Æskan - 01.11.1971, Blaðsíða 44
I helli eyðimerkurræningjanna
andur og grjót hvar sem litiS
er, hér og þar meðfram slóð
kaupmannanna liggur upp-
lituð beinagrind af kameldýri,
sem gefizt hefur upp. Yfir eyðimörk-
inni lýstu stjörnurnar. Við skin þeirra
fóru maður og kona með litið barn í
fangi svo hratt sem þau gátu og stefndu
í átt til hlns fjarlæga Egyptalands. Kon-
an með barnlð sat á asna, en maður-
inn gekk vlð hlið þeirra. Allt í einu
kastaði hann sér niður og lagði eyrað
að jörðinni.
„Þeir eru að koma," stundi hann og
spratt á fætur aftur, „riddarar Heródes-
ar hafa fundið slóð okkar. Við erum
glötuð."
„Enginn, sem Guð hjálpar, er glatað-
ur,“ sagðl konan bllðlega, „við skulum
aðelns fylgja stjörnu barnsins hug-
hraust, sem hingað til hefur vísað okk-
ur veg.“
Hún lelt til himins og benti á skæra
stjörnu, sem ein meðal þúsunda ann-
arra var ekki kyrr, heldur virtist líða
áfram fyrir framan þau. „Sjáðu," sagði
hún, „stjarnan beyglr af slóðinni. Fylgdu
henni."
„Út i eyðimörkina?" muldraði maður-
inn efablandinn, „hlustaðu á væl hýen-
anna.“ — En hann sneri þó af slóð-
inni og fylgdi stjörnunni skæru.
Hægt mjökuðust þau áfram. Nokkrir
klettadrangar risu upp fyrir framan þau.
Daufur Ijósbjarmi skein einhvers staðar
milli þeirra.
„Þarna er fólk,“ sagði maðurinn, „eig-
um við að áræða á fund þess?“
„Fylgjum stjörnu barnsins," sagði
konan rólega.
Andartaki siðar voru þau við hellis-
munna. Maðurinn fór með konuna,
barnið og asnann þangað Inn.
Svartskeggjaður, kraftalegur maður
stóð upp frá eldinum, sem brann innst
Inni i hellinum. Hann gekk á móti þeim
með blikandi hníf I hendinni.
„Hver eruð þið?“ spurði hann hrana-
lega.
„Ofsótt fólk, sem biður um húsa-
skjól,“ svaraði konan mildilega og stelg
af baki asnans.
Sá svartskeggjaði virti þau vandlega
Barnið sjúka virtist öðlast nýtt líf, and-
ardráttur þess varð rólegur, hitaroðinn
hvarf.
I
fyrir sér. Sfðan stakk hann hnífnum i
beltið og sagði: „Já, sannarlega hljót-
ið þið að vera ofsótt fyrst þið leitið
skjóls í helli eyðimerkurræningjans. En
verið velkomin, þótt þið komið á óheppi-
legum tíma. Litli drengurinn minn ligg-
ur fyrir dauðanum."
„Hvað er að honum?“ spurði konan.
„Ég veit það ekki,“ svaraði ræning-
inn þunglega, „móðir hans dó nýlega,
og ég hef gætt hans eins vel og ég
hef getað. Nú er ég hræddur um að
ég missi hann iíka — þann eina, sem
ég á að, og ég, sem hafði lofað hon-
um að verða heiðarlegur maður aftur.“
Ræninginn fór með konuna að hvílu
innarlega I hellinum, þar sem drengur-
inn lá með mikinn sótthita og gljáandi
augu. Hún beygði sig yfir barnið og
strauk enni þess.
„Ég hef safnað vatni til þess að baða
hann,“ hvíslaði ræninginn hás. „Vilt
þú baða barn þitt fyrst og drenginn
minn á eftir?"
Konan kinkaði kolli. Hún afkiæddi
næstum nýfætt barn sitt og baðaði það.
Því næst baðaði hún sjúkt barn ræn-
ingjans varlega og ástúðlega upp úr
sama vatni. Þá gerðist dálítið undur-
samlegt. Barnið sjúka virtist öðlast nýtt
líf, andardráttur þess varð rólegur, hita-
roðinn hvarf úr kinnunum.
„Faðir," hvíslaði hann, „nú verð ég
hraustur.”
Ræninginn starði mállaus á gesti
sína, á manninn, konuna og barn þelrra,
sem hafði undarlegan geislabaug svíf-
andi um höfuð sér. Hann féll á kné.
„Guð hefur sent ykkur í minn vesæla
helli," stundi hann, „litla barnið ykkar
hefur bjargað lífi sonar míns. Nú heiti
ég því að verða aftur ráðvandur mað-
ur.“
Konan kinkaði kolli. „Barn mitt er
Guðs sonur,“ sagði hún rólega, „hann
heitir Jesús. Hann hefur gert son þinn
heilbrigðan aftur, af því að þú hefur
borgið llfi okkar i nótt."
Næsta morgun yfirgáfu Jósef, María
og Jesúbarnið helli ræningjans og héldu
áfram flótta sínum til Egyptalands. Ridd-
arar Heródesar höfðu gefizt upp við
leitina að slóð þeirra.
Ræninginn stóð lengl kyrr og horfði
á eftir þeim. Fyrir aftan hann lék sér
kvikur og ánægður drengur og fullkom-
lega hraustur.
„Já, þetta barn hefur sannlega ver-
ið Guðs sonur," sagði hann og fleygði
hníf sínum langt í burtu.
ÓÞEKKUR
KORKTAPPI
Er hægt að blása litlum kork-
tappa niður í stóra flösku?
„Já, auðvitað,“ svarið ])ið lík-
lega flest — cn reynið samt
einu sinni. — Leggið mjólkur-
fiösku á borðið og setjið lít-
inn korktappa i flöskubálsinn.
Blásið svo á hann af öllum
kröftum — og hvað gerist? ■—
Korktappinn liggur kyrr, eða
j)á að liann tekur upp á þvi að
stökkva út úr flöskunni cins og
byssubrenndur.
Hvernig í ósköpunum skyldi
nú standa á þessari furðulegu
begðun korktappans?