Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1971, Side 40

Æskan - 01.11.1971, Side 40
Rím-Lalli og jólasveinarnir Ævintýri — Skárra er það nú aðfangadagskvöldið! Lalli stóð i bæjardyrunum og andvarpaði, þegar hann sá snjóinn koma í flygsum neðan frá, sjó og þeytast i rokum fyrir bæjar- kambinn og upp í sund. Það var eins og það kæmu aldrei almennileg jól núna — ekki eins og jólin voru meðan hann pabbi lifði. Jæja, reyndar hafði hann afi nú dregið ýmislegt að úr kaupstaðnum og svo hafði verið skorinn kálfur í fyrradag, og mamma hafði soðið hangikjöt og steikt og bakað, og systur hans höfðu verið á eilífum þön- um, ákaflega íbyggnar og merkilegar. Jú, eiginlega hafði nú margt verið gert fyrir jólin — en ekki eins og þá . .. „Einu sinni var annað þó, áður en pabbi fórst í sjó,“ tautaði Lalli. Honum var svo tamt að tala í Ijóðum, að fólk var farið að kalla hann Rím-Lalla. Allt í einu heyrði hann fallegan hljóm, sem hann kann- aðist við, handan yfir ásinn, þar sem þorpið var. Hljóðið kom skrykkjótt og heyrðist illa, því að vindhviðurnar utan af sjónum komu á móti. Hljóðið var frá kirkjuklukkunum i Galtarvík. Það var verið að hringja inn jólin. Rím-Lalli sneri sér við í dyrunum til þess að fara inn. Það sá aðeins votta ofurlítið fyrir dagsbirtunni í vestri, og honum varð kalt að standa þarna i nepjunni i bæjar- dyrunum. Hann sópaði af sér snjóinn og fór inn í stofu. Nei, sjáum til! Systurnar voru þá búnar að kveikja á kert- unum á jólatrénu, sem hann hafði fengið. Það glitraði á stóra stjörnu á toppnum — það var stjarnan, sem hann pabbi hans hafði komið með einu sinni, þegar hann fór til Reykjavikur. — Gleðileg jól! mamma, kallaði hann fram i eldhúsið, en þar stóð móðir hans yfir pottum og pönnum. Hún óskaði þess sama og bað hann um að setjast við borðið hjá honum afa sinum, því að nú kæmi maturinn undir eins. Það var ekki amalegt að fá jólamatinn! Afi las borðbæn og minntist pabba — mamma varð svo vot um augun, að Rim-Lalli starði ofan i grautardiskinn sinn. Hann kunni ekki við að sjá hana svona. Þetta var þung stund, en Lalli vissi, að það átti að vera svona. En svo brosti mamma til hans og sagði: — Þú mátt ekki vera svo gráðugur í matinn, að þú gleymir að ríma, Lalli. Það er svo langt síðan ég hef heyrt þig tala í hendingum núna! „Ég ríma léttast er maginn mettast," svaraði Rím-Lalli, og þá hlógu allir, og svo var haldið áfram að snæða. Jú, það var margt gott á borðinu. Kannski ekki alveg eins gott og í gamla daga, en samt... Eftir matinn fóru þeir að tala saman, hann afi og Rim- Lalli, alveg eins og Lalli væri fullorðinn maður. Afi hafði kveikt i pipunni sinni, sem hann srierti aldrei nema á jólunum og páskunum, og tóbaksreykurinn smaug milli greinanna á jólatrénu og Ijósin blöktu. Litlu systurnar höfðu búið sér til ofurlitla rauða jólasveina úr ullargarns- afgöngum, og þeir dingluðu í bandi á jólatrénu, og það var alveg eins og þeir væru að tala saman. — Heyrðu, afi, sagði Rím-Lalli allt I einu. — Hefur þú nokkurn tíma séð jólasvein? Afi brosti í kampinn. — Mja-á! segir hann. — Ég skal ekki segja, að ég hafi séð þá, en ég veit, að þeir eru til. Og ég er viss um, að þeir eru að halda jólin núna, alveg eins og við. Mamma kom inn með kaffið og litlu systurnar komu inn með kúfaða diska af jólabrauði. Mikið Ijómandi var það gott. „Sælgætið hreina er sætt kaffi og kleina,“ sagði Rím-Lalli með fullan munninn af kleinum. Jæja, þau sátu nú lengi yfir góðgerðunum og töluðu um daginn og veginn. Rím-Lalli hafði dregið svo mikið á bát- inn, að honum var orðið bumbult. Hann geispaði og teygði úr sér. Það var svo skrítið þetta — maður varð alltaf svo þreyttur eftir jólamatinn, að þegar jólakvöldið loksins kom 38

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.