Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1968, Blaðsíða 17

Æskan - 01.02.1968, Blaðsíða 17
menn í ellinni. Það er að segja: Að sá, sem barn vill ekki læra til að vinna sér fyrir daglegu brauði, honum hjálp- ar enginn, enda þótt hann líði skort í ellinni. Þetta skaltu muna, því að það er sannleikur." Hans roðnaði, því að honum fannst að konan sæi það a sér, að hann var einn af þeim drengjum, sem líktust systursyni hennar. ..Á ég ekki að styðja þig heim?“ sagði hann. ..Þakka þér fyrir. Ef ég má styðja mig við öxl þína, niun mér veitast léttara að komast heim.“ Svo studdi hún hendinni á öxl hans og þannig kom- ust þau heim í kofa konunnar. Svona hús hafði Hans aldrei séð. Það var bara eitt her- kergi. Og það var allt í senn: stofa, eldhús, geymsla, sveínherbergi og fjós. Öll dýr, sem þarna voru, heilsuðu gómlu konunni á sinn hátt, þegar hún kom, eftir svo Hnga fjarveru. Ein geit og eitt tamið dádýr komu og ondduðu sér upp við hana. Svartur köttur mjálmaði glaðlega. Hrafn einn flaug upp á öxl hennar og sagði nreð hvellri rödd: „Góðan daginn, móðir Geirþrúður." Hg hvítur íkorni beit sig fastan í svuntuna hennar. Þetta var allt svo skríLÍð, að Hans fór að skellihlæja. ..Nú, þetta líkar þér,“ sagði móðir Geirþrúður. „Já, það hélt ég líka. Annars værir þú ekki reglulegt barn. Áf því að þú hefur verið svo góður við mig, þá skaltu nu gista hjá mér í nótt. Ég skal sjóða lianda þér góða jurtasúpu. Ég sé að þú hefur fulla þörf fyrir mat.“ Hún gekk að eldstæðinu og blés í falinn eldinn. Svo sehi hún sprek á glóðina og strax fór að loga. Svo setti lu’ln pott yfir eldinn með vatni og í hann setti hún alls k°nar jurtir og rætur. Undir eins kom ilmandi matarlykt, Se® fyllti herbergið. Og aldrei á ævi sinni hafði Hans óorðað súpu með svo góðri lyst. Og með súpunni fékk hann stórt brauð. Hann borðaði vel og hafði orð á því Vlð gömlu konuna, ltvað hún eldaði góðan mat. >>Já, við skógarfólk lifum á hollri og góðri fæðu. Þess vegna verðum við minnst níutiu ára görnul og þar yfir. Qr svo gleðjumst við af góðum svefni, og hann hefur þú uu þörf fyrir,“ sagði hún brosandi, þegar ltún sá, að drengurinn missti skeiðina úr hendi sér og augu lians ll'ktust aftur. „Hann er sofnaður,“ sagði hún, og bar hann út í horn °8 lagði hann á hreina hálmvisk og breiddi mjúkt teppi Vfir hann. 1>ar lá ungi drengurinn úr bænum og svaf, eins vært °R rólega og fugl í lireiðri sínu. Geitin og dádýrið lögð- Ust sitt við hvora hlið drengsins, og íkorninn til fóta. rsfninn settist á prik yfir höfði hans, en kötturinn fór (hki fr;^ nióður Geirþrúði, en leit þó vinalega lil Hans. Nyrktur og endurnærður af værum svefni vaknaði Góður dagur! Hans morguninn eftir. Hann fann nú ekki til þreytu og vildi strax fara heim. Hann hafði dreymt foreldra sína og systur. Þau grétu öll og kölluðu á hann. Honum féll það ákaflega illa og vildi því komast sem fyrst heim. Skógarkonan kvaddi hann með vinsemd og vísaði lion- um á rétta leið. Geitin og dádýrið fylgdu honum úr hlaði og lirafninn kallaði góðan daginn á eftir honum. Hann hafði nú samt átt að segja: „Vertu sæll“, en hann liafði ekki lært það og varð því að nota þau orð, sem hann kunni. Hans tók nú til fótanna og hljóp heim á leið. En eins og áður var sagt, kunni hann vel að hlaupa. Og þegar klukkan var níu, var hann kominn inn í bæinn. Hann sá engan mann á götunum, því að allir voru komnir til vinnu. Út úr einu stóru húsi, heyrði hann margar raddir. Hans gekk í gegnum forgarðinn og upp að húsinu. Enginn kom á móti honum. Svo barði hann á þær dyrn- ar, sem hann heyrði raddirnar korna frá. „Kom inn,“ var sagt fyrir innan. Hikandi opnaði hann hurðina og gekk inn. Þá er hann 73

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.