Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1968, Blaðsíða 13

Æskan - 01.02.1968, Blaðsíða 13
JÓN KR. ÍSFELD: GULUR LITLI 7. KAFLI. Sundtilraun. Gulur gat ekki gleymt hinum tígulega pabba sínum. Það voru liðnir nokkrir dagar og nætur, síðan hann Sa pabba sinn og heyrði hann syngja svo dásamlega. Stundum hafði Gulur litli hlaupið spölkorn burtu, til þess að gægjast eftir pabba sínurn, en honum hafði aldrei heppnazt að sjá hann. Svo haiði Gulur litli í laumi reynt standa á öðrum fæti, reigja sig og syngja. En allar hlraunir höfðu mistekizt. Þó var hann farinn að geta svolítið staðið á öðrum fæti og gat reigt sig andartak. ^11 enginn almennilegur söngur kom út um nefið. Það ^om bara aumkunarlegt tíst, svo að mamma kom hlaup- andi og hélt, að eitthvað arnaði að litla Gul sínum. Hann hætti alveg við þennan söng. Fyrst eftir að hann sá pabbann, talaði hann varla um annað við mömmu sína, svo að henni fór að leiðast masið 1 Þonum og bað hann blessaðan að reyna að tala um eitthvað annað. Svo varð Gulur litli að hætta að tala um hann. En liann hætti ekki að liugsa um hann. Svo var það einn morguninn. Mamma og Gulur litli v°ru fyrir stundarkorni komin út í glatt sólskinið. Gunna ^itla var farin, eftir að hafa gælt við litla ungann. Mamma Var niðursokkin í að tína fræ. Þá datt Gul litla nokkuð 1 hug. Væri ekki tilvalið að skreppa þangað, sem hann Þafði séð pabbann standa? Það var áreiðanlega ekki langt 1 burtu. Hann gæti bara skotizt þessa leið á andartaki og SVo hlaupið aftur til mömmunnar. Gulur litli hugleiddi þetta ekki lengi. Hann leit til tuommunnar og sá, að hún hamaðist við að tína fræin. bá sneri Gulur litli sér í þá átt, sem lrann taldi pabbann vera, beygði höfuðið niður undir jörð og þaut svo af stað, eins og kólfi væri skotið — ja, svo fannst honum hraðinn mikill! hegar hann hafði lilaupið nokkurn spöl, sem honum funnst raunar óravegur, nam hann skyndilega staðar, ^fti höfðinu eins hátt og hálsinn leyfði og litaðist um. ^ann kannaðist ekkert við umhverfiðl Hvernig gat stað- á þessu? Hann hristi liöfuðið, en skimaði svo betur ^tingum sig. Þarna sá hann fallegan blett. Hann færði S1g nær honum, þangað til hann var kominn alveg að honum. I>á nam hann staðar og virti fallega blettinn nánar fyrir sér. Hvað var nú þetta? Gulur litli hafði litið rétt niður fyrir fæturna á sér. Það leyndi sér ekki, að þarna var lítill hænuungi. Gulur litli varð reglulega glaður við. Mamma hans hafði sagt honum margar sög- ur um litla liænuunga, sem hún hafði eignazt, og líka höfðu aðrar hænur eignazt litla unga. Hún hafði sagt lionum, að hann væri lítill hænuungi, sem ætti eftir að verða stór. Og þarna var þá hænuungi, sem einhver önnur hæna átti. Gulur litli leit glaðlega í glaðleg augu ungans þarna niðri. „Komdu sæll,“ sagði Gulur litli, eins kurteislega og rnamma hans hafði sagt honum að gera. Litli unginn þarna niðri opnaði nefið, en það heyrð- ist bara ekki neitt hljóð frá honum. „Ert þú að hlaupa frá möxnrnu þinni til þess að sjá hann pabba þinn, eins og ég?“ spurði Gulur litli. Það fór á sama veg, að unginn opnaði nefið, en ekkert heyrðist til lians. „Þú veiður að tala hærra, ef ég á að lieyra nokkurn skapaðan lxlut hvað þú ert að segja,“ tísti nú Gulur litli eins lrátt og hann mögulega gat. En allt kom fyrir ekki. Hann heyrði ekki neitt til ungans þarna niðri. Þetta var bara andstyggilegt af hon- um. Hann hagaði sér skammarlega. Það var farið að fjúka í Gul litla. Og nú sá hann ekki betur, en hinn unginn væri talsvert reiðilegur í augunum. Sá skyldi ekki þurfa lengi að bíða! Gulur litli skyldi sannarlega sýna honum, að hann léti ekki móðga sig alveg að ósekju! Fyrr en varði stökk Gulur litli — að því er hann hélt — beint á hænuungann þarna niðri. En — „Ó! Æ! Hjálp! Mamma! Mamma!" tísti Gulur litli um leið og hamr fann vatnið umlykja sig. Hann hafði ekki vitað, að þetta var pollui', sem hann var stadd- ur við og að það var spegilmyird hans sjálfs, sem hainr lrafði haldið að væri anirar hæiruungi. Gulur litli buslaði með fótunum og píirulitlu vængja- stúfuxrum. Þannig hélzt hairn á yfirboiðinu. Eir hljóðiir, sem hairn gaf frá sér voru svo há, að manrma hatrs heyrði þau. Hún heyrði uirdir eiirs að soirur heirnar myndi vera í lífsháska, svo að húir tók á rás eiirs hratt og lreinri var nrögulegt, í áttina þangað, sem hljóðið kom. Á leiðinni kallaði hún á hjálp eins hátt og hemri framast var unnt. Svo heppilega vildi til, að Gunna litla var að hengja þvott upp á snúrur fyrir mönrnru síira, þegar hún heyrði 69

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.