side 25
Hér eftir á mínútunni. Ethel litla var á bryggjunni nálœgt heimili foreldra sinna, er mamma kailaöi á hana í mat- inn. Hún var að gefa andarung- unum brauðmola. „Ég hleyp heim í livelli," sagði iiún við sjálfa sig um leið og hún braut í mola stóra brauðsneið. En litlu ungarnir voru svo hungr- aðir og það var svo gaman að gefa þeim að borða, að Etliel gleymdi sér alveg, eins og svo oft áður. Hún átti eina brauð- sneið eftir, þegar hundurinn liennar, hann Brúnó, kom þjót- andi niður á bryggju til henn- ar. Mamma önd tók eftir hvutta, er hann kom hoppandi yfir plankana i bryggjunni. „Kvalc, kvak,“ kallaði hún liátt og snjallt. Og hvað heldurðu? Hver einasti litli unginn liennar hljóp eins og fætur toguðu og renndi sér út á vatnið, svo það slettist í allar áttir. „Iívak, kvak 1“ lirópaði mamma önd aftur og allir litlu ungarnir syntu á eftir henni í halarófu og hurfu á bak við fallegan runna, er óx þar nálægt. „Hvernig stendur á þessu?“ sagði Ethel af mikilli undrun við sjálfa sig. „Ungarnir eru sársvangir, en þeir gáfu sér ekki tíma til að tina upp neinn mola eftir að mamma þeirra kallaði í þá. Þeir hlýddu strax, er mamma þeirra kallaði á þá.“ Ethel stóð grafkyrr um stund og hugsaði. Svo þaut liún heim. „Sein i matinn, eins og venju- lega,“ sagði Hal bróðir liennar, þegar Etiiel kom hlaupandi inn. „Já, en þetta cr i síðasta sinn, Só sem ég verð of sein,“ svaraði Ethel, „af ]>ví — af þvi — jæja, af þvi ég lærði af ...“ p Hal liló. Og Etliel stóð við orð sín. Hún liafði lært lexiuna sina vcl, og enginn, nema stóra, hvíta mamma önd vissi um leyndar- p málið. p G. J. Paicorek, þýddi. 8 SSSSSSSSSSSSSSSSSSS8SSSSSSSSS2S8SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS í herbergi prinsins, farðu og vittu, hvort maðurinn vill skipta á honum og nýjum.“ Galdramaðurinn sá, að þetta var einmitt lampinn, sem hann ágirntist, og var ekki seinn á sér að skipta. Hann nuddaði nú lampann þegar í stað og lét andann flytja höllina til Afriku með öllu saman. Meðan öllu þessu fór fram, var Aladdín á veiðurn, og er hann kom heim aftur, kallaði soldáninn hann á sinn fund, sárreiður yfir hvarfi dóttur sinnar, og sagði honum, að ef höllin væri ekki komin aftur á sinn stað innan fjöru- tíu daga, skyldi hann taka hann af lífi. Aladdín var nú í miklum vanda staddur, en af tilviljun nuddaði hann hringinn, sem galdramaðurinn hafði fengið honum. Þá birtist fyrir honum andi, og Aladdín skipaði honum að sækja höllina og setja hana aftur á sinn stað, en þessi andi var ekki eins máttugur og sá, sem lampanum fylgdi, og gat aðeins farið með Aladdín þangað, sem höllin var nú komin. Fann hann brátt prinsessuna og komst að raun um, að lampinn var enn í hönd- um galdramannsins. Náði hann sér nú í eitur hjá lyfsala nokkrum og sagði prinsessunni að gefa galdramanninum það um kvöldið. Gerði hún jiað, en hann féll dauður niður. Hljóp Aladdín til og tók lampann úr vasa galdramannsins og lét andann flytja höllina aftur til Kína. Soldáninn varð feginn að sjá dóttur sína aftur, gaf Aladdín upp sakir og tók hann í fulla sátt. Aladdín þurfti nú ekki framar að óttast óvin sinn, og er soldáninn dó mörgum árum síðar tóku þau prinsessan við ríki eftir hann og stjórnuðu vel og lengi.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.