Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1968, Page 47

Æskan - 01.01.1968, Page 47
 Gauti Hannesson: Handavinna Það er hægt að búa til heilan flugflota úr einum eldspýtnastokki. Fljúgandi eldspýtur. Or einum eldspýtnastokk getið þið búið til heilan flug- ílota, því að í hverjum stokk eru u. þ. b. 50 eldspýtur. — Það sem þið þurfið til þessarar vinnu er: Hnífur, skæri, lím og stinnur pappír. — Klippið fyrst vængi (A), hæðar- stýri(B) og liliðarstýri (C) í þessum stærðum, sem þið sjáið á myndinni. Vængurinn er lagður inn í bók og beygður lítið eitt niður (sjá D) þar sem punktalínan er, en hún er ca. 1,5 mm frá frambrún vængjarins. — Skerið smá flipa inn í spýtuna 17 mm frá brennisteininum, en þar á að smeygja vængnum inn í (sjá E og F). Gerið smá rifu í eldspýtuna að aftan, fyrir liliðarstýri (C) en hæðar- stýrið (B) er límt fast þar sem skástrikað er á teikning- unni. — Þið klippið V. aftan í liæðarstýrið (sjá mynd B). Á mynd H. sjáið þið hvernig vængnum er komið fyrir með því að ýta á hann með tveimur eldspýtum. Betra er að bera örlítið lím í hökin, svo að vængurinn sitji fastur. Og nú skulið þið spreyta ykkur á því, að búa til mis- munandi „model“ af flugvélum. Á meðfylgjandi mynd sjáið þið nokkrar, þar á meðal þotur. Hægt er líka að búa til eins konar skotpall fyrir þessar litlu flugur og sjáið þið hann hér á einni myndinni. Pallurinn er úr eldspýtnastokk, þar sem ein eldspýta og gúmmíteygja eru hjálpartækin. Eldspýtunni er kippt niður og skutlar þá teygjan flugunni áfram út í loftið. — 43

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.