Æskan - 01.02.1968, Blaðsíða 24
JOHN F. KENNEDY
KOSNINGABARÁTTAN — And-
stæðingar Kennedys og Johnsons
voru þáverándi varaforseti
Bandaríkjanna, Richard Nixon, og
Henry Cabot Lodge. Þetta var
liörð kosningabarátta en drengi-
leg, og notuðu báðar fylkingar
öll tiltækileg tækifæri. í fyrsta
sinn i sögu Bandaríkjanna leiddu
andstæðingarnir saman hesta sina
i sjónvarpsviðræðum til að skipt-
ast á skoðunum um stjórnmála-
viðhorfið.
EMBÆTTISEIÐUR — Litlu mun-
aði i kosningunum, en Kennedy
og Johnson sigruðu með naumum
meirihluta. Þann 20. janúar 1961
sóru Kenndy og Johnson embætt-
iseiða sína, Kennedy sem forseti
og Johnson sem varaforseti
Bandaríkjanna til fjögurra ára.
Samkvæmt amerísku lýðræði urðu
þeir báðir að sýna það á þessu
tímabili, að þeir væru þess verðir
að verða endurkjörnir árið 1964.
FRAMKVÆMDIR — John F.
Kennedy forseti sannaði brátt, að
stjórn hans myndi verða fram-
kvæmdasöm. Eitt af því fyrsta,
er hann tilkynnti opinberlega var
áætlun um aðstoð við Suður-
Ameríku ríkin. Hann lagði til, að
ekki yrðu aðeins sendar þangað
umframmatvælabirgðir heldur
yrðu bændum þar einnig sendar
fræbirgðir. Auk þess lofaði hann
peningaaðstoð, sem nam allt að
500.000.000 dollurum.
GóOtemplarareglan.
Fyrsta íslenzka Góðtemplarastúkan var stofnuð á Akureyri árið
1884. Heildarsamtök Góðtemplarastúknanna, Stórstúka íslands,
var stofnuð árið 1886. Fyrsta islenzka barnastúkan var stofnuð
árið 1886 (stúkan Æskan nr. 1, Reykjavik). Innan Stórstúku ís-
lands hafa barna- og unglingastúkurnar sitt eigið barnastúkuþing,
ög því er stjórnað af stórgæzlumanni unglingastarfs, sem á sæti
í Stórstúku íslands. Barnastúkurnar eru 65. Aldur félaga er 8—16
ára. Fjöldi félaga er 7720. Markmið Unglingareglunnar er: Að
kenna þeim ungu að skilja þá hættu, sem leitt getur af nautn
áfengis og tóbaks, og brýna fyrir þeim nauösyn bindindisstarf-
seminnar. Að hafa áhrif á börn og unglinga til að verða bindindis-
menn. Að fá æskulýðinn til að vinna samtaka gegn áfengis- og
tóbaksnautn og fjárhættuspilum. Að vinna á móti Ijótu orðbragði
og öðrum löstum og koma vel fram við mcnn og málleysingja.
Að kenna börnum og unglingum að starfa í félagsskap og efla al-
hliða félagsþroska þeirra. Að vinna að því að göfga æskumanninn
og styðja hann í því að geta orðið góður og nýtur maður. Kjörorð
Unglingareglunnar er: Sannleikur. Kærleikur. Sakleysi.
Sérstök starfsemi, Ungtemplara, var stofnuð árið 1958 i nánum
tengslum við Stórstúku íslands. Ungtemplarar vinna gegn áfeng-
isbölinu, án þess að félagarnir séu eins bundnir binu hefðbundna
fundaformi IOGT. Slík Ungtemplarafélög eru nú 12 talsins með
um 1000 félagsmenn. Stórstúka íslands er aðili að Alþjóðasamtök-
um IOGT, Hástúkan. Innan Stórstúku íslands eru nú 36 góðtempl-
arastúkur, sem vinna saman í umdæmisstúkum. Félagafjöldi er
2879. Umdæmisstúkurnar eru nú þrjár (Reykjavik og nágrenni,
Norðurland og Vestfirðir). í sérstöku þéttbýli vinna stúkurnar
saman i þíngstúkum (t. d. Reykjavík, Eyjafjörður o. s. frv.). Þing-
stúka Reykjavilsur starfrækir sumarbúðir að Jaðri við Reykjavík.
Stórstúka íslands er samband allra deilda Góðtemplarareglunnar
(IOGT) á íslandi. Hún skipuleggur starfshætti stúknanna og ann-
ast fræðslustarfsemi um áfengismál og félagsstörf með erinda-
flutningi, fræðsluritum og blaða- og bókaútgáfu. Alls hefur bóka-
útgáfa Æskunnar gefið út um 150 úrvalsbækur handa börnum og
unglingum og síðan árið 1897 hefur barnablaðið Æskan komið út,
en það blað er nú gefið úl í 15 þúsund eintökum. Enn fremur bef-
ur i mörg ár verið rekin myndarleg bókaverzlun i Reykjavík.
Reglan liefur reist og starfrækir nokkur samkomuhús.
ÆSKULYÐSSTARFSEMI