Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1968, Blaðsíða 28

Æskan - 01.02.1968, Blaðsíða 28
MALFRÆÐI — skemmtilegasta námsgreinin mín! Kæru ungu lesendur! Nú skulum við fara í svipaðan leik og síðast. Þið sitjið í kringum borðið, ásamt yngri systkinum ykkar. Við ætlum að byggja lítinn stiga með þrem tröppum. Þið búið hann þannig til, að raða t. d. kubbum, eldspýtustokkum eða bókum hverju ofan á annað. Einn stjórnar leiknum og hin taka vel eftir, alveg eins og hann væri kennarinn. „Litli kennarinn" er svo með lítinn unga af páskaeggi, eða bara fugl, sem þið teiknið sjálf eða klijjpið einhvers staðar út. Fuglinn flýg- ur fyrst í loftinu. Nú lækkar hann flugið. Loks sezt hann á eina tröppuna og segir: „Bí, bí, en hvað þetta er lágt!“ Svo hoppar hann á næstu tröppu fyrir neðan og segir: „Bí, bí, þetta er lægra.“ Loks hoppar hann á neðstu tröpp- una og segir: „Bí, bí, þetta er lægst.“ Nú eiga hin að herma eftir, einn og einn í einu. Fuglinn flýgur og lækk- ar ílugið. Sá, sem heldur á honum, á að segja viðeigandi setningu, eins og „litli kennarinn" hafði yfir. Þegar öll eru búin að láta fuglinn fljúga og búin að átta sig á því, hvað á að segja, þegar hann hoppar niður tröppurnar, fær hann að labba um á borðinu. En hann er óður að komast upp aitur, þegar hann sér stigann. „Litli kennarinn" er með fuglinn. Hann hoppar á fyrstu tröppuna og segir: „En hvað þetta er hátt.“ Nri hoppar hann á tröppuna í miðjunni og segir: „Þetta er hærra.“ Síðan hoppar hann á efstu tröppuna í stiganum og segir: „Þetta er hæst.“ Nú endurtekur leikurinn sig. Allir þátttakendurnir fá að láta fuglinn hoppa upp. Næst fær „litli kennarinn" sér smáhluti, mismunandi stóra, svo sem klemmur, spennur, liti, tölur o. fl. Nú leggur hann þrjá hluti á tröppurnar, mismunandi að stærð, og segir: „Þetta er stórt“ — og leggur hlutinn á neðstu tröppuna. Þá segir hann: „Þetta er stærra,“ og leggur eitthvað á tröppuna í miðjunni. Stærsta hlutinn leggur hann á efstu tröppuna og segir: „Þetta er stærst.“ Allir þátttakendurnir í leiknum reyna nú að gera eins. Næst velur „litli kennarinn" sér smáhluti, hvíta að lit, og segir: „Þetta er hvítt.“ Nú á einhver krakki að finna sjálfur út, hvar á að staðsetja hlutinn, þvi næsti hlutur- inn er hvítari og sá þriðj i er hvítastur. Það má finna litlar tuskur til þess, eða pappír, sem er með mismunandi blæbrigðum. Á sama hátt má finna fleiri hluti í (iðrum litum. Þið litið á lítil spjöld eða mismunandi fast svart — svartara — svartast; rautt — rauðara — rauðast; gult — gulara — gulast; bleikt — bleikara — bleikast. Því næst klippið þið 3 mismunandi langar ræmur og segið um þær: „Löng — lengri — lengst eða stutt — styttri — stytzt.“ Lengsta ræman liggur á efstu tröppunni sam- kvæmt leikreglunni. Reynið að finna upp á íleiru sjálf, mamma hjálpar ykkur. Þið þvoið svo upp fyrir hana í staðinn! María Eiríksdóttir. Hrísgrjón hala verið flutt til íslands í marga áratugi. Mest notum við þau í grauta, súpur og lítilsháttar með kjöti. 1 dag höfum við íslendingar mjög fjölbreytt fæði, og líklega þætti ykkur, börnin góð, leiðigjarnt að borða hrísgrjón svo til eingöngu, eins og hundruð milljóna barna og fullorðinna verða að láta sér nægja, og eiga líf sitt undir því að ujrpskeran bregðist ekki. Það er sorglegt að hugsa til þess, að á vorum dögum skuli vera svo mikil fátækt hjá milljónum manna, að þeir svelta og deyja meðan aðrir borða sér til óbóta. L. M. Ung stúlka í Cambodíu að borða aðalniáltíð dags- ins, hrísgrjón. Hún borðar með skeið, eins og þið sjáið. Algcngara er þó að borða grjónin með matar- prjónum, og það er yfirlcitt siðurinn í Asíu. 84

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.