Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1971, Blaðsíða 9

Æskan - 01.11.1971, Blaðsíða 9
hver kom hlaupancli til hans. Hann leit strax við og sá, að það var pabbi. „Hans! Hans!“ kallaði hann ákaft......Flýttu þér, ílýttu þér og komdu strax heim! Það, er ... þau hafa,... þau hafa hringt til hans Níelsar og báðu hann fyrir eindregin skilaboð um, að þú skyldir koma.“ Hans litli hljóp á móti honum. . . „Er það alveg satt, — hafa þau hringt lil okkar?" „Já, þau hringdu fyrir stuttri stundu, — og flýttu þér nú, drengur minn.“ „Hringdi Björn í Mörk sjálfur?" spurði Hans, sem ætlaði enn tæpast að trúa sínum eigin eyrum. „Já, hann gerði það einmitt sjálfur. Hann hafði liitt einhverja drengina héðan og spurt þá, hvort þú hefðir ekki kornið með þeim. Þeir sögðu eins og var, að þú kæm- ir ekki. Og svo höfðu þeir eitthvað sagt honum frá öllu timtali fólksins um þig, svo að Björn áttaði sig strax, hvernig í öllu lá.“ ,,A ég ])á raunverulega að fá að fara?“ tók Hans fram í. „Já, vissulega,“ svaraði faðir hans. „Og vera fram yfir jólin?“ „Já, alveg eins og hinir drengirnir." Hans var alveg að því kominn að gráta af gleði, en svo spurði hann: „Hvernig ætli þessi mistök liafi eiginlega viljað til?“ „Já, Björn sagði mér frá því,“ svaraði laðir hans. „Svo er mál með vexti, að Björn skrifaði þér einhvern fyrsta daginn í desember og kvaðst vonast til, að þú kæmir. En einmitt þennan dag vildi svo til, að aðalpósturinn var lasinn, svo að ráða þurfti ígripamann, og af einhverjum ástæðum gleymdist bréfið þitt hjá honum. Ef gamli póst- urinn hefði ekki verið lasinn, hefðir þú áreiðanlega fengið boðsbréfið, — en ígripapósturinn vann ekki nema þenn- an eina dag í desember.“ Nú var Hans litli orðinn svo ákafur, að pabbi hans gat tæpast fylgt honum eftir. Mamma stóð í bæjardyrunum, þegar hann kom hlaup- andi heim. „Og það hafði ])á ekkert verið athugavert við mig,“ sagði hann hlæjandi. „Nei, alls ekki neitt. Ó, hvað það var gott, drengurinn minn,“ svaraði mamma. „Ég talaði sjálf við Björn í Mörk, og þegar ég sagði honum, að við héldum, að honum hefði ekki líkað vel við þig, sagði hann, að svo væri einmitt alls ekki. Hann helði þvert á móti verið mjög ánægður með þig og alltaf gert ráð fyrir að fá ])ig næsta sumar, ef þess væri kostur.“ Pabbi og mamma hjálpuðu bæði drengnum sínum til að ferðbúast. Þau voru öll innilega glöð og höfðu um svo margt að tala. Já, hin sanna gleði jólanna fyllti lniga þeirra allra, og einnig, að þeim fannst, hvern krók og kima á heimilinu þeirra litla. Og þegar Hans litli var til- búinn, sagði pabbi: „Og svo manstu að bera góða kveðju frá mömmu og mér.“ „Já, því skal ég ekki gleyma,“ sagði Hans og var i}ú orðinn harla ó])olinmóður. „Og svo þarftu að muna að borða ekki alltof mikið af gc')ðgætinu,“ sagði mamma, — „gleyma ekki alveg brauðinu og kartöflunum.“ „Já, mamma, ])að skal ég muna.“ Svo kvöddu þau drenginn sinn og föðmuðu hann að sér. Mamma brá svuntuhorninu upp að augunum, en pabbi sagði: „Þetta var sannarlega gc')ð jólagjöf, sú bezta, sem við gátum fengið. . . En flýttu þér nú, drengur minn, því að nú fer þér ekki að veita af tímanum.“ Og svo hljóp þá Hans litli af stað til þess að taka á móti gjöfinni góðu. Sigurður Gunnarsson. Þýtt. TIL LESENDA Ritstjóri ÆSKUNNAR óskar eftir góðu samstarfi við ies- endur sína. Sendið hlaðinu sög- ur, ferðaþætti, vísur, ijós- myndir og allt, sem þið hald- ið að komi blaðinu okkar að gagni. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.