Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1968, Page 55

Æskan - 01.01.1968, Page 55
Handavinna } Teningur. Hér kcmur teikning af því, Kvernig þið getið búið til ten- ing. Efnið er karton og á hann er teiknað eins og myndin sýn- ir. Skerið ofan í miðju á kart- oninum, þar sem punktalínurn- ar eru, því að þar þarf að brjóta. Fletirnir, sem merktir eru með X eiga síðan að ganga inn í teninginn og límast fastir. 166. Ég komst að ísjakanum og lagði á bratt- ann. Þetta er mjög hættulegt. Sums staðar voru stórar glufur í ísnum, annars staðar var jakinn alveg þverhníptur. 167. Loksins var ég kominn alveg að bjarn- dýrunum og sá nú, að þau voru að stinga saman nefjum glettnisleg á svip. 168. Ég var í þann veginn að grípa til byss- unnar, er mér skrikaði fótur, og ég féll aftur á bak. 170. Þið getið ímyndað ykkur, hversu undr- andi ég varð, þegar ég rankaði við mér. Ann- að' bjarndýrið hafði bitið í rassinn á buxun- um mínum og dró mig með sér, Ég velti því fyrir mér, hvar ég myndi að lokum hafna. Bók CL St O Ö11 • Ef þið eigi'ð fj óra tóma vindlakassa af sömu stærð, get- 'Ö þið búið til góðar bókastoðir. fvær papparæmur eru sniðnar til eftir breidd kassanna. Á þær límið þið kassana eins og mynd- in sýnir, annan með botninn niður á venjulegan hátt, en hinn stendur upp á endann. Eitthvað þarf að skreyta kass- ana áður en þeir eru límdir fastir, en í málningarverzlunum fást ýmsar gerðir af veggfóðri með lími aftan á, sem kemur vel til greina til skreytinganna. I>ið takið eftir því á myndinni, að papparæman nær dálítið út fyrir kassana, en það er haft þannig til þess, að bækurnar, sem þar standa, hindri það með þunga sínum að bókastoðirnar renni sundur. Kassarnir geta svo verið ágætar geymslur fyrir málaraáhöld eða ritföng. 51

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.