Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1971, Blaðsíða 25

Æskan - 01.11.1971, Blaðsíða 25
I dýragarðinum í Frankfurt. Geir virðir fyrir sér risaskjaldbökur, sem honum fannst hálfgerð fornaldardýr. Eftir skemmtilega lestarferð kom Geir út á flugvöllinn i Diisseldorf, þar sem rennileg þota frá norræna flugfélaginu SAS beið ferð- búin. Myndin var tekin rétt áður en ferðafélagarnir gengu um borð. eftir að hafa skoðað í búðarglugga, en það var sunnudagur og búðir lokaðar. Samt var þetta gaman. Morguninn eftir skyldi lagt af stað í býtið, og þess vegna var um að gera að fara tímanlega að sofa. Þeir félagar gengu því snemma til náða. Næsta morgun vaknaði Geir við símhringingu klukkan fimmtán minútur yfir sex, og nú þurfti að láta hendur standa fram úr erm- um, pakka öllu niður og ekkert mátti skilja eftir, því i dag yrði siglt og farið með járnbraut alla leið til Kölnar. Þeir voru jafn- snemma niðri ferðafélagarnir, og þar stóð morgunmatur á borð- um. Þeir höfðu varla lokið honum, þegar Gunnar Jóhannsson, skrifstofustjóri Flugfélagsins í Frankfurt, birtist. Þeir héldu fljót- lega af stað, og nú var ekið niður að Rín til borgarinnar Mains. Eftir að Sveinn .hafði keypt farseðla kvöddu þeir Gunnar og stigu um borð í skipið ,,Rín“. Þá þurfti þess ekki lengi að bíða að haldið yrði af stað. Á leiðinni höfðu þeir séð fallega kornakra og það var Geir nýnæmi, þvi akra, þar sem kornið svignaði í blænum, hafði hann ekki séð áður. í dag var spáð heitasta degi ársins í Frankfurt. Hitinn mundi fara yfir 35 stig í borginni, og þá mundi harvn verða 40 stig á stöku stað. Það var því gott að komast út á ána. Talsvert var um unglinga á hjólaskipinu og mikið fjör og glens. Þeir sigldu niður ána undir stóra bogabrú, og börn og unglingar stóðu á brúnni og veifuðu þeim, sem voru á ferjunni. Fljótið Rín, þessi sögufræga og stóra samgönguæð margra landa, var gruggug að sjá en vatnsmagnið gífurlegt. Geir hugsaði til þess, er vikingar sigldu upp fljótið forðum daga til strandhöggs og voru litlir aufúsugestir þjóðunum, sem bjuggu á þessum slóðum. Nú eru fljótin, sem betur fer, notuð til annarra þarfa og strandhögg úr móð. Fjölda margir flutningaprammar sigla upp og niður ána dag hvern auk skemmtiferðaskipa. Geir fannst gaman að horfa á löngu flutningaprammana eða lekturnar, eins og íslenzkir sjómenn kalla þá. Á flestum þeirra býr ein fjölskylda afturí og önnur framí. Þeir mættu fyrst einni með svissneska fánann við hún. Fyrir framan stýrishúsið var net- girðing, og í þessari girðingu léku börnin sér, smábörn hjónanna, skipstjórans og konu hans.- Á eftir þessari lektu kom önnur, og þar stóð Volkswagen-bíll á afturþilfarinu. Þriðja lektan kom og þar héngu teppi úti. Konan hafði sýnilega verið að gera hreint eftir helgina. Gardínur fyrir gluggunum og blómapottar og þvottur á snúrum. Það virðist ekki skorta hreinlætið hjá lektufólkinu. Nú breyttist útsýnið og þeir sigldu fram hjá eyju í Rín, það var skógur á bæði borð. En ekki var allt jafnfallegt og verksmiðjur á ár- bakkanum Ijótar til að sjá, reykspúandi og allar hinar ófétislegustu, spilltu útsýninu. Peterseyja er skógi vaxin enda á milii, og nú var komið á fyrsta viðkomustað, sem var Bierich, útborg frá Wies- baden. Fleiri lektur sigldu fram hjá, og þeim félögum varð hugsað til þess, að í siðasta stríði, þegar allt var i hers höndum, fékk lektufólkið að stunda siglingar sínar óáreitt að mestu af yfir- völdum, sem annars vildu þó skipta sér af flestu. Lektufólkið er líka sérstakur þjóðflokkur, ef svo má segja. Þar sem það kemur í hafnir, svo sem í Antwerpen, Rotterdam og víðar, hefur það sína eigin samastaði, ölstofur og matstofur, þar sem nánast engir aðrir koma en fólk af lektunum. Það er líka sagt, að fátitt sé, að dóttir lektuskipstjóra giftist manni úr landi. Oftar mun hún giftast syni skipstjórans á næstu lektu, og þau taka svo að sér stjórn einnar slikrar í sameiningu. Það má segja, að þetta fólk kunni sitt fag, hafi lært það frá blautu barnsbeini. Nú hafði hjólaskipið viðkomu í Wiesbaden, sem hefur 260.000 ibúa og er höfuðstaður héraðsins Hessen. Wiesbaden er annars frægari fyrir annað en að vera höfuðstaður Hessen, því hér eru hin frægu böð, sem margir sjúkir sækjast eftir, og ýmsir munu hafa hlotið hér bót meina sinna. Það fjölgaði drjúgum í hjóla- skipinu í Wiesbaden, og nú varð hádekkið, þar sem þeir félagar sátu, þéttsetið. Umferðin á fljótinu varð fjölbreyttari, því menn á kajak reru hjá. Það var mikill kliður, sem blandaðist saman við skvampið frá hjólum skipsins, þegar þau slógu vatnið og gáfu skipinu framskrið. Geir hafði aldrei siglt á hjólaskipi áður og þótti þetta mjög skemmtilegt og nýstárlegt. Bakkar Rínar eru þarna skógi vaxnir, en í rjóðrum mátti sjá tjaldbúðir. Tjöldin virtust griðarstór, nánast heil hús. Þótt þeir væru ekki enn komn- ir niður í sjálfan Rínardalinn, mátti víða sjá forna kastala á bökkunum og turna. Enn tóku við tjaldstæði, og það var sýnilegt, að fólk sóttist eftir að tjalda í forsælu, þvi það var mjög heitt þennan dag. Og áfram hélt hjólaskipið ,,Rín“ eftir ánni Rin. Þeir fóru fram hjá Geisenheim, og nú var Riidisheim framundan á hægri hönd. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.