Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1968, Blaðsíða 19

Æskan - 01.02.1968, Blaðsíða 19
Ævintýri HERAKLESAR Það verk, sem Evrýþevs kon- ungur skipaði Heraklesi þessu næst, var ærið viðbjóðslegt. Ágías er nefndur konungur í Elis. Hann átti afar stórt fjós °g í þvi voru um þúsund naut- gripir, og hafði ekki verið molt- að út úr því fjósi í þrjátíu ár. Mykjan var orðin þar svo djúp, að nautin fengu kafhlaup i lienni og komust hvorlci orðið út né inn. Heill x-éttasöfnuður af mönnum liefði ekki getað niokað þeim ósköpum út og ek- ið hurt á lieilu ári. Og nú var Heraklesi skipað að hreinsa fjósið svo vel sem nýtt væri og gera það á einum degi. Þegar Herakles kom til Elis, sýndi Ágías konungur honum fjósið hjá sér, og sagði, að hann skyldi gefa honum þrjú hundr- uð uxa að launum, ef hann gæti Þreinsað fjósið á einum degi. Herakles gekk nú í kringum fjósið og athugaði það allt ná- kvæmlega. Hár múr var um- hverfis fjósið, en opinn garður i miðju. Hann tók og eftir því, að skammt frá fjósinu rann mjög straumhörð á, sem var vatnsból nautanna, og kom hon- Uln þá það ráð í liug, að veita hessari á inn í fjósið og láta hana hreinsa það. En nú varð að láta hendur standa fram úr ermum, ]>vi tím- inn var tæpur. Og Herakles tók begar til verks. Fyrst gróf hann þröngan skurð og afar djúpan H'á efra fjósmúrnum á snið upp að ánni, en sltildi þó eftir lít- Inn spöl ógrafinn við ána, svo að vatnið hlypi ekki í skurðinn fyrri en allt væri tilbúið. Því næst braut l>ann stórt gat á niúrinn inn til fjóssins og ann- aó gat á múrinn hinum megin að neðanverðu. Þaðan frá gróf hann svo aftur skurð niður frá fjósinu, jafndjúpan efra skurð- inum, en víðari, og lá hann á ská að fljótinu nokkru neðar. Þegar hann var húinn að húa svo um allt þetta sem honum líkaði, gróf hann hurt stífluna, sem eftir var ógrafin í efri skurðkjaftinum við ána, og heljaði þá straumurinn inn í skurðinn og ruddi burt hverju sem fyrir varð. Gegnum gatið á múrnum brauzt straumurinn inn í fjósið, og gekk þá Hera- kles þangað og þótti gaman að horfa á, hvernig vatnsflóðið ruddist um enda á milli í fjós- 5. þraut ^ inu, og kom út þaðan æði mikið óhreinna en það fór inn. Og þarna stóð hann lengi síðari liluta dagsins og liorfði ánægð- ur á aðganginn, því þarna ruddi áin í margar klukkustundir hverri dyngjunni eftir aðra út úr þessu lieljarfjósi. Við sólar- lagshilið sá hann, að vatnið kom loks tært úr fjósinu, og gekk hann þá að dyrunum og þótti gott um að litast, því f jós- ið var nú að innan svo spegil- fagurt eins og þegar það var nýtt. Nú fór Herakles að stífla skurðinn frá ánni, og gerði það með því, að róta ofan i hann allri ]>eirri mold og grjóti, sem hann hafði mokað upp úr hon- um um morguninn. Það var rétt að hann slapp með þetta fyrir myrkrið, og hann heið því ]>ess til næsta morguns að ganga fyrir Ásgías konung til að heimta af honum þau þrjú hundruð naut, sem konungur hafði heitið honum fyrir fjós- moksturinn. En það þótti Hera- klesi kynlegt, að Ásgías reyndi nú að snúa sig út úr loforðum sínum og sagði, að Herakles hefði ekki hreinsað f jósið sjálf- ur, heldur liefði áin gert það. En Herakles svaraði, að áin myndi ekki liafa gert það ein- sömul, og á sama mætti kon- ungi standa, hvort hann hefði ána til að róta hurt mykjunni eða eittlivert verkfæri annað, og vildi konungur ekki láta sig fá þessi þrjú liundruð uxa, sem hann liefði heitið sér, þá yrði hann að fá að kenna á kylfu sinni. En konungur hélt, að þetta væri ekki svo römm alvara, og fór því undan í flæmingi að efna orð sín, en Herakles efndi sín orð, því hann réðst þegar á konung og hörðust þeir þar um stund, bæði af grimmd og afli, og lauk því svo að konungur ]á eftir, en Herakles sneri heim til Tiríns. SJÖTTA ÞRAUT KEMUR f NÆSTA BLAÐI. LESENDURNIR SKRIFA Iværa Æska. Ég sendi þér mynd af systur minni Sigurlínu, 2 ára, og kindinni Skessu, en þær eru mestu mátar. Ég þakka þér svo kærlega fyrir allt skeminti- legt, er þú flylur. Jóhann Helgason, Brautarlióli, Svalbarðsströnd, S.-Þing. Sigríður í Hnífsdal, skrifar: Ég hef verið áskrifandi að Æskunni frá því ég var 6 ára, en nú liefur bróðir minn tekið við. Ég hlakka alltaf til að fá Æskuna, enda lield ég að ég lesi hana frá orði til orðs. Um leið og ég þakka fyrir óska ég þér góðrar framtíðar.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.