Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1968, Síða 34

Æskan - 01.01.1968, Síða 34
Kjartan Bergmann Guðjónsson: Glíma. ♦ JVokkur atriði um glimu. IV. KAFLI — Glímubrögð og varnir. Stutt lýsing á helztu brögðum og vörnum við þeim. II. LEGGJARBRAGÐ Sækjandi bregður liægra fæti utanvert á vinstri fót viðfangs- manns neðan ökia og tekur keppinautinn að sér og sveifiar honum til liægri með átaki og bolvindu. Leggjarbragð skal ætið leggja mjúklega á fót andstæðingsins, })ví að sé fætinum slegið á fót hans getur það valdið meiðsl- um. Vörn við Ieggjarbragði. Vcrj- andi lileypur upp úr bragðinu Höíuðbrögð glímunnar eru sjö: krækja, leggjarbragð, hnéhnykkur, hælkrókur, sniðglíma, mjaðmarhnykkur og klofbragð. Hveit glímubragð greinist í margþætt afbrigði, t. d. eru taldar 9 tegundir hælkróka. Við hverju glímu- bragði eru til varnir. Það er ekki síður áríðandi að vera góður í vörn en sókn. Oft getur góð vörn skapað sóknar- skilyrði og lætur þá verjandinn koma któk á móti bragði. f hverju bragði er nauðsynlegt að taka viðfangsmann- inn Jiétt að sér J:>egar .bragðið er tekið. Við öli brögð Jtarf samstillingu handa og fóta og viðeigandi bolfestu eða bolvindu og bolfall, sem liér verður of langt mál að lýsa, með hverju bragði, en í trausti Jress, að Jaær bragðamynd- ir, sem fylgja með hverri bragðiýsingu, skýri Jretta að nokkru leyti, verður reynt að lýsa hverju bragði með eins fáum orðum og frekast er unnt. í trausti þess, að Jiessar orðfáu bragðalýsingar, sem hér fara á eftir, verði hvatning til Jreirra, sem áhuga hafa fyr- ir glímu, að eignast glímubókina Jsegar hún kemur út, en Jrar mun að finna nákvæmar lýsingar á öllum glímu- brögðum og vörnum við þeim svo og öðrum atriðum varðandi glímuna, eru þessi orð ekki liöfð fleiri hér. Krækja. I. KRÆKJA. Krækju má taka hæði niðri og á lofti og livort sem er með hægri eða vinstri fæti, en flest hrögð má taka ])annig. Hér verður hún einungis sýnd tekin með hægra fæti niðri. Sækjandi beygir liné og kræk- ir um leið hægra fæti út og aft- ur fyrir hægri ökla viðfangs- manns, flytur hann til hægri og sveiflar honum með handafli og holvindu til vinstri. Vörn við krækju er sú, að rétta úr öklanum og kippa fæt- inum upp og aftur úr hragðinu og ýta andstæðingi sínum frá sér um leið. Leggjarbragð. Hnéhnykkur. Hælkrókur hægri á hægri yfir fót sækjanda (gætir þess að lyfta fyrr þeim fætinum, sem hrugðið er), eða kippir fætin- um aftur úr bragðinu og ýtir sækjanda frá sér um leið. III. HNÉHNYKKUR. Sækjandi hcygir linén og brcgður hægra hné í hnésbót andstæðingsins, tekur hann að sér og sveiflar honum yfir hné sér og fellir hann með bolvindu til hægri. Vörn við hnéhnykk. Verjandi kippir fætinum, sem brugðið er, aftur úr bragðinu og ýtir sækj- anda frá sér. ' t ~~~— Íf 1 ' i ££ •:•••• |fi,M ifef Hælkrókur á vinstri. IV. IIÆLKRÓKUR HÆGRI Á IIÆGRI. Sækjandi stígur vinstra fæti út fyrir hægra fót viðfangs- manns og smeygir hægra fæti inn á milli fóta hans og krækir liælnum aftur fyrir hægri fót- inn, færir fót hans upp og yfii' til hægri og fellir hann með holvindu til vinstri og bolfalli án ]>ess að slaka á aðtökum handa. Vörn við hælkrók hægri á hægri. Verjandi losar fótinn mjúklega úr hragðinu mcð ]>vi að kippa honum til baka og ýta samtímis viðfangsmanni frá sér.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.