Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1968, Blaðsíða 20

Æskan - 01.02.1968, Blaðsíða 20
INGIBJORG ÞORBERGS ** 99 Gítarinn minn 66 J*: í þessum þætti sendi ég ykkur lag, sem auðvelt er að spila, hvort heldur er á píanó eða gítar. Þetta eru skemmtilegar og gagnlegar vísur, þar sem sérkenni hvers mánaðar koma fram. Öll börn verða að vita hvað mánuðir ársins heita. Það má því segja, að þessi þáttur sé aðallega ætlaður hinum yngri. Ég treysti því þó, að þið, sem eldri eruð, hjálpið þeim litlu. Getið þið það ekki, þá kannski mamma eða pabbi — eða jafnvel kennarinn ykkar. — Það er skemmtilegra að syngja lagið tvíraddað. Ef þið eruð tvö eða fleiri sam- an, getið þið æft neðri röddina með laglínunni. Ég heyri í huganum hvað þetta hljómar fallega hjá ykkur! Jæja, nú er komið að því að æfa D-dúrinn. Þar er auðvitað D-dúr frumhljómur, A7 forhljómur (eins og G7 í C-dúr) og G (dúr) er undirforhljómur (eins og F í C-dúr)/ Þið fáið hér teiknaða þessa þrjá hljóma. Annars ættuð þið nú að kunna G og A7, en ef ekki, þá byrj- ið strax að æfa! (Sjá blaðsíðu 78). Það er bezt að æfa fyrst létt lag í D-dúr, eins og t. d. ,,Það búa litlir dvergar", sem ég merki hér gripin inn á. Önnur lög, sem þið kunnið nú þegar í C-dúr, en finnst heidur djúpt að syngja þar, getið þið reynt að færa upp í D-dúr, því þá hækkar lagið um heil- an tón. Svo vona ég, að þið haldið áfram að syngja og spila. Kærar kveðjur! INGIBJÖRG. Mánuðirnir LjóS: Steingrímur Arason — Lag: Ingibjörg Þorbergs. c F G7 c I ágúst slá menn engið, og börnin tína bcr. . C F G7 C í september fer söngfugl, og sumardýrðin þverr. FG7C F G7 C Ágúst, September. o «9» Sii ss :• o* % C F G7 . C _ Tólf eru synir tímans, sem tifa fram hjá mér. C F _ G7 C Janúar er á undan með árið í faðmi sér. F G7C F G7C Janúar — Janúar. C F G7 C Febrúar á fannir. Þá læðist geislinn lágt. C F G7_ C Marz þótt blási’ oft biturt, þá birtir smátt og smátt. F G7C FG7C Febrúar, Marz. C F G7 C I október fer skólinn að bjóða börnum heim. C F G7 C 1 nóvember er náttlangt í norðurijósa geim. F G7 C F G7 C Október, Nóvember. C _ F G7 C Þótt desember sé dimmur, dýrðleg á hann jól. C F G7 C Með honum endar árið, og aftur hækkar sól. F G7 C F G7 C Desember — Desember. . C F C f apríl sumrar aftur. Þá ómar söngur nýr. C F G7 C í maí flytur fólkið, og fuglinn hreiður býr. FG7C FG7C Apríl, Maí. C F G7 C í júní sezt ei sólin. Þá brosir blóma fjöld. . C F G7 C í júlí baggi’ er bundinn og borðuð töðugjöld. FG7C FG7C Júní, Júlí. D»0#0«0*0*0*0«0»0*0*0*0*0*0( 0*0#0*0#0*( 76

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.