Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1968, Blaðsíða 34

Æskan - 01.02.1968, Blaðsíða 34
Arngr. Sigurðsson: FLUG '■‘f 1. nóv. gekk vetraráætlun Flugfélags íslands í gildi. Sú nýbreytni verður, að Douglas DC-3 verður staðsett á Akur- eyri, og mun hún halda uj)pi samgöngum milli staða norð- anlands og austan. Nær allar innanlandsferðir verða að öðru leyti farnar með Fokker Friend- ship. Innlendur '■‘f 15. nóv. fluttu flugvélar frá Flugsýn 4896 lítra af mjóllc til Vestmannaeyja. 5. desember hrapar eins- hreyfils flugvél af gerðinni Piper Cherokee í Vatnsmýrina rétt hjá Norræna húsinu. Flug- vélin var eign Flugsýnar, TF- AIT. Þetta gerðist í myrkri kl. 16:15, þegar flugvélin var í flugtaki, en gangur mótorsins var ekki eðlilegur. Mennirnir tveir, sem i flugvélinni voru, hlutu furðu litla áverka. Jörð var snævi þakin. Flugvélin er stórskemmd. '■^1 í desember skýra bæði stóru flugfélögin frá J»ví, að vöru- flutningar með flugvélum félag- anna hafi stóraukizt. 0*0*0#QfO*0*0»0#0«0«OtOfo#o#o»o*o«o«o*o»o»o tototototototototototototototototototototot 90 í tilefni af 40 ára afmæli Atl- antshafsflugs Lindberglis flug- kappa — en hann flaug aleinn frá New York án viðkomu til Parísar dagana 20.-21. maí 1927 — spyr hr. Björn Ólafsson, hvort Lindbergh hafi noltkurn tíma komið til íslands. Jú, mér er kunnugt um eitt skipti, og Iýsir Alexander heitinn Jóhann- esson prófessor þessari heim- sókn Lindberghs í hinni skemmtilegu bók sinni „í lofti“. Lindbergli kom til Reykja- víkur 15. ágúst 1933 og lenti á Viðeyjarsundi kl. liálfátta um kvöldið. í för með honum var kona hans. Þau flugu hingað frá Angmagsalik og tóku stefnu á Vestfirði og flugu síðan suð- ur um. Mikill mannfjöldi var saman kominn í Vatnagörðum, þegar það vitnaðist, að þeirra hjóna væri von. En Lindbergli var ekki um það gefið, að mannfjöldi ]»yrptist í kringum liann. Þennan dag var norð- vestan stinningskaldi og tals- verðar öldur á ytri höfninni í Reykjavík. Var honum því sent skeyti um, að bezt væri að lenda inni í Vatnagörðum eða á Skerjafirði. Var honum fagn- að og þeim lijónum af fulltrú- um bæjarins og umhoðsmanni Pan American Airways félags- ins, en um þessar mundir var Lindhergli ráðunautur þess fé- lags. Mannfjöldinn laust upp fagn- aðarópum, en er þau höfðu ek- ið nokkurn spöl frá flugskýl- inu áleiðis til Reykjavíkur, ósk- uðu þau að snúa aftur i Vatna- garða, og stóð ]»á heirna að all- ur mannfjöldinn var farinn til Reykjavikur. Björn Bjarnason i Viðey hafði aðstoðað við lendingu flugvélarinnar og var á heim- leið í vélbáti sinum, er hann sá Lindberghslijónni á bryggj- unni í Vatnagörðum. Sneri hann þá við til þeirra, en þau báðu hann um gistingu. Héldu þau síðan til Viðeyjar og dvöldu hjá Birni þann dag og daginn eftir. Vildu þau sem minnst láta fyrir sér hafa. 17. ágúst flugu þau til Reykja- vikur, en daginn áður höfðu þau skroppiö á pósthúsið i Reykjavik, og er það vitnaðist, að Lindbergh væri kominn í bæinn, þyrptist múgur manns fyrir utan til þess að sjá hann, er liann kæmi út. En hann sá við þessu og fór út um aðrar dyr. Þau hjónin dvöldu 5 daga í Reykjavík og voru þar í boði, m. a. hjá forsætisráðlierra, en frú Lindbergh fór cinn daginn austur að Þingvöllum. Var orð á því gert af þeim, sem kynnt- ust Lindbergli, hve yfirlætislaus hann var, alþýðlegur og hisp- urslaus og mótli á engu sjá, að hann liti á sig öðrum fremri. En er minnst var á flugferðir, tindruðu augu lians; mátti þá kenna, að áliugi hans á þessuni málum var óskiptur. Flugvél Lindberghs liafði að- eins einn lireyfil, 750 hestafla, en hraði flugvélarinnar var 290 —350 km/klst. Á þessari flug- vél liafði liann meðal annars flogið yfir Grænlandsjökul, og á þessari flugvél flaug liann síð- an víða um lönd, um öll Norð- urlönd, til Englands, Hollands, Belgiu og viðar. Loks flaug hann til Vestur-Afríku og það- an yfir hafið til Brasilíu. Hann ltvað svo að orði, að hreyfill flugvélar sinnar væri svo gerð- ur, að hann gæti ekki bilað. I i'ullu trausti þess flaug hann óraleiðir án þess að nokkurt óhapp kæmi fyrir. Þau hjón flugu frá Reykjavik 22. ágúst til Eskifjarðar, en munu á þeirri ferð hafa flogif* tvisvar yfir landið, fyrst til Eyjafjarðar og siðan aftur suð- ur yfir, en 6 stundir tæpar voi'U ]»au á þessari ferð. Daginn eftir Þessi mynd var tek- in rétt eftir lend- ingu Lindberghs- hjónanna á Viðeyj- arsundi við Reykja- vík 15. ágúst 1933. •0»0*0#u

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.