Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1971, Blaðsíða 33

Æskan - 01.11.1971, Blaðsíða 33
Ég talaði við hann eins mildum rómi og mér var unnt og spurði að lokum, hvort hann langaði til að neyta heil- agrar kvöldmáltíðar Drottins. Já, hann kvað svo vera. Meðan ég stóð við borðið og var að taka til brauðið og vínið, heyrði ég hann segja, þar sem hann lá í rúminu: „Prestur, þú verður að koma hingað." Ég fór til hans. Og þá sagði hann mér, með mörgum hvíldum og veikri röddu, það, sem ég ætla nú að reyna að endursegja ykkur eins vel og ég get. ,,Það var einu sinni," sagði Vigfús, „þegar ég var 14 ára gamall, að faðir minn bað mig að róa yfir fjörðinn til kaupmannsins og kaupa tóbak fyrir krónu. Ég tók við krónunni og fór yfir til kaupmannsins. „Ég á að fá tóbak fyrir krónu,“ sagði ég og lagði krón- una á búðarborðið. Ég fékk tóbakið, tók húfuna mína og ætlaði að fara. „Nei, bíddu andartak," sagði kaupmaðurinn. „Þú átt að fá krónu til baka, því að þú borgaðir með tveimur krónum — og svo verður þú að fá svolítið sælgæti ( kaupbæti, þvi að þú ert góður drengur." Ég sagði ekki orð, en tók við krónupeningnum og sæl- gætinu og hljóp svo niður brekkuna. Mér fannst ég hafa gert góð kaup í þetta sinn — ég græddi heila krónu. En ég vissi, að þessa krónu átti ég ekki. Og síðan hef ég ekki haft stundlegan frið fyrir þessari krónu. Jafnvel daginn, sem ég giftist, sveið mig undan þessari krónu, og nú þegar dauðinn er framundan, er eins og eldur vítis brenni innra með mér. Hvað á ég að gera, prestur?" Ég svaraði rólega: „Vigfús, mér finnst nú, að þú hafir haft svo illt af þessari krónu, að þú ættir að láta hana af hendi.“ „Er einhver, sem vill eiga hana?“ spurði hann hræddur. „Vilt þú eiga hana?“ Það lá við, að ég brosti. „O, nei,“ anzaði ég. „Það væri ekkert gagn að þvl. En ég veit um einn, sem gjarna vill eignast hana.“ „Hver er það?“ spurði Vigfús með gráthreim í veikri röddinni. „Frelsari þinn,“ svaraði ég rólega. „Jæja, þá er honum guðvelkomið að fá hana,“ sagði Vigfús. Það var eins og honum létti við þetta. Vitið þið, hvað ég gerði nú? Ég kraup á kné við rúmið, spennti greipar og lagði þær yfir kaldar og þvalar hendur hans og sagði: „Drottinn Jesús, þú sérð, hversu honum Vigfúsi hefur liðið illa út af þessari krónu. Viltu taka hana frá honum? Þökk fyrir, að þú vilt gera það." Síðan reis ég á fætur, lagði hönd mína á höfuð honum og mælti: „Vigfús, ég hef vald frá Drottni mínum til þess að segja við þig: — Syndir þínar eru þér fyrirgefnar.“ „Æ, Guði sé lof,“ heyrðist líða af vörum hans. Síðan útbjó ég brauðið og vinið, og Vigfús neytti líkama og blóðs Drottins í brauðinu og víninu til fyrirgefningar syndanna. Þið hefðuð átt að sjá, hvílík breyting varð á honum. Hann lagðist hægt aftur út af á koddann og hóf augu sin til himins. Hræðslan var horfin, og fallegt bros kom yfir andlit hans: „Ó, Guði sé lof, Guði sé lof,“ sagði hann. Þið getið reitt ykkur á, að Vigfús gladdist yfir því, að hann átti frelsara. V_________________________________________________________________ Konan hans sat við eldhúsborðið og grét. Ég fór til hennar og reyndi að hugga hana. Meðan við sátum þarna, heyrðist allt í einu einkennilegt hrygluhljóð frá rúminu. Konan stóð snöggt á fætur. ,,Æ, hvað var þetta?" spurði hún skelfd. Ég gekk að rúminu og strauk yfir hendur Vig- fúsar. Þær voru kaldar og rakar eins og áður. En þegar ég leit í augu hans, tók ég eftir því, að hann horfði ekki lengur á mig. Hann var dáinn. Ég sneri mér að konunni og sagði rólega: „Anna mín, nú er hann Vigfús ekki lengur hjá okkur. Hann er farinn heim.“ „Æ, æ,“ hljóðaði konan og barmaði sér. „Hvernig fer þá fyrir okkur, úr þvl að hann Vigfús er farinn?" En nú kom dálítið fyrir. Það var eins og boð frá himnum. Þegar konan fór að gráta og kveina, heyrði ég, að ein- hver vaknaði uppi á loftinu. Ég heyrði, að litlir barnsfætur tifuðu uppi á gólfinu. Svo heyrði ég, að dyr voru opnaðar, og tifandi fótatakið barst niður stigann og niður í ganginn. Dyrnar inn í stofuna opnuðust hægt og rólega. Og þarna stóð Sigriður litla, Ijóslifandi. Hún var eins og lítill engill frá Guði, þar sem hún stóð þarna i gulhvlta náttkjólnum sínum, hún var berfætt og gullið hárið var eins og dýrðar- baugur umhverfis fallegt barnsandlitið. Ég held ég hafi aldrei séð eins fallega sjón. Hún gekk nokkur skref fram á gólfið. Þar nam hún staðar og horfði ýmist á móður sína eða mig. Ég fór til hennar og klappaði á glókollinn á henni og sagði: „Sigríður mín litla, nú er hann pabbi þinn farinn til Jesú.“ Hún sagði ekki eitt einasta orð, en ég sá, að kiprur mynduðust í munnvikjunum á henni, og tár hrundu niður vangana. Svo horfði hún að rúminu, þar sem faðir hennar lá dáinn, og frammi við eldhúsbekkinn sá hún mömmu sína sitja og gráta sáran. Andartak var alger þögn. Ekkert heyrðist nema grátur mömmu. Þá segir litla telpan, svo sakleysislega og innilega: „Mamma, þú skalt ekki gráta. Okkur verður áreiðanlega hjálpað." Já, blessuð Sigríður mín. Hún mundi á þessari stundu, það sem móðir hennar hafði gleymt í sorginni: Við eigum frelsara. Guði sé lof, börn, við eigum frelsara. — Jæja, þetta er orðin löng saga, en þessi nótt varð mér eins og predikun, sem ég mun aldrei gleyma. En ef til vill ætlið þið líka að muna eftir honum Vigfúsi og krónunni hans og Sigríði litlu, sem mundi það, sem móður hennar hafði gleymzt, svo að þið gleymið heldur aldrei orðinu, sem englarnir glöddust yfir: „Yður er í dag frelsari fæddur." \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.