Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1968, Side 26

Æskan - 01.01.1968, Side 26
INGIBJÖRG ÞORBERGS: 9 9 Gítarinn minn íú Ég þakka gamla árið, sem nú hefur kvatt. Þetta nýbyrjaða ár, 1968, vona ég að færi okkur öllum gleði og gæfu. Eins og allir vita, er það gömul þjóðtrú, að álfar og tröll séu mest á ferli um áramót, og flytji þá búferlum. Jólasveinarnir hverfa aftur upp í fjöllin. ,,Á þrettánd- anum síðasti sveinstaulinn fór,“ segir Jóhannes skáld úr Kötlum. — Þá hafa og börnin áreiðanleqa verið svo góð um þessi jól, að Grýla gamla hefur alls ekki lifnað við. Jóhannes hefur ort svo margt skemmtilegt um jólasveinana, Grýlu, Leppalúða og Jólaköttinn. Lagið, sem ég sendi ykkur núna, er einmitt við „Grýlukvæðið" hans. Þeim, sem spila á píanó bendi ég á, að undirspilið er í F-lykli (þ. e. þassalykli) í þáðum höndum. Og, að betur færi að syngja lagið áttund neðar en það er skrifað. Þeim, sem geta lært lag- línuna og vilja syngja lagið með aðstoð gítarsins, gef ég upp þá hljóma, sem bezt fara við lagið í því til- felli. Það eru að vísu ekki sömu hljómar og í píanó- undirspilinu, en þetta eru auðveldir hljómar, sem þið ættuð nú orðið að geta spilað á gítarinn, ef þið hafið æft af kappi, eins og ég veit að mörg ykkar hafa gert. Einnig merki ég hér hljóma inn á lag, sem þið kunn- ið öll, ,,Fimmeyringinn“, og þar kemur fyrir eitt nýtt grip A7. Svo kveð ég ykkur með ósk um GLEÐILEGT NÝÁR! Ingibjörg. c 1. Grýla hét tröllkerling leið og ljót G7 C með ferlega hönd og haltan fót. C í hömrunum bjó hún og horfði’ yfir sveit, G7 C var stundum mögur og stundum feit. F C F Á börnunum valt það, hvað Grýla’ átti gott, C Am Dm E7 hvort hún fékk mat í sinn poka’ og sinn pott. Dm E7 Dm E7 Ef góð voru börnin var Grýla svöng, G7 C F C og raulaði ófagran sultarsöng. C 2. Ef slæm voru börnin var Grýla glöð, G7 C og fálmaði’ í pokann sinn fingrahröð. C Og skálmaði’ úr hamrinum heldur gleið, G7 C og óð inn í bæina — beina leið. F C F Þar tók hún hin óþekku angaskinn, C Am Dm E7 og potaði þeim nið’r í pokann sinn. Dm E7 Dm E7 Og heim til sín aftur svo hélt hún fljótt, G7 C F C undir pottinum fuðraði fram á nótt. Grýlukvæði Lag: Ingibjörg Þorbergs. Ljóð: Jóhannes úr Kötlum. \ c / < 1 A (J > c 3. Um annað, sem gerðist þar, enginn veit, G7 C en Grýla varð samstundis södd og feit. C Hún hló, svo að nötraði hamarinn, G7 C og kyssti hann Leppalúða sinn. F C F Svo var það eitt sinn um einhver jól, C Am Dm E7 að börnin fengu buxur og kjól. Dm E7 Dm E7 Og þau voru öll svo undurgóð, G7 C F C að Grýla varð hrædd og hissa stóð. C 4. En við þetta lengi, lengi sat. G7 C I fjórtán daga hún fékk ei mat. C Þá varð hún svo mikið veslings hró, G7 C að loksins í bólið hún lagðist og dó. F C F En Leppalúði við bólið beið, C Am Dm E7 og síðan fór hann þá sömu leið. Dm F.7 Dm E7 Nú íslenzku börnin þess eins ég bið, G7 C F C að þau láti’ ekki hjúin lifna við. #rFimmeyringurinri## G C G 1. Ef að nú hjá pabba einn fimmeyring ég fengi, A7 D7 hve feikilega hrifin og glöð ég yrði þá. G C G Ég klappa skyldi pabba og kyssa’ hann vel og lengi, D7 G kaupa síðan allt, sem mig langar til að fá. G C G 2. Fyrst kaupi ég mér brúðu, sem leggur aftur augun, A7 D7 armbandsúrið gott, og af fallegustu gerð. G C G En af því hvað hún mamma er orðin þreytt á taugum, D7 G þá ætla ég að kaupa bíl í hvcrja sendiferð. G _ c G 3. Hjólhest og járnbraut ég ætla’ að gefa Gcira, A7 D7 gríðarstóra flugvél ég kaupi fyrir Finn. G C G Svo kaupi ég mér döðlur og súkkulaði’ og fleira. D7 G Síðan skal ég gefa pabba allan afganginn.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.