Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1971, Blaðsíða 61

Æskan - 01.11.1971, Blaðsíða 61
itt sinn í fyrndinni var uppi kon- ungur, sem engan son átti, er erft gæti ríkið að honum látnum. Kóngurinn lét kalla hirðgaldramanninn fyrir sig og mælti: „Við verðum að gera ráðstafanir til þess að ég fái eftirmann. Hann verður að vera ungur og hraustur, og umfram allt vitur. Að öðrum kosti getur hann ekki stjórnað landi og lýð. Segðu mér, hvað þú álítur að gera beri til þess að fá rétta manninn." Galdramaðurinn hugsaði málið dálitla stund. Hann átti son, sem hann vildi gjarnan að yrði kóngur. Og nú virtist honum tækifærið gefast. Hann gaf kóng- inum ráð. Voru svo sendir 'menn í allar áttir til þess að kunngera vilja konungs- ins. Boðskapurinn var þess efnis, að allir ungir menn, frá átján ára til þrítugs, skyldu mæta i höllinni og leysa þrjár prófraunir. Sá sem bezt tækist átti að verða konungur. Að nokkrum tíma liðnum mættu mörg hundruð ungra manna, er keppa skyldu um konungstignina. Meðal þeirra var ungur skógarhöggs- maður, og brostu hinir að honum. Maður þessi hét Jens og var fátækur. Hann grobbaði ekki, eins og hinir, en veitti öllu nána athygli. Sonur galdramannsins var meðal keppendanna. Var hann hvergi hræddur og leit smáum augum á hina. Svo hófst prófið. Enginn stóðst það. Að lokum voru aðeins tveir eftir. Það voru þeir Jens og sonur galdramannsins. Áttu þeir að fara til prófsins samtímis. Konungurinn sat í hásætinu og var þreytulegur. Galdramaðurinn stóð frammi fyrir konungi og mælti: „Nú er betra að hafa augun hjá sér. Horfið gaumgæfilega á allt, sem er í sal þessum, og farið að því búnu inn í stofuna við hlið salarins. Þegar konung- urinn kallar, komið þið og segið, hvað nýtt sé í salnum. Ég mun breyta mér í einhvern hlut. Ef þið sjáið, hvað það er, hafið þið leyst fyrstu prófraunina." Þeir aðgættu hvað var í salnum, fóru inn í stofuna og voru þar, unz kallið kom. Galdramaðurinn hafði sagt syni sín- um i hvað hann mundi breyta sér. Pilturinn gekk því til kóngsins og hvíslaði rétta svarinu að honum. Jens var hugrakkur og gaf öllu gætur. Hann sá svartan gimstein í kórónu konungsins, er hann hafði ekki séð áður. Þrjár prófraunir Jens mælti: „Þessi svarti gimsteinn var ekki í kórónu yðar hátignar. Hann hlýtur þvi að vera galdramaðurinn." Þetta var rétt svar. Galdramaðurinn breytti sér í sína réttu mynd. Hann horfði reiðilega á Jens. En nú kom önnur prófraunin. Sonur galdramannsins leit háðslega á Jens, er hann gekk til konungsins og hvíslaði laukréttu svari að honum. Jens horfði á allt í salnum góða stund. Að þvi búnu sagði hann: „Þetta teppi, sem liggur framan við konunginn, bar ekki þessa liti. Það er galdramaðurinn, sem hefur breytt sér i teppi. Hitt teppið liggur undir þessu.“ Þetta var rétt. Galdramaðurinn var nú orðinn enn reiðari en áður. En ekki var öll von úti. Og galdramaðurinn vildi gera son sinn að konungi, hvað sem það kostaði. Konungurinn var farinn að gruna galdramanninn um græzku. Hann var forviða á því, hve sonur galdramanns- ins hafði svörin á reiðum höndum. Jens hafði þó orðið að hugsa sig um. Nú ætlaði konungur að taka til sinna ráða. Er galdramaðurinn hugðist breyta sér í þriðja sinn, sagði konungurinn: „Ég krefst þess, að þú breytir þér í vín i eitt af þessum glösum. Ef þeir leysa báðir þessa þraut, verðum við að finna upp eitthvað nýtt.“ Galdramaðurinn maldaði í móinn. En kóngurinn hélt fast við þessa kröfu. Og varð galdramaðurinn að hlýða. Þegar sonur hans kom, hvíslaði hann að kon- unginum: „Faðir minn hefur breytt sér í fiðrildið, sem...“ „Hvaða vitleysa," sagði konungurinn. „Hvar er það fiðrildi?" Sonur galdramannsins starði ringlað- ur i kringum sig. Það var ekkert fiðrildi sjáanlegt. Hann þagði. Svo kom Jens. Hann mælti: „Ég sá hér áðan þrjú tóm glös. Nú er vín í einu þeirra. Ég hef það á loft og drekk skál konungsins.“ I sama bili og Jens tók glasið breytti galdramaðurinn sér í sina réttu mynd. Var hann fokvondur. Jens missti glasið, og það brotnaði. „Jens hefur sigrað,“ mælti konung- urinn. Þegar galdramaðurinn heyrði það, varð hann enn reiðari, en þó hræddur samtímis. Hann flaug því burt með son sinn, því hann vildi ekki vera í nánd við svo vitran mann sem Jens, er hafði leyst allar þessar prófþrautir með prýði og hann gat ekki villt sýn. Konungurinn var mjög ánægður yfir því að losna við galdramanninn, og gerði hann Jens þegar að ríkiserfingja. Hann var vitur og varð ágætur konungur. f------------------------------------ HEILABRJÓTUR Hvernig er hægt að draga krítarhring utan um mann, svo að hann geti ekki hoppað út úr honum? Maðurinn er ekki bundinn, og það er nægilegt rúm fyrir utan til þess að hann geti hoppað eins mikið og hann lystlr. •su|suueoi e6eiu utn uejn uuj -6uutt eu^at ?ui gecf :usnBT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.