Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1971, Blaðsíða 69

Æskan - 01.11.1971, Blaðsíða 69
MARGT BÝR I SJÓNUM /t íels hét maður og var vinnumaður prestsins á / Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði um 1890 (ekki víst ártal). Níels þessi var frískleikamaður, Úr snar í snúningum og svo fljótur var hann á skautum, að hann rann fram úr hvaða gæð- ing sem var. Þannig var háttað á Kolfreyjustað, að staður- inn átti stóran skreiðarhjall niðri á sjávarbakkanum, og var fimm mínútna gangur frá prestsetrinu niður að hjallin- um. Þótt Níels væri fjármaður, var hann oft beðinn, vegna skautaíþróttar sinnar, að sækja skreið í hjallinn. SJÓSKEPNA Þennan vetur voru búnar að ganga frosthörkur, svo að það var komið mjög gott skautafæri niður að skreiðar- hjallinum. Svo var það eitt kvöld í stillu-veðri, en mjög hörðu frosti, þegar Níels kemur heim frá gegningum, að hann hefur orð á því, að sig vanti tvær ær og bezt muni að skyggnast eftir þeim, en spyr prestsmaddömuna, hvort ekki vanti skreið í kvöldmatinn, og kveður hún svo vera. Níels snarar sér nú af stað og segir ekki af ferðum hans fyrr en hann er búinn að finna ærnar og er kominn í hjallinn eftir skreiðinni. Að vanda hafði hann skauta sína með sér. Nú fer hann að taka til harðfisk þann, er hann ætlaði með heim. Þegar hann er búinn að setja i hæfilega kippu, verður honum litið niður á bakkann. Sér hann þar ókennilega skepnu og að hún stefnir á hjallinn. Ekki vildi hann biða eftir henni innikróaður i hjallinum og bindur því á sig skautana og er þá handfljótur mjög. Að því búnu snarar hann sér út um hjalldyrnar og tekur strax fljúgandi sprettinn á skautunum. Þegar hann er kominn hálfa leið helm, lítur hann aftur fyrir sig og sér þá, að óvættur þessi er komin á hllð við sig og fer mikinn. Hann hraðar því ferð sinnl sem mest hann má og man þá eftir því, að það er skarð í kirkju- garðsveggnum og með því að fara í gegnum skarðið styttir hann sér leiðina svolítið. Hann hugsar sig ekki lengi um, til þess var enginn tími, rennir sér gegnum skarðið í veggnum og eins og örskot heim á hlaðið. Um leið opnast bæjarhurðin og út hendist hundaþvagan. Niels hendir sér inn í bæjardyrnar, og um leið finnur hann, að það er þrifið æði sterklega í bakið á honum, en ferðin á Níelsi svo mikil, að hann losnar. Þar skildi með Níelsi og skrímslinu, en svo var Níels langt leiddur af mæði, að hann lá þar sem hann var kominn og gat ekki hreyft sig, þar til fólk úr bænum fann hann þarna. Hann var borinn í baðstofu og kom þá í Ijós, að hann var skaðskemmdur á bakinu; hafði óvættur þessl slegið klónum i bakið á honum gegnum föt og hold og inn í bein. Hann bar örin til dauðadags og sönnuðu þau svo ekki þurfti um að deila, að saga hans var sönn. (Sögn Stefáns í Stykkishólmi, 1965) Myndin sýnir fólk í þjóðbúningi. Það er gefið út í 300.000 eintökum. Ellefu þessara dagblaða eru gefin út i Varsjá. Gjaldmiðill Póllands heitir zloty og er deilt í 100 groszy. Gengi hans er skráð 9,60 zloty á móti einu ensku sterlingspundi. Um 90% af starfandi fólki er félags- bundið í einhverju af hinum opinberu stéttarfélögum, en öðru hverju hefur borið á atvinnuleysi. Þjóðarfáni Póllands er samsettur af tveimur láréttum röndum, rauðrl og hvítri. Þjóðhátíðardagur Pólverja er 22. júlí. Meðal Pólverja, sem hafa getið sér heimsfrægð, má nefna Kópernikus, Maríu Curie, Joseph Conrad, tónskáld- ið Frederich Chopin og píanóleikarann Paderevskí. Tungumál landsmanna er pólska, en rlthöfundurinn Joseph Con- rad skrifaði þó allar bækur sinar á ensku. Myndin sýnir pólska þjóðbúninga, sem nú á tímum eru þó nær eingöngu notaðir við hátíðleg tækifæri. LEIÐ VITRINGANNA Vitringarnir eru á leiðinni að jötu frelsarans f Betlehem. En hvaða leið eiga þeir að fara? Þeir verða að kom- ast þangað eins fljótt og mögulegt er. 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.