Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1968, Blaðsíða 7

Æskan - 01.02.1968, Blaðsíða 7
V*- Langar ykkur til að vita, hvernig skó Indíánar nota? Þeir eru ekki ósvipaðir íslenzku skónum og það er alls ekki rnikill vandi að búa þá til. Þið sníkið ykkur út nára úr blásteins- lituðu sauðskinni eða helzt eltiskinni. Svo teiknið þið ummálið at fætinum á ykkur á pappír og klippið „sólann" út úr pappírnum. Pappírssólinn cr nú lagð- ur á skinnið og skæðið sniðið, eins og sýnt er á 1. Þar er sólinn sýndur diikk- ur og nálægt 4 cm breið leðurræman útaf nema á hælnum, þar er skinnið sniðið alveg inn að sólanum. Tvö stykki cru sniðin í yfirleður, með sama sniði og framhelmingurinn á sólanum. Nú eru göt stungin með sýl í jaðarinn á báð- um stykkjunum (sjá punktana á 1) og stykkin saumuð saman með seymi eða mjóum þveng (þið sjáið saumaförin á 1). Þegar yfirstykkið hefur verið saum- að fast, mátið þið á ykkur skóinn og merkið á skinnið, hvar hælsaumurinn á að koma. Svo klippið þið hælstykkið, eins og sýnt er á mynd 2 en á mynd 3 sjáið þið hvernig hællinn er saumaður. Síðan er þvengur þræddur í aftanverð- an skóinn — þið sjáið á mynd 4 hvernig það er gert. Að fráteknu yfirstykkinu að framan svipar þessari skógerð mik- ið til þeirrar, sem notuð hefur verið hér á landi frá alda öðli, þangað til flestir eru farnir að ganga á stígvélum og gúmmískóm. sjál£an sig fyrir klaufaskapinn og sár yfir þurfa að gera allt aftur, að hann spark- ^ði í smásteina á leið sinni og tók ekki eftir l3vb að hann var kominn allt of langt frá þorpinu. Allt í einu sá hann að i'arið var að skyggja- Hann stanzaði og leit í kringum sig. Þá Var hann kominn að stórum fenjasvæðum, Sem hann vissi að voru í veiðlöndum þorps- ^úa, nokkuð langt að heirnan. Hann sneri vtð 0g gekk sömu leið til baka, en hafði nú liugsun á að gæta að, hvort hann sæi nokkr- Hr víðihríslur, sem væru góðar í tágar. Loksins sá hann tvær, lítið eitt utan við stiginn, snaraðist þangað og flýtti sér að fella þær. Hann hafði einmitt lokið því, l)egar hann lieyrði dimmt urr bak við sig, lelt suöggt þangað og sá, hvar geysistór grá- 'ýjurn stóð á afturfótunum á að gizka 40 til á() skref í burtu og þefaði út í loftið, eins °g hann væri að átta sig á því, hvaðan ein- Ifver lykt kæmi. Litli-Björn varð gripinn mikilli hræðslu, Ueygði sér flötum á jörðina og nrjakaði sér 1 att að stígnum. Hann náði þangað von Lráðar, hljóp hálfboginn af stað fyrst, en 'etti úr sér eftir dálítinn spöl og linnti el<ki sprettinum, fyrr en hann kom í þorpið. yrst gat hann ekki komið upp nokkru orði rnæði, en sagði svo föður sínum allt af létta. Að frásögn lokinni lagði Gull-Örn hand- legginn um lierðar sonar síns og sagði: „Nú sérðu, hversu mikil vandræði geta hlotizt af lítilfjörlegum mistökum og smá- vegis athugunarleysi. Ef þú hefðir talað betur við mig og gætt að viðjunum, sem garnla tjaldið er bundið með, þá mundirðu strax hafa gert nægilega gildar og sterkar tágar. Vegna grernju þinnar tókstu ekki eftir jrví, að nóg er til af víðihríslum kring- um þorpið, heldur leitaðir langt yfir skarnmt inn í skóginn, og fyrir bragðið varstu nærri orðinn að málsverði grábjarn- arins. Þú gleymdir víðihríslunum, sem þú varst búinn að fella, þegar þú lagðir á flótta frá bangsa. Nú verður þú að hefja hrísluleit og tágagerð enn að nýju. Gættu þess, sonur minn, að gera hlutina rétt og ef þér verða rnistök á, þá eyddu ekki tím- anum í að vera í vondu skapi yfir því. Við- urkenndu mistökin fyrir sjálfum þér, beittu athygli þinni og gættu þess að gera betur næst.“ Þennan dag lærði Litli-Björn rnikið í skóla lífsins og varð reynslunni ríkari. Sigurður Kristinsson þýddi úr ensku. * Jafnvægislínur LÍKAMÁNS Hér eru nokkur ráð, sem gott er að hafa hugföst, í sambandi við líkamsstellingar og lima- burð: O Heyndu að forðast að halda höfðinu framar en axlalín- an er. O Sperrtu axlirnar ekki of langt aftur, þegar þú vilt rétta úr bakinu. Þendu held- ur út brjóstholið, þá fara axlirnar sjálfkrafa í rétta stellingu. O Hvíldu hendurnar aldrei á mjöðmunum, það gerir þig ellilegri. O Þegar þú stendur kyrr, skaltu aldrei hvíla á öðrum fætinum. Þá er ekkert jafn- vægi í líkamanum. O Stattu aldrei með krosslagða handleggi, ef þú vilt ekki gera magann áberandi. 63

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.