Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1968, Qupperneq 58

Æskan - 01.01.1968, Qupperneq 58
Wm SAMEINUÐU Þ3ÓÐIRNAR WM Allsherj arþingið. Öll aöildarríkin eiga sæti á Allslierjar- þinginu. Hvert ríki liefur í mesta lagi fimm fulltrúa á Allsherjarþinginu. Hvert ríki ræður því sjálft, hvernig ]iað velur fall- trúa sína. Tvo Jiriðju iiluta atkvæða þarf til þess að samþykkja tiilögur, sem snerta frið og öryggi milli þjóða, ennfremur Við kosningu fulltrúa í ýmsar stofnanir S. Þ., til upptöku í S.Þ., til brottvikningar Um stundarsakir, auk þess vandamál sem snerta Gæzluverndarráðið og um fjárhags- áætlunina. í öðrum málum nægir einfaldur meirihluti. Hvert aðildarríki liefur eitt at- kvæði á Allsherjarþingi. Allsherjarþingið kemur saman einu sinni á ári til reglulegra funda, og kemur Jiingið saman í september. Aukaþing má kalla saman eftir tilmælum Oryggisráðs, eða ef meiri liluti aðildarríkja æskir þess, eða fyrir tilmæli eins aðildarríkis, sem hef- ur fylgi meiri iduta aðildarrikja á bak við sig. Öryggisráðið. — í Öryggisráði eru fimm ríki fastir að- ilar: Frakkland, Sovétrikin, Stóra-Bret- land, Bandaríkin og Kína, og sex ríki lijörnir aðilar, sem Allsherjarþingið kýs til tveggja ára í senn. Öryggisráðið starf- ar á vegum allra aðildarríkja S. Þ. Þau hafa öll skuldbundið sig til að framl'ylgja ályktunum þess og leggja því íil hervædd- an liðsafla og viðhalda friði og öryggi. Öryggisráðið er stöðugt að starfi, og full- trúi frá hverju ríki, sem hlut á að máli, ska! alltaf vera viðstaddur í aðaIhækistöðv- um S. Þ. Dag Hammerskjöld. Þvottabjörninn er mjög al- gengur í Norður-Ameríku og skinnið var áður fyrr injög eft- irsótt til húfugerðar meðal landnema í Bandaríkjunum. Þótti sá eiginlega ekki maður með mönnum, sem átti ekki slíkt höfuðfat. Auðvelt er að temja þvottabjörninn, en hann er mjög grimmur og harð- skeyttur, ef á liann er ráðizt. Skóílan mikla á myndinni er stærsta sjálfhreyfanlega tækið, sem maðurinn hefur smíðað. Ilún er knúin mcð rafmagni og getur tekið 173 smálestir af mold og grjóti i einum liita. Skóflan, sem sniíðuð er vestur í Milwaukee i Bandaríkjunum, er á hæð við 20 liæða liyggingu og hreiddin eins og þjóðvegur með 8 akreinum. Maísinn er uþprunninn i Veslurheimi, og þekktu hvítir menn hatin ekki, fyrr en Kol- umbus liafði fundið Ameriku i annað sinn fyrir Evrópumenn, og kynntist lionum í mataræði Indíána. f ]iá daga voru itiarg- vislegar helgiathafnir Indíána tengdar gróðursetningu maís- jurtarinnar og uppskeru henn- ar og annars jarðargróðurs. Áætlað var að árið 1000 hefði bandaríska Jijóðin notað um KiO milljarða lítra vatns daglega, en 00 árum síðar var vatnseyðslan komin upp i nær 1.300 millj- arða lítra á dag. Minnst af ]iessu er drulskið eða notað til matargerðar. Iðnaðurinn gleyp- ir óhemju vatn, því að t. d. þarf nær 260 |ms. lítra til að fram- leiða aðeins eina smálest af stáli. 54

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.