Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1968, Page 4

Æskan - 01.02.1968, Page 4
Hér sjáið þið eitt Eskimóahús. Það er að vísu ekki byggt úr snjó, heldur úr torfi og grjóti, og er það á Grænlandi. Hann var líka mjög vandvirkur maður við þetta. Þegar ég fór að venjast þvi síðar, fann ég, að þessi nákvæmni var ekki nauðsynleg, næstu röð var liægt að byrja hvar sem var. Þar sem Ovayuak ætlaði að hyrja næstu röð, skar hann á ská niður af þremur flögum, þannig að nálægt einn fjórði hluti fór af fyrstu flögunni, helmingur af annarri og þrír fjórðu hlutar af þeirri þriðju, og náði þessi neiðing nærri niður á jörð. Þá tók iiann flögu af venjulegri stærð og setti liana í þessa sneiðingu, þannig að hægri endi flögunnar nam við enda heilu flögunnar í fyrsta hringnum, til hægri handar við manninn. Þegar Ovayuak var byrjaður á annarri umferðinni, hélt hann áfram að hlaða til vinstri handar, þannig, að lileðslan gekk jafnt upp á við eins og gormur. Jafnframt hölluðust flögurnar því meir inn sem ofar dró, svo að húsið varð kúpt eða cgglaga. Aðferðin var hin sama þó að byggingunni væri nærri lokið. Þó að mikill halli væri orðinn á efstu flögunni, toldu þær í lileðslunni, ef þeim var vandvirknislega hlaðið hverri að annarri og þær brotnuðu ekki, ef vel var unnið. Áður en byrjað var að hlaða, liafði Ovayuak sjálfur skorið 15—20 fiögur. Meðan liann var að lilaða, bar ég þær til hans og kona hans liélt áfram að skera til flögur. Ég held, að alls hafi farið milli 40 og 50 flögur í húsið. Þegar hún þóttist hafa skorið nóg af flögum, var liúsið orðið þrjár umferðir á hæð. Göt voru viðast hvar, stór eða litil, þar sem flögurnar komu saman. Hún tók nú til við að fylla í þau með snjó. Varð að gera það með varfærni, því að þetta er allt nokkuð viðkvæmt ennþá. Þegar hér var komið, var orðið erfitt fyrir mig að rétta Ovayuak flögurnar yfir vegginn. Þá skar liann gat á veginn niður við jörð; þar skaut ég flögunum inn, en hann tók við þeim og hlóð í vegginn. Alls fóru fimm umferðir af flögum i liúsið. Ég gerði mér i liugarlund að erfiðast yrði að gera þakið eða livelfinguna efst uppi. En ef maður horfir á, þegar verið er að gera liúsið, kemur það í ljós, að það cr einna auðveldast að ljúka því. Neðst er liringurinn svo víður, að flögurnar liggja nærri heint út frá annarri. Ef við tökum tvær domino-plötur og setjum þær á borðið með endana saman, finnst manni erfitt að láta þær leggjast saman. En ef endarnir mætast i 30—45 gráðu horni, þá styðja þær hvor aðra og slanda því stöðugri. I.ilit er um snjóflögurnar. Þegar komið er að þakinu, er liringurinn orðinn helmingi minni en fyrst niðri við jörðina. Flögurnar koma því saman þar í miklu skarpara horni og styðja betur hver aðra. Að síðustu verður eftir op í miðju, beint uppi yfir liöfði húsgerðarmannsins, óreglu- legt í lögun og fellur engin flaga þar í. Eftir sínu æfða auga sker hann þá opið jjannig til, að flaga af venjulegri stærð falli í það. Það má vera ferhyrnt eða þrihyrnt eftir ástæðum. Þá tekur liann síðustu flöguna, sker hana til eftir opinu og nemur einnig dá- litið af Jjykktinni, stingur henni á rönd upp um opið og sá, sem stendur fyrir Utan, sér hvar háðar hendur hans koma upp um opið. Nú lætur hann flöguna verða lárétta á höndum sér og leggur hana þannig yfir opið og á liún að falla í það eins og lok. I'lagan er máske ofurlítið stærri en opið, en ]>á sker hann af henni, svo að hún falli nákvæmlega í jjað. Þegar Ovayuak hafði lokið hleðslunni, hafði kona hans fyllt öll göt í þremur neðstu umferðunum. Sprungurnar í ]>akinu fyllti Ovayuak að innan. Þegar hann til- '0«0*0*0*0»0*0*0*0«0»0*0«I Fallegustu hendurnar. Það kemur stundum fyrir, að tveir menn biðja sömu stúlk- una að verða konuna sína. En auðvitaö vill hún þá ekki báða, og getur heldur ekki átt nema einn mann. Einu sinni í fornöld var stúlka, sem liét Ása. Það báðu hennar tveir menn, sem liétu Ásmundur og Eyvindur, en hún sagði liægt: „Ég gef ykkur ekki ncitt svar núna. En þegar þið komið úr liernaði i haust, þá megið þið koma liingað til mín, og ])á vil ég þann ykkar, sem liefur fallegri hendur." Þeir fóru viða um lönd og sjó. Eyvindur liafði alltaf vett- linga á liöndunum, svo þær skyldu verða sem livítastar, og vann því litil frægðarverk, en hlífði sér oftast og lá í rúmi sinu. En Ásmundur gekk fram i bardagana berlientur og var ætið þar sem mest var hættan. Hann féltk oft sár, sem pi'ýddu hann lítið, en það hirti hann ekki um, liann vann jafnan sig- ur. Um haustið, þegar þeir komu heim, tók Eyvindur i fyrsta sinn af sér vettlingana og voru lians hendur livítar og mjúkar eins og á stúlku, því hann hafði ekkert gert. En Ásmundar hend- ur voru hrjúfar og dökkleitar með mörgum örum. Ása skoðaði hendurnar og sagði við Eyvind: „Ekki hefur ])ú þreytt þig á róðri, eða feng- ið sár i bardögum." En þegar hún leit á hendur Ásmundar sagði liún: „Þessar liendur hafa ekki lilift sér í sumar, þær eru hrjúfar, en mér þykja þær langtum fallegri." Hún átti hann síðan fyrir mann. §§ SoSoSoSS8SSS2SSS5o 60 i

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.