Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1971, Blaðsíða 26

Æskan - 01.11.1971, Blaðsíða 26
Geir þótti gaman að skoða úlfaldana i dýragarðinum i Frankfurt. Veðrið var svo sem bezt var á kosið, en nokkurt mistur í lofti, eins og oft er á þessum slóðum. Farþegarnir á háþiljunum voru flestir þýzkir, þó mátti heyra ensku og norðurlandamálin töluð. Hatterheim, Östrich, Winkel, Geisenheim, Rudisheim og þar var stanzað. Minnismerkið um endurreisn þýzka keisaradæmisins bar við himin, og nú tók við fallegasti hluti ferðarinnar, þar sem kastal- ar gnæfa á hverjum fjallatoppi, en skógi vaxnar hlíðar og vín- viður skiptast á. Geir stóð upp og tók myndir f sífellu. Úti á eyju í ánni er turn fornfálegur. Þaðan er umferð stjórnað á þessum hluta árinnar, en hér var hún þröng og straumurinn mjög stríður. Það er eftirtektarvert að sjá, hvernig hlíðarnar meðfram Rín hafa verið byggðar upp með görðum til þess að halda jarðveginum I skorðum. Segja má, að þetta sé mikil vinna en landið lítið sem vinnst við hvern hlaðinn garð. Þeir tóku eftir því, að allt í einu var komin vinstri umferð á fljótinu. Þetta er gert af praktískum ástæðum vegna straumskipta, og var kannski meiri þörf á þvi fyrr á tímum en nú, þegar vélar eru aflmiklar. Þessi hluti Rinardalsins er með afbrigðum fagur, skógi vaxnar hlíðarnar á vinstri hönd, þegar siglt er niður eftir, en á hægri hönd eru vínviðir upp á fjallatoppa. Alltaf bar eitthvað nýtt fyrir augu, kastalar í hliðunum, sem gjörsamlega féllu inn í landslagið og skóginn. Fljótaprammar eða lektur með alls kyns varning, og þeir sáu, að ein hafði lent í vandræðum. Straumurinn hafði snú- ið henni og framendinn lent á grynningum. Þessir karlar kunnu sitt fag, og innan skamms var lektan laus og gat haldið áfram ferðinni. Alls staðar blasti fegurðin við á þessari siglingu, og það var eins og fólk biði eftir einhverju sérstöku. Og þetta sérstaka birtist líka von bráðar. Framundan var hin nafntogaða Lorelei. Eftir að hafa stanzað vinstra megin við fljótið var haldið áfram niður tvær bugður, og þá biasti kletturinn við. Um leið og komið var í nálægð hans byrjaði hljómlist í hátalara skipsins, og það var ekki um að villast: hið fagra lag við Ijóð Heine um Lorelei hljómaði út yfir skipið og fljótið. Mikið var tekið af myndum, og fólk stóð upp og virti fyrir sér klettinn, en á efstu brún hans blakti fáni. Þótt kletturinn sé fagur ofan frá, er hann ekki siðri, þegar komið er niður fyrir, og það var eins og fólk losnaði úr álögum, þegar hann hvarf, því þá fóru margir og fengu sér [ svanginn. Á skipinu „Rín" var fjöldinn allur af matsölum, þar sem gengið var um beina og eins þar sem menn gátu sjálfir náð sér í fæðuna. En nú fór að styttast til Koblenz, bæjarins þar sem Mosel fellur í Rín. Þetta hefur löngum verið mikilsverð samgöngumiðstöð, og á tímum Rómverja var þarna byggð borg. Borgin telur nú 120.000 ibúa. Er komið var að bryggju í Koblenz, flýttu ferðafélagarnir sér í land og náðu sér i leigubíl fyrir ofan bryggjuna. Þeir óku sem leið lá að járnbrautarstöðinni, og á meðan sagði bílstjórinn þeim ýmislegt um borgina og benti þeim m. a. á sumarhöll Vil- hjálms keisara II, sem dvaldi þarna iðulega á sumrin meðan hann var og hét. Sveinn fór svo rakleitt og keypti farmiða, og þeir fóru út á brautarpallinn. Og það stóðst á endum, að lestin kom æðandl. Það var ekki einu sinni tími til að fá sér kók við þorstanum. Nú var stigið um borð og klukkan nákvæmlega 6 mín. fyrir 2 var haldið af stað í áttina til Kölnar. Fátt bar við á leiðinni. Geir hafði aldrei fyrr komið í járnbrautarlest og þótti talsvert til um. Þeir sögðu, að hann væri eins og Mr. Fogg í ,,Umhverfis jörðina á áttatíu dögum." Hann ferðaðist í þotu, síðan i bíl, þá á hjóla- skipi og loks i járnbraut. Ekki væri gott að vita nema'hann færi einhvern spotta á fíl eins og Fogg gerði á sínum tíma. Eftir rúmlega hálftíma akstur stanzaði lestin í Bonn, núverandi höfuðborg Þýzkalands. Grímur sagði eitthvað á þá leið, að ekkert skildi hann i Þjóðverjum að hafa gert þessa borg að höfuðborg sinni, en Sveinn hélt, að það hefði verið vegna þess að þeir vildu ekki gera upp á milli stórborganna. Ekki lagði Geir til þessara mála, en þó þótti honum Bonn lítilfjörlegri borg en t. d. Frankfurt. Þeir komu til Kölnar á réttum tíma, og það var ekki um að villast, þarna blasti stóra, fagra dómkirkjan við. Járnbrautar- stöðin er bak við dómkirkjuna og gistihúsið, sem þeir ætluðu að dvelja á, á næsta leiti. Þeir héldu sem leið lá til gistihússins Mondial og ekki var þar síðra um að litast en í gistihúsinu, sem þeir dvöldu á í Frankfurt. í Köln eru margar verzlunargötur algjörlega lokaðar fyrir bíla- umferð, svo að fólk getur gengið þarna um í rólegheitum alls óhrætt við blikkbeljuna. Það var orðið aðeins svalara í veðri og hitinn var vart nema um 30 stig. Þetta var mikill léttir, fannst þeim, og nú spáði veðurstofan heldur kólnandi veðri og bjartara. Mikið var um að vera í verzlunum þennan dag og það fór ekki á milli mála, að innfæddir áttu nóg af aurum. En dagurinn var brátt að kvöldi kominn, og eftir að hafa snætt góðan kvöldverð á gamaldags veitingahúsi í aðalverzlunargötunni var haldið til gistihússins. Þeir skoðuðu kirkjuna á leiðinni. Hún var fagurlega upplýst, en Geir fannst hún dálítið draugaleg, en stór var hún og mikilfengleg og óneitanlega fögur. Þeir voru snemma á fótum morguninn eftir og voru meira að segja vaknaðir áður en síminn hringdi. Spá veðurstofunnar hafði rætzt: nú var heiðrikja, svolítil gola og hitinn ekki nema um 25 stig, eða mátulegur fyrir íslendinga í útlandinu. Þeir skoðuðu borgina betur en í gær, en klukkan um 10 fóru þeir af gistihúsinu út að járnbrautarstöðinni. Það gekk í stauti að finna réttan brautar- pall og hvar lestin stanzaði, en í dag yrði fyrsti áfanginn með lest til Dússeldorf. Allt fór þó vel um síðir. Lestin kom og fór á réttum tíma, og innan skamms voru þeir á fleygiferð. Geir stóð við gluggann frammi í ganginum og virti fyrir sér útsýnið. Sveinn og Grímur höfðu setzt inn í klefann, þar sem tvær nunnur voru fyrir. Þær voru hinar skrafhreyfustu og á leið til Berlinar. Framhald. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.