Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1968, Blaðsíða 25

Æskan - 01.02.1968, Blaðsíða 25
Hættulegra en sverðið Alexander mikli var voldugur herkonungur. Hann var svo sigursæll, að ha'nn tapaði aldrei orrustu, og ríki hans var viðlendara en nokkurs annars herkonungs, sem sagan getur um. Og þó féll hann að lokum fyrir óvini, sem hann hafði ekki talið hættulegan. Þegar hann var í Babýlon, hélt liann margar veizlur, þar sem áfengi var óspart veitt. Eitt sinn, er hann hafði setið heila nótt að sumbli, stakk einhver upp á því, að þeir skyldu byrja á ný, — og var svo gert. Tuttugu gestir sátu við borðið, og Alexander drakk skál þeirra allra, — tæmdi tuttugu staup í viðbót. Að lokum var komið með bikar Herkúlesar, hann var fylltur og tæmdur til botns. Bikarinn var fylltur öðru sinni, og þegar Alexander hafði drukkið hann í botn, íéll hann strax dauður niður. Hann var aðeins 32 ára gamall. Sagnaritarinn Seneca segir: „Og þannig lauk þessi hetja lífi sínu, herkonungurinn mikli, sem hættur og ógnir niargra styrjalda gátu aldrei bugað, og sem þoldi betur en nokkur annar bæði liita og kulda. Hann varð áfeng- inu að bráð, var gjörsigraður og lostinn til bana af bikar Herkúlesar." Alexander mikli var uppi þrjú hundruð árum áður en Kristur fæddist. Og við, sem nú lifum, næsturn 2000 árum eftir fæðingu Krists, vitum, að ótölulegur grúi manna hefur fallið fyrir sama óvini og Alexander ntikli. S. G. — Þýtt og endursagt. •o2S2S2*°*o*o«o*o«o*o*o*o*o*o«o*o*o*o*o*o»o«o*o*o*o*o*o«o*o»o«o*o*o«o«o*o*o«o*o*o*o«oío#o*o*o*o»o«o«o*o*o»o*o*o*o#o*o*o*o»o»o*o«o*o#oj»o*o*o*o«o*o«o*o«o«o*o*o»o*o*o*o*o*o*o*o«o« '-,»u*0«0*0«0*0«0«0«0*0«0»0«0»0*0*0*0*0*0«0*0«0*0*0*0«0«0»0*0«0»0*0«0*0#0*0*0*0«0»0«0*C*0*0*0*0*0*0*0*0«0#0*0*0*0«0*0«0«0*0*0«0*0#0»0«0«0«0*0*0*0«0#0'ií»»0«0«0«0«0«0*0#0*0*0*0»0«C Hvað finnst þér? Klúbburinn okkar iiélt skemmt- 1111 Utn daginn. Fyrst var allt stórfint. Seinna varð minna úr ■’kernmtuninni — fyrir mig. Þú ti>nnast við þennan leik, þegar allir eiga að láta af hendi ein- J'vern lilut, sem stjórnandi eiksins nefnir. í þetta skipti 'einitaði iiann hægri fótar skó af kverjuni strák. Það var gat á hælnum á soklinum mínuin, og þar að auki var ég ekki meira en svo hreinn á fótunum. Ég sárskammaðist mín. Stundum finnst rnanni, að mamma sé alltaf að jagast. „Mundu nú eftir að þvo þér um fæturna, áður en þú ferð. Farðu i heila og lireina sokka.“ Ég vildi, að ég liefði gegnt lienni kvöldið það. Við hittumst, félagarnir, hérna um daginn niðri á torgi. Þá fór S ... *— já, það stendur á sama hvað hann heitir — að langa i reyk og vildi að við út- veguðum okkur sígarettur. Við skutum saman fyrir einum pakka. Ég vildi ekki vera eftir- bátur liinna, þó að ég liefði ekki reykt áður. Ekki þurfti að híða lengi eft- ir áhrifunum. Mig fór að svima og maginn umhverfðist. Ég læddist burt. Sjaldan hefur mér liðið eins illa. Ég held ég venji mig aldrei á að reykja. Ég hef mikið liugsað um þctta siðan um daginn. Ég veit, að reykingar og iþróttir eiga enga samleið. Og ég ætla mér að stunda iþróttir, eins og ég iief gert, og þá dugar ekki annað en liugsa um þjálfunina. Reykingar kosta lika mikla pen- inga, og þeir peningar verða bókstaflega talað að reyk. Nancy og Elvis Þess verður ekld langt að biða, að því er nýlega var til- kynnt vestur í Bandaríkjunum, að þau leiki saman í kvikmynd, Nancy Sinatra og Elvis Pres- ley. Hafa. samningar um þetta raunar verið undirritaðir. Nancy Sinatra er nú 26 ára gömul, en bessi kvikmynd verður hins vegar sú tuttugasta og sjötta, sem Presley leikur í. 8888888S8888888888888888SS385SS

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.