Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1968, Blaðsíða 18

Æskan - 01.02.1968, Blaðsíða 18
Hún Sigga vinkona okkar er að flýta sér að komast á dansleik. Ekki ætti ykkur að veitast það erfitt verk, ef þið farið rétt að Gaman væri nú fyrir ykkur að teikna hana í fallega kjólnum. eftir tcikningunni. Litið svo myndina. kemur inn í stofuna, standa þar margir bekkir og borð — og hann sér mörg börn, stór og smá, sem öll horfa for- vitin á hann. Hans sá gamlan mann á bak við hátt skrifpúlt. Hann kom til hans og segir: „Hvaða maður er nú þetta? Það er ekki oft, að börn koma hingað sjálfviljug. Ætlar þú að koma í skólann til mín?“ Hans leit vandræðalega í kringum sig. Hann sá nú að hann mundi vera kominn hér inn í barnaskóla. „Nei, nei,“ sagði hann. „Ég vil ekki, ég ætlaði — ég ég-------“ Hann stamaði og gat ekki sagt meira. „Hvað viltu þá?“ sagði gamli kennarinn. „Ég ætlaði aðeins að spyrja, hvaða leið ég á að fara til að komast heim.“ „Já, hvert? Hvar áttu heima? Hvaðan kemurðu og hvað heitirðu?" spurði kennarinn. Hans sagði nafn sitt og heimilisfang, en svo ógreini- lega, að kennarinn heyrði það ekki. Hann leiddi þá Hans upp að stóru, svörtu töflunni, sem hékk á veggnum og segir: „Ég skil þig ekki. Það er bezt að þú skriíir það hérna á töfluna; hérna er krít.“ Nú varð heimski I-Ians alveg ráðalaus. Hann varð nú að viðurkenna, að hann kynni hvorki að lesa eða skrifa. Og þarna á bekkjunum sátu stúlkur og drengir, sem voru kannske yngri en hann og sjálfsagt gátu þau öll skrifað fallega nöfnin sín. Ó, hvað hann skammaðist sínl Og nú horfðu þau öll á hann. Hann fór út að gluggan- um til þess að þau sæju það ekki, að honum lá við að skæla. í sama bili gekk gamla konan, sem seldi mömmu Hans grænmeti, l'ram lijá. Hún sá hann hálfgrátandi innan við gluggann og þekkti hann. Hún gekk að dyrunum og spurði kennarann, iivað Hans, sonur doktorsins, væri að gera hér. Kennarinn varð glaður. „Það var gott að þér þekktuð hann. Ég vissi ekki, hvernig ég gæti hjálpað honum. Drengurinn er víst ósköp heimskur. Hann kann hvorki að lesa eða skrifa. Jæja, vertu sæll, litli minn! Láttu nú sjá, að þú getir lært að lesa eins vel og þessi börn hérna.“ Og svo benti hann á minnstu börnin á innsta bekkn- um. Ó, hvað Hans skammaðist sín! Og svo fylgdi konan honum heim. Heima var allt í uppnámi. Systurnar, sem elskuðu litla bróður sinn, þrátt fyrir ósamlyndi við og við, ásökuðu sig sjálfar, því þær héldu, að þær hefðu fælt hann burtu með stríðni sinni. Móðir þeirra, sem var líka mjög hrygg út af hvarli Hans, en hafði þó góða von um að fá drenginn sinn lieim aftur, gerði allt til að hugga systurnar. Um morguninn stóðu systurnar sem oftar við glugg- ann í anddyrinu og horfðu út á veginn. Þá fór varðhund- urinn að gelta. „Hver er nú að koma?“ spurði móðirin inni í stofunni. „Það er grænmetiskonan. En hún leiðir lítinn dreng — ----það er--------“ En hver það var heyrði móðirin ekki, því að systurnar hlupu allar út, og ferðin var svo mikil á þeim, að jtær voru nærri búnar að velta bæði konunni og drengnum um koll. En það var auðvitað enginn annar en Hans, sem var að koma. En ósköp var að sjá, hvernig aumingja drengurinn leit út. Fínu fötin hans voru rykug, rifin og skítug. Hrokkna hárið hans var úfið og klístrað og fallega andlitið blóð- rautt af skömm. Áður en systurnar gátu sagt nokkurt orð við hann, sagði Hans með venjulegum myndugleik: „Á rnorgan fer ég i skóla.“ Og morguninn eftir labbaði Hans af stað í skólann með fallega, nýja skólatösku á bakinu og nýtt reiknings- spjald undir hendinni. Og hann varð brátt einn af allra duglegustu nemendunum. Hann var svo fljótur að læra að lesa og skrifa, að um jólin gat hann skrifað óskaseðil og sett sitt eigið nafn undir. Eftir þetta datt ekki nokkrum lifandi manni í hug að kalla hann heimska Hans. Kr. S. Sigurðsson þýddi.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.