Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1968, Page 29

Æskan - 01.01.1968, Page 29
\ kranes er eini kaupstaðurinn í Borgarfjarðarsýslu. Hann stendur yzt á tánni fram undan Akrafjalli, sem er sporöskju- mynduð fjallbunga, er snýr frá norðaustri til suðvesturs, en er ldofin að vestan. Þekur l>að um það bil hálft nesið á milli Hval- fjarðar og Leirárvoga. Er ]>að nálœgt átta kílómetrar að lengd, en um ]>að bil hálfur fimmti kilómctri á hreidd, ]>ar sem ]>að er breiðast. Hœð ]>ess er víðast 480—640 metrar yfir sjó. Það er myndað af blágrýti, en vestan í ]>ví hefur myndazt langur dalur, sem klýfur fjallið inn að miðju. Víða er í fjallinu reglulegt og fallegt stuðlaberg, og hallast öll lögin austur á við. En milli blá- grýtislaganna er sums staðar rauðleitt móberg. Jökuil virðist hafa gengið yfir og sorfið af ]>ví allar hvassar brúnir landmegin og grafið dalinn að vestan. Mestur hluti fjallsins er næsta gróður- lítill. Yzta tá skagans, sem gengur fram af Akrafjalli, er kaupstaðar- lóð Akarnesbæjar. Heitir sunnan hans Krossvik, allbreið vik, sem takmarkast af Hólmunum fyrir framan Ytra-Hólm að austan, en Suðurflös, yzta tanga skagans, að vestan. Þar sem Krossvíkin skerst dýpst inn í nesið, cru sléttir sandar undir lágum bakka, og heitir þar Langisandur. Horfir hann beint móti suðri, og mun vart annars staðar liér á landi sjávarströnd, sem girnilcgri væri sem sjóbaðstaður. Lítil vik ganga sums staðar inn úr Krossavik, og voru ]>au að fornu varir og lendingarstaðir þeirra, sem sjó sóttu af Skipaskaga. Eins og að líkum lætur, ]>ar sem landið tyllir tá móti opnum Faxaflóa, hafa þungar öldur mætt á Skipaskaga á liðnum öldum. Það er lika augljóst, að mikið landbrot hefur ]>ar orðið, siðan sagnir hófust. Þar scm fyrir nokkrum mannsöldrum voru grasi gróin svæði, eru nú berar klappir, og klettarif, sem aðeins náði fram úr bakkanum við Langasand, er komið langt i sjó út. Að fornu fari voru þorskveiðar stundaðar frá sumarmálum fram cftir vori. Á sumrin veiddist lúða, skata og háfur, en á haustin þyrsklingur og ýsa. Var lcngi fram eftir öldum veitt á handfæri með steinsökku, og breyttist það ekki að ráði fyrr en talsvert dró fram á nítjándu öld. Þó munu lóðir hafa þekkzt þar fyrr á tímum. Um 1840 voru einskeptusegl á öllum Akranesbátum nema tveimur, noltkrir bátar með klofamastri og skautasegli, en flestir með sprytsegli og kannski fokku. Allir notuðu stjóra, en enginn bafði dreka né kröku. Hlifðarfötin voru auðvitað skinnklæði, og innflutt sjóföt komu fyrst til sögunnar eftir aldamótin síðustu. Þorskanet komu til sögunnar milli 1860 og 1870. Fyrsti þilfarsbát- urinn kom árið 1876. Fyrsti vélbáturinn árið 1906. Fyrsta ishúsið var reist árið 1910, en vélfrysting hófst 1928. Fyrstu steinbryggj- una lét Bjarni Ólafsson skipstjóri gera 1915, en á hafnargerð var hyrjað 1930. * Það var eitt sinn sagt, að þrennt væri frábærast á Akranesi: Harðfengi sjómanna, fegurð stúlknanna og gæði kartaflnanna. Kartöflurækt mun hafa hafizt þar fyrir miðja öldina, en þegar kartöflusýkin harst þangað, reyndist þetta víðfræga kartöflukyn mjög næmt fyrir sýkinni, og mun nú lítið eftir af kartöflustofni Akurnesinga. Aðalatvinnuvegur íbúanna er nú sjávarútvegur, ennfremur iðn- aður, landbúnaður og verzlun. Þar er nú stór höfn, gott sjúkra- hús, clliheimili, hótel, gagnfræðaskóli, iðnskóli, sundlaug, i]>rótta- höll og völlur, kvikmyndahús, byggðasafn og myndarleg kirkja. Akranes lilaut kaupstaðarréttindi árið 1941 og er nú i röð stærstu útgerðarstöðva landsins. Fyrir nokkrum árum var þar reist Sem- entsverksmiðja rikisins, og fullnægir framleiðsla liennar nú allri sementsþörf landsins. Skeljasandi til sementsgerðar er dælt upp af botni Faxaflóa og fluttur til lands, en verksmiðjan sjálf er knú- in rafmagni, sem framleitt er með vatnsorku. Barna- og unglingablaðið ÆSKAN á miklum vinsældum að fagna meðal æsku kaupstaðarins, og eru nú um 400 fastir kaupendur hennar þar. Útsölumaður hlaðsins á Akranesi er Jón Þór Halldórs- son, Vesturgötu 133. AKRANES ÆSKAN hefur uú um 400 kaupendur á AKRANESI 2) 3) 4) 5) 6) 7) 8) 9) 10) Dagsettu hréfið. Hcilsaðu og kveddu bréfavin þinn á viðeigandi liátt. Skrifaðu, eins og ]>ú værir að tala við vin. Mundu cftir að nota lestrarmerki rétt. Hafðu greinaskil, ]>egar þú skiptir um umræðuefni. Skrifaðu greinilega utan á umslagið. Prentstafir eru alltaf greinilegastir. Mundu að skrifa nafn og heimilisfang sendanda aftan á umslagið. Notaðu aðeins lirein og óskemmd frimerki. Limdu frímerkið i efra hægra hornið. Efra vinstra liornið er fyrir leiðbeiningar til starfsmanna póstsins, t. d. flug- póstur, prentað mál, ábyrgðarbréf o. s. frv. Skemmtilegar skriftir! Bítlarnir munu næstu þrjá mánuðina dvelja i Indlandi við að læra hugleiðslu lijá jógan- um Mamahirisk Hahesli. Regina á Siglunesi, skrifar: Eg er búin að kaupa þig i þrjú ár. Blaðið er alltaf jafn skemmtilegt, ]>að er alltaf kapp- hlaup á milli okkar systkiuanna þegar þú kemur á heimilið okk- ar, því allir vilja lesa þig fyrst. 25

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.