Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1968, Blaðsíða 12

Æskan - 01.02.1968, Blaðsíða 12
Hinn blái litur himinsins stafar af því, að sameindir loftsins hafa þann eiginleika að dreifa sólarljósinu. Þeg- ar ljós fellur á lilut, sendir hann frá sér ljós, en það er „dreift" ljós. Ef svo væri ekki, mundum við ekki sjá aðra hluti en þá, sem eru sjálflýsandi. Sameindir loftsins endurvarpa tiltölu- lega miklu bláu ljósi, þegar hvítt sólarljós fellur á þær, en það er hins vegar blanda margvíslega lits ljóss, frá rauðu til fjólublás. Þetta er ástæð- an fyrir því, að himinninn verður blár og fjöll virðast í fjarska verða blá á litinn. Himinninn virðist dimm- blár við miðbaug og þegar sól er lágt á lofti. Eftir því sem hærra er komið frá sjávarborði, verður litur himinsins dekkri, því að færri sameindir verða til að dreifa ljósinu. Hátt í lofti og uppi á fjöllum er liturinn orðinn fremur svartur en blár. Algerlega svartur, ef svo má komast að orði í þessu sambandi, verður liann ekki fyrr en i 1100 km hæð. Hinn rauði litur himinsins stafar af því, að örsmá rykkorn og vatns- dropar í gufuhvolfinu gleypa i sig mikinn hluta af liinu bláa og fjólu- bláa sólarljósi, sem verður þess vegna rautt, en ekki hvítt, og því virðist sól- in rauð á morgnana og kvöldin. Sama á sér stað um himininn á morgnana og kvöldin, þegar veðurskilyrði leyfa og skýin roðna, er sólarljósið fellur á þau. Purpuralitur himinsins stafar einnig frá Ijósbroti, þar eð ljósið get- ur breytt um stefnu og orðið rauð- brúnt, er það snertir rönd vatnsdropa eða rykkorns. varð ég loks svo örmagna, að ég rauk í fússi inn til fimmta úrsmiðsins. Hann tók úrið í sundur i liasti, og athugaði parta þess undir sjónauka sínum og loks komst hann að raun um J)að, að eitthvað meir en lítið vœri bogið við uppdragarann og hjólin, sem að lionum stæðu. Hann gerði við þetta og tók nú úrið að ganga á ný. Á fyrsta sprettin- um varð ekki annað sagt en það gengi þolanlega, en þegar það vantaði tiu mínútur í tíu, tóku vísarnir hver í annan, og frá þeirri stundu héngu þeir hvor í öðrum, svo sem einn vísir væri. En eins og allir geta skilið, er engum manni kleift að sjá hvað tíman- um líður á úri, er þannig hagar sér, og steinliissa og öskuvondur rauk ég með úrið til sjötta úrsmiðsins. Hann sagði að glasið bungaði niður á „tíunda kaflanum", og bætti því við, að fjöðrin mundi ekki sitja i réttri stellingu, og að verkið þyrfti lagfæringar við „á baka til“. Og við allt þetta gerði hann eftir sínu höfði. Fyrstu átta klukkustund- irnar gekk það fremur laglega, en síðan tekur það að suða sem býfluga og vísarnir að hlaupa í liring með svo miklum flýti og stjórnleysi, að undir glasinu varð ekki komið auga á þá öðruvisi en sem sikviltandi kóngulóarvef. Þannig gekk það látlaust í fjóra tima samfleytt og stanzaði svo að fullu með skörpum hvelli. Sárþreyttur á sál og likama eigraði ég inn til sjöunda og síðasta úrsmiðsins i bænum. Ég beið nú og horfði á meðan liann tók verkið i sundur, en bjó mig undir það jafnliliða, að spyrja hann spjörunum úr og reyna á þann veg úrsmiðskunnáttu iians — því allt þetta andstreymi var orðið mér þraut-viðkvæmt alshugarmál og steig inér nú til höfuðs með vaxandi geðofsa. Upphaflega hafði ég gefið fyrir úrið 200 dali, en var nú búinn að fleygja frá mér fullum tvö þúsund dölum til viðgerða á þvi. — Þegar ég liafði virt þennan úrsmið fyrir mér góða stund, sá ég að þarna var kominn gamall og fákunnandi skipsvélafúskari, sem ég hafði komizt í tæri við á fyrri árum um horð i gufuskipi. — Hann virtist rann- saka úrverkið sérlega nákvæmlega, engu siður en hinir úrsmiðirnir, og lét að þvi búnu í ljós þekkingu sína á úrverkinu með sömu andakt og þeir — en með þessum orðum: „Það hleypir frá sér gufunni of ört... Þér verðið að hengja þennan stóra skrúflykil þarna upp á öryggislianann.“ — Ég viðiiafði engin orð, en sló úrsmiðinn í rot samstundis. Frændi minn, Wiiliam að nafni, sem nú er iátinn, sagði oft, að góður hestur héldi kostum sínum svo lengi að liann ekki færi stjórniaust fælnisstökk, og að gott úr væri óbrigðult allt þangað til úrsmiður fengi það til viðgerðar. Og liann hafði oft skemmtun af því, að brjóta lieilann um það, hvað yrði af öllum þessum ólieppnu uppgjafamönn- um, járnsmiðum, byssu-hreinsurum og gufuvéiafúskurum — en aldrei hitti hann ncinn, er gat frætt hann um það. — En hefði hann verið lifandi nú, mundi enginn liafa getað látið honum í té sannari upplýsingar um það, hvað þcssir snillingar hafast að, lieldur en ég sjálfur. ENDIR. Ö#O«O»O*O«O»O»O«O»O*O*O«O»O*O*O»O»O«O*O*O«O«O»O»O*O«0» Saltvatnið mikla í Kietta- fjöllum Bandaríkjanna hefur inni að halda átta sinnum meira salt cn heimshöfin. f vatn þetta renna þrjár ár, all- vatnsmiklar, en úr því er ekk- ert rennsli, svo að það tapar engu vatni nema við uppguf- un. Vatnið er orðið svo þykkt af salti og málmefnum, að menn geta ekki sokkið í því. En menn verða að gæta augna og munns, meðan þeir eru í vatninu, því að seltan er svo mikil, að hún brennir næstum eins og sýra. SSSSS888S8S8SSSSSSSSS888SS8888SS8SSSS8S8888888SSSS88^ 68 É

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.