Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1971, Blaðsíða 42

Æskan - 01.11.1971, Blaðsíða 42
Flóttinn til Egyptalands yrir löngu síðan óx pálmi einn, ævagamall og geysistór, á eyðimörk í Austurlöndum. Enginn, sem um eyðimörkina fór, gat stiilt sig um að nema staðar og virða hann fyrir sér, því að hann var miklu stórvaxnari en aðrir pálmar, og menn sögðu, að hann myndi áreið- anlega verða hærri en óbeliskar og pýramídar. Einu sinni, þegar stóri pálminn horfði út yfir auðnina, þaðan sem hann stóð í einveru sinni, bar fyrir augu hans sýn, sem fékk voldugu blaðkrónuna hans til að vagga fram og aftur af undrun á hinum granna stofni. Úti við jaðar eyði- merkurinnar sáust tvær einmanalegar mannverur á ferð. Þær voru enn svo langt í burtu, að úlfaldarnir sýndust ekki stærri en maurflugur úr slíkri fjarlægð, en tveir menn voru það áreiðanlega. Tveir menn, sem voru ókunnugir I eyði- mörkinni, — því að pálminn þekkti íbúa hennar — maður og kona, sem höfðu hvorki leiðsögumann, áburðardýr, tjöld né vatnsbelg. „Vissulega eru þessi bæði komin hingað til að deyja,“ sagði pálminn. Pálminn leit skjótlega kringum sig í allar áttir. „Mig furðar," sagði hann, „að Ijónin skuli ekki þegar vera komin af stað eftir þessari veiði. En ég sé ekki eitt einasta af þeim hreyfa sig. Og ekki sé ég heldur neinn af ræningjum eyði- merkurinnar. En þeir láta ekki lengi á sér standa." „Sjöfaldur dauði bíður þeirra," hróp- aði pálminn. „Ljónin rífa þau I sig, nöðrurnar bita þau, þorstinn lætur þau morna, ræningjar drepa þau, sólstung- an lýstur þau, kvíðinn gerir út af við þau." Og hann reyndi að hugsa um eitt- hvað annað. Örlög þessara manna gerðu hann. angurværan. En á allri hinni endalausu auðnar- sléttu, sem brelddi sig út fyrir neðan pálmann, var enginn sá hlutur, er hann hafði ekki þekkt og virt fyrir sér ( þús- und ár. Ekkert gat dregið að sér at- hygli hans. Hann var neyddur til að hugsa um ferðamennina tvo. „Við þurrk og storm," sagði pálminn og ákallaði þannig hættulegustu óvini lífsins, „hvað er það, sem konan ber á handlegg sér! Ég held, að þessir vit- firringar hafi líka lítið barn með sér." Pálminn var fjarsýnn, eins og gamlir menn eru, og sá alveg rétt. Konan bar á armi sér barn, sem hallað hafði höfði að brjósti hennar og svaf. „Barnið er ekki einu sinni í fötum," sagði pálminn. „Ég sé, að móðirin hef- ur lyft upp kyrtli sínum og hjúpað það í hann. Hún hefur rifið það upp úr rúminu I ofsaflýti og skundað af stað með það. Nú fer ég að skilja. Þau eru flóttamenn." „En vitfirrt eru þau samt sem áður," hélt pálminn áfram. „Ef þau hafa ekki engil til verndar, hefðu þau heldur átt að þola hina verstu meðferð af hendi óvina sinna en að fara inn I eyðimörk- ina. Ég get hugsað mér, hvernig allt hefur gerzt. Maðurinn er við vinnu sina, barnið sefur í ruggunni, konan er far- in að sækja vatn. Þegar hún er komin nokkur skref út fyrir húsið, sér hún óvini koma æðandi. Hún rýkur inn, grípur barnið, hrópar til mannsins að koma með sér og hleypur leiðar sinn- ar. Siðan hafa þau verið á flótta í marga daga. Þau hafa áreiðanlega ekki tekið sér stundarhvíld. Já, svona hefur það verið, en ég segi samt, að ef þau hafa ekki engil til verndar--------- Þau eru svo kvíðafull, að þau finna hvorki til þreytu né annarra kvala enn þá, en ég sé þorstann skína út úr aug- unum á þeim. Ég ætti að þekkja, hvern- ig andlitið á þyrstum manni lítur út.“ Og þegar pálminn fór að hugsa um þorstann, fór krampahrollur um háa stofninn hans, og hinir óteljandi separ löngu blaðanna kipruðust saman, eins og þeim væri haldið yfir eldi. „Ef ég væri maður," sagði hann, „myndi ég aldrei hætta mér út í eyði- mörkina. Sá má vera kjarkgóður, sem hættir sér hingað, án þess að hafa rætur, sem ná til hinna ótæmandi vatns- æða. Hér, er getur verið hætta á ferð- um, jafnvel fyrir pálma. Jafnvel fyrir slíkan pálma, sem ég er. Mætti ég ráða, skyldi ég biðja þau að snúa við. Óvinir þeirra geta aldrei orð- ið eins grimmir og eyðimörkin. Þau halda kannski, að auðvelt sé að lifa í eyðimörkinni. En ég veit, að stundum hef ég átt fullt í fangi með að halda lífinu í mér! Ég man, að einu sinni, þegar ég var ungur, kastaði hvirfilbylur heilu sandfjalli yfir mig. Ég var nærri kafnaður. Ef ég gæti dáið, hefði það orðið mitt siðasta." Pálminn hélt áfram að hugsa upphátt, eins og gamlir einstæðingar gera. „Ég heyri einhvern dásamlegan hljómþyt fara um krónu mína," sagði hann. „Allir separ blaða minna hljóta að vera komnir á hreyfingu. Ég veit ekki, hvað það er, sem fer um mig, við að sjá þetta veslings ókunna fólk. En þessi hrygga kona er fögur. Hún minnir mig á það dásamlegasta, sem fyrir mig hefur borið." Og meðan blöðin héldu áfram að bærast með ómandi þyt, minntist pálm- inn þess, er tvær dýrlegar mannverur höfðu gist óasann endur fyrir löngu. Það var drottningin af Saba, sem þang- að hafði komið, og hinn vísi Salomon með henni. Hin fagra drottning var á leið heim til lands síns. Konungurinn hafði fylgt henni nokkuð á leið, og nú áttu þau að skilja. „Til minningar um þessa stund," sagði drottningin, „legg ég nú döðlukjarna í jörðina og býð, að upp af henni rísi pálmi, sem vaxi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.