Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1968, Blaðsíða 15

Æskan - 01.02.1968, Blaðsíða 15
ÞORIR S. GUÐBERGSSON: SEGÐU MÉR SÖGUNA AFTUR JJag cinn fóru foreldrar Bjarna og Berg- lindar með ])au í boð. Systkinunum l'ótti alltaf gaman að koma til frændfólks S|ns. Þar var svo gaman að leika sér. Þau fundu upp á ýmsu, sem fullorðna fólkinu l'ótti eklti alltaf gott. En börn eru nú alltaf Ijörn, og fullorðna fólkið verður að reyna að Skiija bað. 'r rændi þeirra var oft að glettast við þau °S stríða þeim svolítið. Og einu sinni datt beim i hug að ná sér niðri á honum. Þau fundu gamla þvottaskál úti i garð- mum fulla af vatni. Siðan settu þau skál- lna beint fyrir neðan tröppurnar, sem lágu l*t í garðinn. Frændi, frændi, kölluðu þau bæði aliöf, og frændi þeirra kom hlaupandi út a harða spretti. En hann áttaði sig ekki á skálinni. Og áður en hann vissi af hafði hann stigið ofan i hana, svo að gusurnar Kengu i allar áttir! — um leið og börnin fóru að hlæja skildi hann, að þetta var keirra verk og skellihló sjálfur. ~~ Þetta var svo sem mátulegt á mig, Sagði hann og flýtti sér inn til að skipta Uln sokka og skó. Skemmtilegir dagar líða alltaf fljótt. Svo 'arð einnig með þennan dag. Þeim fannst l'au varla vera komin, ]>egar þau þurftu að fara heim aftur. En kvöldið var komið. ’au urðu að fara lieim. f’egar ]>au liöfðu þvegið sér og háttað, 10In móðir þeirra inn iil þeirra. Hún ætl- ‘'Ói að segja þeim sögu. Þau flýttu sér upp runi, hreiddu sængina vel ofan á sig og >iðu nú aðeins eftir þvi, að móðir þeirra ‘yrjaði söguna. Æskuár. — Ætlarðu nú að segja okliur, þegar Jesús var strákur? spurði Bjarni um leið og móðir þeirra settist hjá þeim. — Já, svaraði hún rólega. — Og nú skul- uð þið hlusta vel. Dagarnir og árin liðu fljótt. Jesús ólst upp í Nazaret. Hann lijálpaði föður sinum og móður eins og hann gat. Hann var sér- staklega góður drengur. Þegar Jesús var tólf ára fóru foreldrar lians með hann til borgarinnar Jerúsalem. Þetta var um páskaliátíðiua og margir á ferðalagi. Þegar ]>au höfðu dvalizt þar nokkra daga, urðu þau aftur að snúa lieim á leið. En nú var ekki gott i efni. Þau gátu hvergi fundið son sinn. Þau höfðu misst af honum í mannþrönginni. Jósef sagði þá, aC hann hlyti að vera með frændfólki sinu. Hann mundi óreiðanlega koma á eftir þeim. Síðan leið allur dagurinn, og ekki kom Jesús. Þá sneru þau aftur til borgarinnar. Eftir þrjá daga fundu þau hann loks í einni lsirkjunni. Þar sat hann hjá fullorðna fólkinu, hlustaði, spurði og sagði frá. Og fullorðna fólkið varð alveg Undrandi, hvað Jesús vissi miltið. Það vissi ekki enn, að hann var sonur Guðs. Siðan fór liann lieim með foreldrum sin- um og var þeim hlýðinn og góður. Takið þið vel eftir því, hvað hann var þeim hlýðinn. Þannig eiga öll góð hörn að vera. Stundum reynist það erfitt. Og stundum eru meira segja til hörn, sem gera grín að þeim, sem vilja vera góðir. En það þarft oftast meiri hreysti til þess að vera góður, en að láta allt sigla sinn sjó eins og flestir. — — Og svo stendur líka um Jesúm: — Og liann þroskaðist að vizku og vexti og náð lijá Guði og mönn- um. Og þannig lýkur nú sögunni í kvöld, sagði móðir þeirra að lokum. Þau fengu að spyrja móður sina, og liún reyndi að svara eftir heztu getu. En liún vildi lika, að þau lærðu eitthvað af þessum sögum, svo að liún fékk einnig að spyrja þau. Og spurn- ingarnar liljóðuðu á þessa leið: 1. Til hvaða horgar fóru þau með Jesúm? 2. Hvaða liátíð stóð yfir? 3. Hvað var Jesús gamall? 4. Hvernig var Jesús gagnvart foreldrum sínum? 5. Hvað getum við lært af því? Þegar spurningunum lauk voru börnin alveg að sofna. Móðir þeirra læddist út úr herberginu og lokaði varlega á eftir sér. ^llð 1859 finnur Planté upp afgeyminn, rafmagnsáhöld, , <TUl lneð því að notast við j yÞlötur, sem komið er fyrir „TOiíiri brennisteinssýru, tek- . , a ttóti rafmagnsorku við ðsUl‘ en gefur frá sér raf- magnsorku við afhleðslu. Raf- geymirinn er nú mjög mikil- vægur sem Ijós- og orkugjafi í hílum, skipum, flugvélum og járnbrautum. Uppfinningin hyggir á fyrstu tilraunum Gal- vanos og Volta til að framleiða rafmagnsstraum. Kirckhoff og Bunsen leggja grundvöllinn að ljósbrotarann- sóknum árið 1859. En með þeim er liægt að ákveða lögun log- andi liluta, ef ljósgeislar þeirra fara í gegnum glerstrending. Með þessu er einnig hægt að ákveða efnislegt ástand himin- tunglanna. Árið 1860 kemur kennarinn Reiz í Frakklandi fram með síma sinn. Var þetta mikil framför miðað við hinar mörgu fyrri tilraunir annarra uppfinninga- manna. En notliæfur varð sím- inn eklti fyrr en Amerikumað- urinn Bell hafði endurbætt hann. Bell bjó til fyrsta tal- sima sinn árið 1875. Fyrsta tal- símalterfinu (50 km) var komið á i Bandaríkjunum árið 1877. Ilughes, sem fann upp sjálf- virka ritsimann, fann árið 1878 upp liljóðnemann (mikrofon- inn), sem gerði mönnum kleift að heyra mjög veik liljóð og eiga samtöl milli fjarlægra staða. U PPGÖTVANIR 71

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.