Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1968, Blaðsíða 11

Æskan - 01.02.1968, Blaðsíða 11
Holdsveikin hefur lengi ver- >ð meðal þeirra sjúkdóma, sem wenn hafa átt erfiðast með að skilja og finna lyf gegn. Nú hefur amerískum lækni, Char- les C. Shepard, sem starfar í bjónustu heilbrigðismála- stjórnar Iíandaríkjanna, tekizt rækta holdsveikisýkilinn á tám tilraunamúsa. Menn gera ser vonir um, að þetta muni l’era happadrjúgan árangur, og tilraunir með lyf gcgn holds- veikinni hafa þegar verið gerð- ar og virðast lofa góðu. ^gssgssssssssssssssggssssssssssssgssssssgsssl ;S8S8SSS2SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS2SSSSSSS2SSS2S2S2f;2S2S|| Eldurinn er einhver mikil- vægasta uppgötvun mannsins. Mannfræðingar telja, að frum- maðurinn hafi orðið að verja mörgum vökustundum sínum til að tyggja fæðuna, áður en hann hagnýtti eldinn og gat notað hann til matargerðar. En þegar hann hafði lært elda- mennsku og notaði þannig eld- inn til að brjóta niður harðar trefjar kjöts og róta, gat hann minnkað matmálstíma sinn niður í lítið brot af því, sem aður var, og sinnt meir öðrum störfum. TXRIÐ MITT, liið nýja og yndislega, hafði gengið laukrétt i 18 mánuði samfleytt og eklti orðið fyrir neinu slysi. Ég þóttist sannfærður um það, að öll innri bygging þess væri bjargviss. En svo var það eitt kvöldið, að ég gleymdi að draga það upp. Mér varð það liugarefni, þvi það sló mig, að það væri slæmur fyrirboði um framtíð úrsins. Ég komst þó i gott skap fljótt aftur, dró úrið upp og rak svo allar slíkar hugsanir burt úr huga mínum. Daginn eftir fór ég á fund bezta úrsmiðs bæjarins og bað hann að setja úrið svo nákvæmlega sem honum væri unnt. Hann tók við þvi og sagði um leið og hann bjóst lil að stilla það af: „Úrið er fjórum minútum of seint. Ég verð að hreyfa örlítið við stilli-vísinum." Ég reyndi sem ég gat að hamla því, að hann snerti við vis- inum og leiddi honum fyrir sjónir, að úrið hefði alltaf gengið nákvæmlega. En hann sagði nei! Og i forboði mínu framkvæmdi liann, þetta samvizkulausa kálhöfuð, ódáðaverkið með grimmdarfullri rósemi — en ég rann í kringum liann á meðan, eins og óður maður í eirðarlausri örvæntingu. — Frá þessari stundu tók úrið að flýta sér — og alltaf vann ]>að meir og meir á með degi hverjum, og að viku liðinni liafði það tekið svo bullandi liitasótt, að lífæð þess sló hundrað og fimmtíu högg í forsælu á sckúnd- unni. Að tveim mánuðum liðnum voru allar ldulíkur í hænum orðnar óraleið á eftir því, svo að það var réttum þrettán dögum á undan almanakinu. Það var komið lengst ofan í snjóskafla nóvembermánaðar, meðan októberblöðin héngu á trjánum. Það rak á eftir húsaleigu, víxlum og öðrum slíkum þrautum með þeim gjaldþrotakrafti, að mér var alveg um megn að lifa af þær hörmungar. Ég fór nú með úrið til annars úrsmiðs, til að fá þcssum ókjörum létt af. Hann spurði, livort gert liefði verið við það áður, cn ég kvað nei við. Illglettnisleg gleði glampaði úr augum hans um leið og hann lirifs- aði til sin úrið og opnaði það. Síðan stakk hann sjónauka sinum fyrir annað augað og skoðaði verkið. Hann sagði, að það þarfnaðist hreinsunar og áburðar og afstillingar. Að þessari viðgerð afstaðinni varð heilsubreyting þess sú, að nú fór það að seinka sér, og lét í sér heyra hringingarrykki, likt og þcgar jarðarfararklukkum er hringt. Og nú byrjuðu ósköpin þau, að ég varð alltaf of seinn á járnbrautarstöðina og samkomur og missti af hverjum miðdegisverðinum á fætur öðrum. Fyrirvaradaganir þrír að einum víxla minna urðu allt að fjórum dögum, svo að víxillinn var afsagður fyrir bragðið. Mig rak stig af stigi aftur í timann, fyrst lil dagsins í gær og svo til dagsins í fyrradag, og loks fékk ég á þeirri stareynd að kenna, að ég væri i hátíðlegum roluskap orðinn fullri viku á eltir timanum, og að öll rás viðburðanna lét mig af- skiptalausan. Ég fann til aðkenningar i þá átt, að snjallast væri fyrir mig að gefast upp og setjast við hlið múmíunnar á forngripasafninu. Og í þeim hugleiðingum álpaðist ég inn til þriðja úrsmiðsins. Hann reif úrið í sundur að mér ásjáandi, og sagði að „bóman“ i því væri biluð, og liélt liann að sér mundi takast að koma henni i lag á þremur dögum, og það gerði hann. Frá þeirri stundu hélzt gangur úrsins í undursam- legu meðalgönguástandi — þannig að helminginn af deginum liljóp það eins og sjálfur fjandinn, hvæsandi, snöktandi og hóstandi á vixl, svo að ég gat tæplega lieyrt til sjálfs mín, og meðan á þessum ólátum stóð, var ekki eitt einasta úr i allri Ameríku, sem gat orðið þvi samferða. En hinn helming dagsins seig á það mók, unz það að sólar- hring liðnum hafði ranglað inn á rétta tímann á ný. í þessu hörmungar-ástandi tókst þvi að gera skyldu sína að nokkru leyti og henda á réttan tima á vissu timabili. En þegar um úr er að ræða, þá er svona ráðdeild allvafasöm dyggð gagnvart eiganda, sem þarf að vera stundvís. Og af þeim ástæðum neyddist ég til þess að sýna það fjórða úrsmiðnum. Hann sagði að „liöfuðboltinn“ í þvi væri brotinn. Mér fór ekki að lítast ú blikuna, en lét þó svo sem það gleddi mig, að ckki skyldi vera meira að úrinu. En i sannleika sagt, ]>á har ég ekki liið minnsta skyn á, hvað mannskepnan meinti. — Ég ]ét hann nú samt gera við þennan svo nefnda „höfuðbolta". En ]jað, sem úrinu fór fram við það á aðra hlið, hrakaði ]>ví á hina. Nú geltk ]>að eina klukkustund, svo stanzaði það, síðan tók það undir sig liraðstökk — og nam svo staðar aftur, og i livert sinn, er það tók á rás, gaf það frá sér livell, eins og þegar hleypt er af skammbyssu. Ég varð ]>ví að liafa ullarreifi á hrjóstinu i nokkra daga meðan þessu fór fram. En allt um það 67

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.